Loftlagsbreytingar

Það er auðvelt að taka jörð­inni sem sjálf­sagðri þar til við sjáum áhrif lofts­lags­breyt­inga á líf fjölda fólks: hung­urs­neyð, fólks­flutn­ingar, atvinnu­leysi, sjúk­dómar og dauði.

Mann­rétt­indi eru nátengd lofts­lags­breyt­ingum þar sem þær hafa ekki einungis áhrif á umhverfið heldur einnig velferð okkar. Vandinn mun aðeins stækka og versna.

Fyrir núver­andi og fram­tíð­arkyn­slóðir blasir við gífurleg eyði­legging. Því má segja að skortur á viðbrögðum stjórn­valda við lofts­lags­vánni í ljósi yfir­gnæf­andi vísinda­legra gagna sé eitt af stærstu mann­rétt­inda­brotum sögunnar gegn núver­andi og komandi kynslóðum.

Mannréttindi á tímum loftlagsbreytinga

Loftslagsbreytingar ógna lífi og öryggi milljarða jarðarbúa.

Augljós dæmi eru dauðs­föll sem tengjast öfgum í veður­fari, eins og stór­stormum, flóðum og gróð­ureldum. En aðrar ógnir eru ekki eins sjáan­legar.

Réttur til lífs, frelsis og öryggis er réttur okkar allra. En Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin áætlar að lofts­lags­breyt­ingar muni valda 250.000 dauðs­föllum á ári á tíma­bilinu 2030 til 2050 vegna sjúk­dóma, vannær­ingar og ofhitn­unar.

Réttur til heilsu felur í sér að við höfum öll rétt á að njóta bestu mögu­legu líkam­legrar og andlegrar heilsu. Lofts­lags­breyt­ingar auka hættu á nátt­úru­ham­förum. Fólk, og þá sérstak­lega börn, sem upplifa nátt­úru­ham­farir geta í kjöl­farið þjáðst af áfall­a­streituröskun.

Samkvæmt milli­ríkja­nefnd um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) hjá Sameinuðu þjóð­unum eru helstu heilsu­áhrif lofts­lags­breyt­inga aukin hætta á líkams­tjóni, sjúk­dómum og dauðs­föllum vegna mikilla hita­bylgja og elda og aukin hætta á vannær­ingu vegna minnk­andi fæðu­fram­leiðslu á fátækari svæðum heims.

Réttur til vatns og hrein­lætis er mikil­vægur til að njóta heilsu. Bráðnun jökla og íss, minnk­andi regn­magn, hækk­andi hita­stig og sjáv­armál vegna lofts­lags­breyt­inga eru meðal þátta sem hafa áhrif á gæði og magn vatns­birgða jarðar.

Nú þegar hafa um 785 millj­ónir einstak­linga um heim allan ekki aðgang að öruggu vatni eða hrein­læti. Lofts­lag­breyt­ingar munu aðeins auka enn frekar á þennan vanda.

Réttur til viðun­andi lífs­kjara fyrir okkur og fjöl­skyldu okkar felur í sér réttinn til viðun­andi húsnæðis.

Veðurtengdar hamfarir sem tengjast lofts­lags­breyt­ingum valda nú þegar flóðum og gróð­ureldum sem hrekja fólk frá heim­ilum sínum vegna eyði­legg­ingar.

Þurrkar geta einnig valdið umtals­verðum óhag­stæðum breyt­ingum á umhverfi og hækk­andi sjáv­armál ógnar heim­ilum milljóna fólks um heim allan sem búa á láglendum svæðum.

Kjarni vandans

Lofts­lags­breyt­ingar munu valda okkur öllum skaða ef stjórn­völd um heim allan grípa ekki til aðgerða.

Sveiflur á meðal­hita hafa ávallt átt sér stað á jörð­inni. Núver­andi hækkun hita­stigs er þó mun hraðari en nokkurn tímann áður. Aukinn styrkur gróð­ur­húsaloft­teg­unda í andrúms­loftinu er af manna­völdum. Þessi aukning veldur hækkun á meðal­hita á jörð­inni á hraða sem lifandi verur ná ekki að aðlagast.

