Góðar fréttir

11. október 2021

Þitt nafn bjargar lífi: Þátt­tak­endur í gleði­göngu sýkn­aðir

Hópur fólks í tækni­há­skól­anum METU í Ankara í Tyrklandi var sýkn­aður þann 8. október sl. fyrir þátt­töku í gleði­göngu í háskól­anum í maí 2019. Árið 2020 var málið hluti af árlegri herferð Amnesty Internati­onal, Þitt nafn bjargar lífi. Um heim allan gripu 445.000 einstak­lingar til aðgerða og kröfðust sýkn­unar. Amnesty Internati­onal fagnar þessum sigri þótt mála­ferlin hefðu aldrei átt að eiga sér stað.

Árið 2019 tóku háskóla­yf­ir­völd METU þá ákvörðun að gleði­gangan mætti ekki fara fram á háskóla­lóð­inni. Meðlimir hinsegin samtaka háskólans skipu­lögðu þá frið­sama mótmæla­að­gerð. Háskóla­yf­ir­völd brugðust við með því að kalla á lögreglu sem beitti óhóf­legu valdi og handtók mótmæl­endur, þar á meðal Melike og Özgur sem voru áber­andi í starfi hinsegin samtaka háskólans. Í kjöl­farið voru 18 nemendur og einn kennari ákærðir og áttu yfir höfði sér þriggja ára fang­elsi þar til hópurinn var sýkn­aður.

„Fyrir rúmum tveimur árum mætti lögreglan með piparúða, harðar plast­kúlur og táragas á frið­sama gleði­göngu í Ankara þar sem mótmæl­endum var smalað saman og þeir dregnir fyrir rétt. Úrskurð­urinn í dag er sigur fyrir rétt­læti en þessi löngu mála­ferli hefðu aldrei átt að eiga sér stað. Í dag gefum okkur tíma til að fagna en á morgun höldum við áfram barátt­unni fyrir mann­rétt­indum sem eiga undir högg að sækja í Tyrklandi,“

Massimo Moratti, fram­kvæmda­stjóri yfir Evrópu­deild Amnesty eftir dóms­úrskurðinn þann 8. október 2021.

Þitt nafn bjargar lífi 2021 fer að hefjast. Í ár verða vakin athygli á tíu málum líkt og áður, meðal annars verður beint sjónum að meðlimum hinsegin samtaka í Úkraínu sem hafa orðið fyrir aðkasti þar landi. Að auki eru níu einstak­lingsmál og má þar nefna konu í Kína sem er í fang­elsi fyrir fréttaum­fjöllun um kórónu­veiruna og lögfræðing sem situr í fang­elsi fyrir mann­rétt­inda­störf í Egyptalandi.

Fylgstu og með og taktu þátt. Þinn stuðn­ingur skiptir máli!

Fleiri góðar fréttir úr Þitt nafn bjargar lífi 2020.

 

 

Lestu einnig