SMS

7. október 2020

Frakk­land: Leyfið frið­samleg mótmæli

Síðan árið 2018 hafa millj­ónir manna mótmælt á götum Frakk­lands. Fólk hefur mótmælt stefnu ríkis­stjórn­ar­innar sem er sögð ýta undir félags­legan og hagfræði­legan ójöfnuð, aðgerða­leysi stjórn­valda við lofts­lags­breyt­ingum og umbótum á eftir­launa­kerfinu. Stjórn­völd hafa brugðist við með valdi gegn mótmæl­endum.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

 

Þátt­taka í mótmælum í Frakklandi í dag felur í sér mikla hættu á að slasast alvar­lega af völdum gúmmíkúla eða notkun annarra vopna sem lögregla notast við. Þúsundir frið­samra mótmæl­enda hafa verið sekt­aðir, hand­teknir og sóttir til saka. Þetta eru brot á mann­rétt­indum þeirra.

Undan­farin ár hafa mótmæli verið bönnuð og þeir sem gagn­rýna stjórn­völd ofsóttir. Almennir borg­arar í Frakklandi eru því farnir að óttast lögreglu og taka síður þátt í mótmælum.

 

Þátt­taka í mótmælum hefur verið hluti af menn­ingu Frakka í margar aldir. Macron, Frakk­lands­for­seti, einsetti sér að vernda fund­ar­frelsi árið 2017, hins­vegar hafa þessi rétt­indi aldrei fyrr verið í eins mikilli hættu og nú.

SMS-félagar krefjast þess að frönsk stjórn­völd verndi funda– og tján­ing­ar­frelsið.

Lestu nánar um stöðu tján­ing­ar­frels­isins í Frakklandi hér

Lestu einnig