Fréttir

27. ágúst 2019

Bras­ilía: Aðgerða­leysi stjórn­valda ýtir undir skógar­elda í Amazon

Eldar hafa geisað víða í Amazon-regn­skóg­inum undan­farnar vikur sem hafa áhrif á líf fjölda fólks. Kumi Naidoo, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal, telur mikil­vægt að frum­byggjum á svæðinu sé sýnd samstaða og hann skorar á stjórn­völd að grípa til aðgerða.

„Ábyrgðin á að stöðva eldana í Amazon-skóg­inum hvílir núna alfarið á herðum Bolsonaro forseta Bras­ilíu og ríkis­stjórn hans. Það verður að breyta þessari hörmu­legu stefnu stjórn­valda sem ýtir undir eyði­legg­ingu regn­skóg­anna og hefur leitt til núver­andi neyð­ar­ástands,“ segir

Kumi Naidoo, aðal­fram­kvæmda­tjóri Amnesty Internati­onal 

Fyrr á þessu ári skráði Amnesty Internati­onal ólög­legar innrásir á land­svæði og íkveikjur nálægt frum­byggja­svæðum í Amazon-skóg­inum, þar á meðal í Rondônia, svæði þar sem geisa nú miklir eldar. Skógareyðing hefur tvöfaldast á svæð­unum sem Amnesty Internati­onal heim­sótti í saman­burði við sama árstíma í fyrra en því má um kenna að árás­ar­að­ilar koma og fella tré, kveikja skógar­elda og ráðast á frum­byggja­sam­félög sem þar búa. Þrátt fyrir það hefur Bolsonaro forseti leitast eftir því að draga úr verndun regn­skóg­anna og grafa undan rétt­indum milljón frum­byggja á svæðinu.

„Á sama tíma og borgin São Paulo, sem er í þúsundum kíló­metra fjar­lægð frá Amazon-skóg­inum, hefur verið umlukin myrkri vegna reykjar­mökks hefur forsetinn dreift rógburði um að frjáls samtök hafi komið eldunum af stað. Í stað þess að breiða út svívirði­legar lygar eða þræta fyrir umfang skógareyð­ing­ar­innar sem á sér stað þá köllum við eftir því að forsetinn grípi til aðgerða án tafar til að stöðva útbreiðslu eldanna.“

“Það er nauð­syn­legt til að vernda rétt fólks til heil­brigðs umhverfis ásamt rétti til heilsu í ljósi áhrifa á loft­gæði á stóru land­svæði í Bras­ilíu og nærliggj­andi löndum.“

Kumi Naidoo, aðal­fram­kvæmda­tjóri Amnesty Internati­onal 

Það sem einstak­lingar um heim allan geta gert til að vernda Amazon-skóginn er að leggja sitt að mörkum í að krefjast verndar á mann­rétt­indum frum­byggja til að koma í veg fyrir frekari skógareyð­ingu.

„Við þurfum að sýna samstöðu með frum­byggja­sam­fé­lögum og leið­togum þess í Bras­ilíu, Ekvador og víðar. Fyrir frum­byggja er Amazon-skóg­urinn ekki bara lungu heimsins heldur heimili þeirra.“

Kumi Naidoo, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal

Lestu einnig