Góðar fréttir

25. mars 2022

Þitt nafn bjargar lífi: Umhverf­is­vernd­arsinninn Bern­ardo laus úr haldi

Enn og aftur hefur þitt nafn bjargað lífi. Mál samviskufangans Bern­ardo Caal Xol var hluti af árlegu herferð okkar, Þitt nafn bjargar lífi, árið 2021. Bern­ando varð frjáls á þann 24. mars eftir fjögur ár í fang­elsi. Lögfræð­ingur hans sagði dómari hefði fyrir­skipað lausn hans vegna góðrar hegð­unar.  

Bern­ardo var fang­els­aður í janúar 2018 vegna baráttu sinnar fyrir rétt­indum Maya-frum­byggja­sam­fé­lagsins Q’eqchisem hann tilheyrir. Samfé­lagið stóð frammi fyrir því missa lífs­við­ur­væri sitt vegna vatns­afls­virkjana. Bern­ardo krafðist þess hætt yrði við vatns­afls­virkj­anirnar á þeim forsendum ekki hefði verið haft samráð við frum­byggja sem búa á svæðinu, eins og krafist er í alþjóða­lögum. Í nóvember 2018 var hann dæmdur í sjö ára og fjög­urra mánaða fang­elsi fyrir gróft rán og ólög­legar tálm­anir. 

Þ eru frábærar fréttir fyrir Bern­ardo, fjöl­skyldu hans og Maya-frum­byggjasamfé­lagið Q’eqchi hann frjáls úr fang­elsi og nái sameinast ástvinum sínum á eftir fjögur ár sem samviskufangi. Samt sem áður er Bern­ardo enn dæmdur sekur fyrir glæp sem hann framdi ekki. Yfir­völd í Gvatemala halda því áfram refsa honum fyrir mann­rétt­indaog umhverfisbaráttu sína“.

Erika Guevara-Rosas, fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal í Ameríku. 

Amnesty Internati­onal fór vand­lega yfir mál Bern­ardo Caal Xol og fann engin sönn­un­ar­gögn um glæpinn sem hann var sakaður um. Mála­ferli yfir honum svipar til annarra mála sem samtökin hafa skoðað gegn öðru baráttu­fólki fyrir mann­rétt­indum í Gvatemala sem einnig hefur verið sakað um glæp að ósekju. Gvatemala er eitt hættu­leg­asta landið fyrir fólk sem berst fyrir umhverf­is­vernd en árið 2020 voru þrettán einstak­lingar úr þeim hópi myrtir fyrir baráttu sína.  

Amnesty skil­greindi Bern­ardo sem samviskufanga í júlí 2020. Um hálf milljón einstak­linga um heim allan kallaði eftir lausn hans í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi 2021. Á Íslandi sýndu 6.597 einstak­lingar stuðning sinn í verki fyrir máli hans með undir­skrift sinni.

Við þökkum öllum þeim sem lögðu málinu lið, í krafti fjöldans hefur hver undir­skrift áhrif.  

 

 

Lestu einnig