Brennsla jarð­efna­eldsneytis, eins og kola, olíu og gasa, er ein helsta uppspretta losunar gróð­ur­húsaloft­teg­unda í öllum atvinnu­vegum. Meira en 70% losunar heims er vegna þess.

Fremstu aðilar í vísindum sem meta lofts­lags­breyt­ingar hafa gefið út aðvörun þess efnis að losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda verði að hafa náð hámarki fyrir árið 2025 í síðasta lagi og að minnka þurfi losunina um 43% fyrir árið 2030 til að hækkun meðal­hita haldist innan við 1,5°C og til að hindra gífur­legar hörm­ungar.

Sum samfélög og hópar koma líkega til með að finna meira fyrir áhrifum þeirra þá sérstak­lega jaðar­hópar og hópar sem sæta mismunun. Einna helst fólk í þróun­ar­löndum og þá sérstak­lega fólk sem býr á strand­svæðum og litlum eyja­ríkjum.

Oft eru það lönd sem bera minnstu ábyrgðina á lofts­lags­breyt­ingum sem finna mest fyrir áhrifum þeirra.

Kröfur Amnesty International

Lofts­lags­váin er áríð­andi mál og okkar hlut­verk er að vekja athygli á áhrifum lofts­lags­breyt­inga á mann­rétt­indi fólks.

Amnesty Internati­onal er í samstarfi við fjöl­marga hópa í lykillöndum til að þrýsta á stjórn­völd og fyrir­tæki sem eru að hindra fram­þróun. Við styðjum einnig við ungt fólk, frum­byggja, verka­lýðs­félög og samfélög sem finna fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­inga.

 

Þörf er á hraðari og sann­gjarnari breyt­ingum í átt að kolefn­is­hlut­lausum efna­hagi þar sem tekið er tillit til alls fólks.

Hröð orku­skipti úr jarð­efna­eldsneyti yfir í endur­nýj­an­lega orku er því nauð­synleg. Nýta þarf tækni­lausnir sem eru sann­reyndar og umhverf­i­s­vænar til að lífi fólks eða lífríki jarðar verði ekki fórnað.

Stjórn­völd verða einnig að krefja fyrir­tæki um að virða mann­rétt­indi í orku­skipt­unum.

Amnesty International kallar eftir því að stjórnvöld:

  • Leggi sig fram við að hindra að hækkun meðal­hita jarðar verði umfram 1,5°C.

  • Dragi úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda þannig að hún verði engin í síðasta lagi árið 2050. Ríkari lönd ættu að gera það enn hraðar. Árið 2030 verður losun heims að vera helm­ingur losunar árið 2010.

  • Hætti notkun og fram­leiðslu jarð­efna­eldsneytis (kol, olía og gas) eins fljótt og hægt er.

  • Gæti þess að aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum brjóti ekki á mann­rétt­indum og dragi úr ójöfnuði frekar en að auka hann.

  • Tryggi að allir einstak­lingar, sérstak­lega þeir sem finna mest fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­inga eða umskipta yfir í efnahag án jarð­efna­eldsneytis, fái allar nauð­syn­legar upplýs­ingar og geti tekið þátt í ákvarð­ana­töku um framtíð þeirra.

  • Deili ábyrgð­inni með sann­gjörnum hætti. Ríkari lönd verða að veita fjár­hags­legan og tækni­legan stuðning til fólks í þróun­ar­löndum til að styðja við endur­nýj­an­legu orku og aðlögun vegna lofts­lags­breyt­inga. Þau verða einnig að veita þeim skaða­bætur sem þjást mest vegna eyði­legg­ingar af völdum lofts­lags­breyt­inga og tryggja rétt fólks sem missir heimili sín eða á það á hættu vegna lofts­lags­breyt­inga.

  • Tryggi að aðgerðir í tengslum við lofts­lags­vána taki mið af kröfum hópa og samfé­laga sem finna mest fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­inga. Nauð­syn­legt er að taka tillit til kyns, kynþáttar, stéttar, uppruna, fötl­unar og komandi kynslóða til að tryggja lofts­lags­rétt­læti.

Tengt efni