Fréttir

16. júlí 2018

Amnesty Internati­onal samþykkir tillögur um afstöðu til þung­un­ar­rofs og vímu­efna­mála

Amnesty Internati­onal hefur samþykkt nýjar tillögur til að takast á við skelfileg mann­rétt­inda­brot vegna nálg­unar af hálfu ríkja sem glæpa­væða og takmarka þung­un­arrof og refsa vímu­efna­neyt­endum. Full­trúar frá deildum samtak­anna víða að úr heim­inum komu saman á Heims­þingi Amnesty Internati­onal í Varsjá í Póllandi dagana 6.-8. júlí þar sem samþykktar voru tillögur um afstöðu Amnesty Internati­onal er snýr að öruggu og löglegu þung­un­ar­rofi og því hvernig ríki hafa stjórn á fram­leiðslu, sölu og neyslu á vímu­efnum.

„Við viljum vera viss um að við séum vel undir það búin að berjast fyrir mann­rétt­indum þeirra milljóna sem hafa orðið fyrir barðinu á stjórn­völdum sem glæpa­væða eða takmarka þung­un­arrof og banna vímu­efni. Bæði málin krefjast mann­úð­legrar nálg­unar stjórn­valda til að vernda rétt­indi þeirra sem eru viðkvæm­astir,“

Tawanda Mutasah, yfir­maður laga- og stefnu­mörk­un­ar­deildar Amnesty Internati­onal.

Aðgengi að þung­un­ar­rofi

Full­trúar greiddu atkvæði til stuðn­ings uppfærðrar afstöðu samtak­anna um þung­un­arrof. Ekki er lengur einungis kallað eftir því að stjórn­völd afglæpa­væði þung­un­arrof heldur einnig að þau tryggi löglegar og öruggar leiðir þar sem tekið er fullt tillit til rétt­inda kvenna, stúlkna og fólks sem getur orðið barns­haf­andi. Nýja tillagan mun koma í stað fyrri afstöðu um þung­un­arrof frá árinu 2007 þar sem kallað var eftir afglæpa­væð­ingu þung­un­ar­rofs og aðgengi að þung­un­ar­rofi í sértækum tilfellum. Óöruggt þung­un­arrof er enn þá ein algeng­asta orsök mæðra­dauða í heim­inum og áætlað er að heild­ar­fjöldi óöruggra þung­un­ar­rofa í heim­inum sé um 25 millj­ónir á ári hverju.

Nálgun í vímu­efna­málum

Full­trúar greiddu að auki atkvæði með fyrstu afstöðu samtak­anna um nálgun í vímu­efna­málum sem beinist að því hvernig stjórn­völd þurfi að takast á við krefj­andi vanda vímu­efna út frá mann­rétt­inda­sjón­ar­miðum. Tillagan kallar eftir því að horfið verði frá glæpa­væð­ingu og tekin verði upp nálgun þar sem þunga­miðjan er að vernda heilsu og rétt­indi fólks. Amnesty Internati­onal hefur nú þegar fram­kvæmt rann­sóknir í nokkrum löndum sem hafa orðið illa fyrir barðinu á vímu­efna­banni, þar á meðal í Bras­ilíu, á Filipps­eyjum og í Banda­ríkj­unum þar sem fórn­ar­kostn­aður mann­rétt­inda er gífur­legur vegna núver­andi stefnu í vímu­efna­málum.

Ný stefna

Atkvæða­greiðsla um helstu lykil­at­riðin fór fram á Heims­þingi Amnesty Internati­onal en verð­andi stefna samtak­anna mun síðan byggja á þeim. Heims­þingið er haldið árlega og er tæki­færi fyrir full­trúa Amnesty Internati­onal um heim allan að hittast og taka þátt í lýðræð­is­legum kosn­ingum um
stefnu­mótun hreyf­ing­ar­innar. Amnesty Internati­onal mun þróa ítar­legar stefnur er lúta að þung­un­ar­rofi og vímu­efnum sem hafðar verða að leið­ar­ljósi í herferðum og starfi samtak­anna. Haft verður samráð við aðila jafnt innan sem utan Amnesty Internati­onal um sértæk atriði í þessum stefnu­málum.

Lestu einnig