Baráttumaður í fangelsi

Fangelsaður fyrir að vernda landsvæði frumbyggja

Bern­ardo Caal Xol tilheyrir samfé­lagi Q’eqchi’ sem eru Maya-frum­byggjar í Gvatemala. Í störfum sínum sem kennari og verka­lýðs­leið­togi hefur Bern­ardo kapp­kostað að efla og styrkja samfélag sitt.

Hann hefur einnig gert allt sem í hans valdi stendur til að vernda með frið­sam­legum hætti land­svæði Maya-frum­byggja og nátt­úru­legar auðlindir. Þegar fyrir­tæki var veitt leyfi stjórn­valda til að reisa tvær vatns­afls­virkj­anir við ána Cahabón, sem er heilög í augum Maya-frum­byggja, ákváðu Bern­ardo og hans fólk að mótmæla.

Uppbygging vatns­afls­virkj­an­anna hafði þegar eyðilagt skóginn þeirra og nú stóðu Maya-frum­byggjar frammi fyrir því að missa vatnið sem var lífs­við­ur­væri þeirra. Bern­ardo krafðist þess að hætt yrði við fram­kvæmdir við vatns­afls­virkj­an­irnar á þeim forsendum að ekki hefði verið haft samráð við frum­byggja sem búa á svæðinu, eins og krafist er í alþjóða­lögum. Aðgerð­irnar hugn­uðust hvorki fyrir­tækinu né stjórn­málaelítu landsins.

Eftir mótmælin dundi á rógs­her­ferð gegn Bern­ardo þar sem hann var endur­tekið borinn tilhæfu­lausum ásök­unum. Árið 2018 var hann dæmdur í átta ára fang­elsi þrátt fyrir skort á sönn­un­ar­gögnum.

„Af hverju er ég í fang­elsi?“ spyr Bern­ardo. „Fyrir að fordæma það sem þeir eru að gera við árnar okkar, fyrir að vernda það litla sem eftir er?“

Krefðu stjórn­völd í Gvatemala um að leysa Bern­ardo tafar­laust úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar á verðmiða í stórmarkaði um innrás Rússlands í Úkraínu. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttaíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beitingu táragassprengju á mótmælum. Hún ætlaði að loka glugga á heimili sínu þegar táragassprengja hæfði hana í andlitið. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.