Kaupskil­málar

Vöru­skil­málar

  • Vörur og/eða gjafa­bréf skal stað­greiða.
  • Verð vöru er í íslenskum krónum og getur breyst án fyri­vara.
  • Virð­is­auka­skattur er alltaf innifalinn í verði vöru.
  • Hægt er að greiða með greiðslu­kortum og Aur appinu.
  • Greiðslan fer fram á öruggu svæði Teya.
  • Skil­málinn, sem stað­festur er með stað­fest­ingu á kaupum, er grunn­urinn að viðskipt­unum.
  • Um neyt­enda­kaup þessi er fjallað um í lögum um neyt­enda­kaup, lögum um samn­ings­gerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjón­ustu, lögræð­islög og lögum um persónu­vernd og meðferð persónu­upp­lýs­inga.
  • Öllum óskemmdum og ónot­uðum vörum í uppruna­legum pakkn­ingum má skila innan 30 daga frá kaupum gegn greiðslu­kvittun. Gölluð vara er bætt með nýrri vöru.

Ábyrgð

Ábyrgð selj­anda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neyt­enda­kaup. Ábyrgð á galla á vöru er 30 dagar frá því að kaup­andi fékk vöru afhenta. Einstakar vörur eða vörumerki hafa lengri ábyrgð­ar­tíma. Er slíkt tekið fram í hverju tilfelli fyrir sig.
Ábyrgð er ekki stað­fest nema pönt­un­ar­stað­fest­ingu og kvittun fyrir kaupum sé fram­vísað.
Neyt­andi greiðir send­ing­ar­kostnað við vöru­skil.


Afhend­ing­ar­skil­málar

  • Selj­andi leitast við að afhenda vöru innan 1-5 virka daga frá því að pöntun er móttekin og greitt hefur verið fyrir vöruna.
  • Kaup­andi skal við móttöku vöru athuga án tafar og innan eðli­legra tíma­marka hvort varan sé ógölluð, í samræmi við pönt­un­ar­stað­fest­ingu og vöru­lýs­ingu. Kaup­andi ber ábyrð ef varan skemmist í flutn­ingi.
  • Eðli­legur afhend­ing­ar­tími viðskipta­vinar telst vera 10 dagar.
  • Vörur eru annað­hvort sóttar á skrif­stofu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal á Þing­holts­stræti 27, 101 Reykjavík eða sendar í pósti til neyt­anda en í þeim tilfellum bætist við send­ing­ar­kostn­aður.
  • Flutn­ings­aðili er Ísland­s­póstur.

Mánað­ar­legur styrkur og uppsögn

Mánað­ar­legur styrkur greiðist fyrsta hvers mánaðar þar til samn­ingi er sagt upp.
Uppsögn sendist á amnesty@amnesty.is


STAKUR STYRKUR

Með því að veita stakan styrk samþykkir þú að styðja við mann­rétt­inda­bar­áttu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal. Einnig veitir þú deild­inni leyfi til að hafa samband við þig. Þú getur hvenær sem er óskað eftir að hætt verði að hafa samband við þig eða að upplýs­ingum um þig verði eytt. Hafðu samband á amnesty@amnesty.is


Sms-aðgerðanetið og uppsögn

Hvert sms kostar 299 kr. og þrjú sms eru send út í mánuði. Það kostar því samtals 897 kr. á mánuði.
Hægt er að skrá sig úr sms-aðgerðanetinu með því að senda AFSKRA Í 1900 eða í gegnum amnesty@amnesty.is 


Trún­aður

Selj­andi heitir kaup­anda fullum trúnaði um allar þær upplýs­ingar sem kaup­andi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýs­ingar frá kaup­anda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kring­um­stæðum.


Varn­ar­þing

Þessi samn­ingur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðs­dómi Reykja­víkur.