Hvers konar upplýsingum söfnum við og hvernig?
Við byggjum afkomu okkar á frjálsum framlögum. Íslandsdeild Amnesty International safnar tilteknum persónuupplýsingum um þig ef þú ákveður að gerast Vonarljós (styrktaraðili okkar). Vonarljós okkar styrkja mánaðarlega en einnig er hægt að taka þátt í sms-aðgerðanetinu. Persónuupplýsingarnar sem við söfnum eru þá nafn, kennitala, heimilisfang og bankaupplýsingar, auk netfangs og símanúmers, ef þú samþykkir það.
Þá söfnum við einnig upplýsingum um þig ef þú tekur þátt í netákalli Amnesty International en það er aðgerðanet þar sem undirskriftum er safnað til að berjast gegn mannréttindabrotum um allan heim. Ef þú gerist netákallsfélagi söfnum við upplýsingum um nafn þitt, kennitölu, netfang og símanúmer, ef þú samþykkir það. Undirskriftalistar eru sendir á erlend stjórnvöld sem bera ábyrgð á að brotið sé á mannréttindum en einungis nafn þitt fer á undirskriftalistann. Það sama á við þegar þú svarar sms-i í sms-aðgerðanetinu okkar.
Tegundir og magn þeirra upplýsinga sem við fáum og geymum fer einnig eftir því hvernig þú notar vefsíðuna okkar. Þegar þú notar heimasíðu okkar, www.amnesty.is, hefur þú val um að leyfa eða hafna ákveðnum eða öllum flokkum fótspora eða ,,vefkaka” (e. web-cookies). Þegar flokkur sem áður var gefið leyfi fyrir er gerður óvirkur verða allar vefkökur úr þeim flokki fjarlægðar úr vafra þínum. Sumar vefkökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vefsíðan virkar ekki rétt án þeirra. Þær eru því sjálfkrafa virkar og ekki hægt að hafna þeim. Hægt er að hafna tölfræðikökum og vefkökum fyrir markaðsefni. Tölfræðikökur hjálpa okkur að bæta vefsíðuna með því að safna og greina upplýsingum um notkun hennar. Vefkökur fyrir markaðsefni eru notaðar til að fylgjast með notkun notenda á vefsíðunni í þeim tilgangi að sýna viðeigandi og áhugaverðar auglýsingar.
Til viðbótar við framangreint þá kann upplýsingum að vera aflað með óbeinum samskiptum í gegnum þriðja aðila, til dæmis þegar fjárframlög fara í gegnum heimasíðu annarra aðila. Dæmi um það er hlaupastyrkur vegna Reykjavíkurmaraþonsins.
Við söfnum persónuupplýsingum með eftirfarandi hætti:
- Þegar þú gerist mánaðarlegur eða árlegur styrktaraðili
- Þegar þú skráir þig í sms-aðgerðanetið
- Þegar þú skráir þig í netákallið
- Þegar þú tekur þátt í öðrum aðgerðum Íslandsdeildar Amnesty International
- Þegar þú sækir um starf hjá okkur eða gerist sjálfboðaliði
- Þegar þú starfar fyrir deildina sem starfsmaður eða sjálfboðaliði
- Þegar þú vafrar á vefsíðunni okkar skv. framangreindu
- Stöku sinnum í gegnum þriðja aðila (sjá hér að ofan)
ÞETta eru þær upplýsingar sem við söfnum með þínu leyfi:
- Nafn
- Aldur
- Heimilisfang
- Tölvupóstfang
- Símanúmer
- Kennitala
- Bankaupplýsingar
- Ferilupplýsingar og meðmæli sem veitt eru til að sækja um starf eða sjálfboðavinnu
- Upplýsingar um launakjör, frammistöðu, viðveru og orlof sem unnið er með til að greiða starfsfólki okkar laun
Hvernig notum við upplýsingarnar sem við öflum?
Við notum persónuupplýsingar sem safnað er í eftirfarandi tilgangi:
- Fyrir aðgerðir og undirskriftalista. Listar með undirskriftum eru sendir á yfirvöld sem bera ábyrgð á því máli sem skrifað er undir. Einungis undirskrift þín er send á viðkomandi yfirvald innan eða utan EES en með því að skrifa nafn þitt undir netákall samþykkir þú að undirskrift þín birtist á undirskriftalista auk þess sem miðlunin sem felst í því að undirskriftalistar félaga okkar eru sendar á stjórnvöld er nauðsynleg vegna framkvæmdar netákallsins. Það sama á við um sms-aðgerðanetið.
- Í stöku tilfellum deilum við persónuupplýsingum um félaga okkar með öðrum deildum Amnesty International innan og utan EES en það á annars vegar við um undirskriftalista og hins vegar um sjálfboðaliða eða starfsfólk sem ferðast til annarra landa fyrir okkar hönd. Þegar um undirskriftalista er að ræða eru listar af undirskriftum sendir á viðkomandi deild sem hefur yfirumsjón með málinu. Undirskriftalistum frá Íslandsdeild er þá bætt við undirskriftalista sem safnað hefur verið í öðrum löndum og þeir sendir á stjórnvöld.
- Til að upplýsa aðrar deildir Amnesty International, innan og utan EES, um hvert starfsfólk okkar sé og hvaða stöðu það gegnir
- Til að ganga frá greiðslum styrktarfélaga
- Til að leyfa þér að fylgjast með herferðum okkar og starfsemi
- Til að biðja þig um að taka þátt í herferðum okkar eða styrkja okkur
- Til að útbúa úthringilista
- Til að bregðast við áhuga á þátttöku í starfi samtakanna
- Til að halda utan um skráningar atvinnuumsókna og sjálfboðaliða
- Í einstaka tilfellum deilum við gögnum þínum með þriðja aðila (frekari upplýsingar hér fyrir neðan)
- Til að betrumbæta vefsíðuna okkar
- Til að uppfylla lagalegar skyldur okkar, eins og að greiða út laun og færa bókhald
- Til að halda utan um félagatöl
- Til að halda aðalfundi og aðra félagafundi
Lagagrundvöllur vinnslunnar
Lög um vernd persónuupplýsinga fela í sér að vinnsla okkar á persónuupplýsingum er aðeins leyfileg ef a.m.k. eitt af eftirfarandi atriðum á við:
- Samþykki: Ef þú hefur gefið samþykki þitt fyrir vinnslu á persónuupplýsingum þínum í þágu tiltekinna markmiða.
- Samningur: Vinnsla á persónuupplýsingum þínum er nauðsynleg vegna framkvæmdar samnings sem þú gerir við okkur eða til að gera ráðstafanir að beiðni þinni áður en samningur er gerður.
- Lagaskylda: Vinnsla er nauðsynleg til að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á Íslandsdeild Amnesty International.
- Hagsmunir þínir eða annara: Ef vinnslan er nauðsynleg til að vernda brýna hagsmuni þína eða annarra.
- Lögmætir hagsmunir: Ef vinnslan er nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna sem Íslandsdeild Amnesty International eða þriðji aðili gætir nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt, sem krefst verndar persónuupplýsinga, vegi þyngra, einkum ef þú ert barn.
- Viðkvæmar persónuupplýsingar: Þegar unnið er með slíkar upplýsingar, sem í okkar tilviki eru einkum upplýsingar um aðild félaga okkar að samtökunum að svo miklu leyti sem slíkar upplýsingar verða taldar til upplýsinga um lífssskoðanir, stéttarfélagsupplýsingar og veikindafjarvistarupplýsingar starfsmanna og sjálfboðaliða, er nauðsynlegt að fyrir liggi sérstök heimild til vinnslunnar til viðbótar hinum framangreindu, svo sem afdráttarlaust samþykki eða nauðsyn vegna vinnulöggjafar eða löggjafar um almannatryggingar.
Vefsíður þriðja aðila
Á vefsíðu okkar má stundum finna tengla á vefsíður þriðja aðila eða forrita. Þessi persónuverndarstefna gildir ekki um slíkar síður eða forrit.
Miðlun persónuupplýsinganna þinna
- Miðlun upplýsinga til annarra Amnesty International deilda: Í einstaka tilfellum deilum við persónuupplýsingum þínum með öðrum deildum Amnesty International, eins og að framan greinir.
- Fyrirkomulag á hýsingu og vinnslu: Vefsíður okkar eru hýstar með þjónustuveitu þriðja aðila og því geta persónuupplýsingar sem þú skráir eða sendir inn verið meðhöndlaðar í þeirri þjónustuveitu, bæði innan og utan EES
- Við njótum einnig aðstoðar þriðja aðila til að vinna úr persónuupplýsingum þínum. Þ.á.m. til að bregðast við áhuga á starfsemi Amnesty International á netinu, eða til að grípa til aðgerða, miðla upplýsingum, meðhöndla netgreiðslur eða til að vinna úr upplýsingum sem tengjast umsókn um starf, sjálfboðavinnu og öðrum ráðningarferlum.
Varðveislutími upplýsinga
Við geymum aðeins persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er og í ljósi þess tilgangs sem lýst er hér að ofan. Við fjarlægjum persónulegar upplýsingar úr kerfum okkar þegar ekki er nauðsyn á þeim lengur og ýmist eyðum þeim eða gerum þær ópersónugreinanlegar.
Tímalengd á geymslu mismunandi persónuupplýsinga fer eftir hve lengi við þurfum á þeim að halda, ástæðunni fyrir því að upplýsinganna var aflað, í samræmi við lög og .
Aðgengi að og réttur þinn til þinna persónuupplýsinga
Persónuupplýsingarnar sem við höfum um þig eru þínar. Eftirfarandi atriði fela í sér rétt þinn á upplýsingum um þig, sjá nánar 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 (hér, pvl.):
- Að vita hvernig upplýsingarnar þínar eru notaðar.
- Að fá aðgang að upplýsingunum.
- Að leiðrétta upplýsingar sem eru rangar.
- Að biðja okkur um að eyða upplýsingum um þig.
- Að takmarka vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum.
- Að mótmæla því að upplýsingar um þig séu geymdar .
- Að færa eða flytja til upplýsingarnar þínar.
Einstaklingar undir 18 ára aldri
Ef þú ert yngri en 18 ára skalt þú gæta þess að fá leyfi hjá foreldri/forráðamanni áður en þú gefur upp persónulegar upplýsingar á vefsíðu okkar.
Breytingar á stefnunni
Persónuverndarstefna þessi var síðast uppfærð í maí 2018. Íslandsdeild Amnesty International áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á þessari síðu. Breytingar taka gildi frá þeim degi sem þær eru birtar á vefsíðunni. Vegna þessa hvetjum við alla til að skoða stefnuna reglulega.
Hafðu samband
Endilega hafðu samband ef einhverjar spurningar vakna varðandi réttindi þín eða ef þú vilt nýta rétt þinn á þann hátt sem að framan greinir.
Netfang: amnesty@amnesty.is
Sími: 511-7900
Kvartanir
Ef þú vilt leggja fram kvörtun um meðhöndlun persónuupplýsinga þinna skaltu hafa samband við okkur og skýra greinanlega frá umkvörtunarefni þínu. Við munum bregðast við kvörtun þinni eins fljótt og unnt er.
Ef þú ert ósátt/ur með vinnslu okkar á persónuupplýsingum hefur þú rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd, sbr. 2. mgr. 39. gr. pvl.
Netfang: www.personuvernd.is
Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík, Ísland
Höfundaréttur
Athugið að allt efni á síðunni er höfundavarið og beiðnir um að afrita efni skal senda á amnesty@amnesty.is.