Skýrslur
20. febrúar 2020Samkvæmt ársskýrslu Amnesty International um ástand mannréttinda í Miðausturlöndum (Norður-Afríka þar meðtalin) beittu stjórnvöld á svæðinu sér af hörku gegn mótmælendum sem kölluðu eftir réttlæti og pólitískum umbótum á árinu 2019.
Í skýrslunni er greint frá því hvernig stjórnvöld beittu sér gegn mótmælendum í stað þess að hlusta á kröfur þeirra. Kúgunin beindist bæði að friðsömum gagnrýnendum á götum úti og á netinu.
Helstu atriði úr skýrslunni:
Mótmæli
Mótmælin í Miðausturlöndum fylgdu í takt við mótmæli um heim allan þar sem fólk hélt út á götur til að krefjast réttinda sinna, allt frá Hong Kong til Chile:
„Árið 2019 var ár mótspyrnu í Miðausturlöndum. Þetta var einnig ár sem sýndi að vonin lifir enn. Þrátt fyrir blóðugar afleiðingar uppreisna í Sýrlandi, Jemen og Líbíu árið 2011 og versnandi mannréttindaástands í Egyptalandi hefur trú fólksins á samstöðu sem afli til breytinga verið endurvakin.“
Heba Moayef, framkvæmdastjóri Amnesty International í Miðausturlöndum og Norður-Afríku
Aðför gegn mótmælendum á götum úti
Stjórnvöld í Miðausturlöndum beittu margvíslegum aðferðum til að brjóta á bak aftur mótmæli almennings. Þúsundir mótmælenda voru handteknir að geðþótta og sums staðar var harkalegum og jafnvel banvænum aðgerðum beitt.
Kúgun gegn andófi á netinu
Stjórnvöld réðust ekki aðeins gegn mótmælendum á götum úti heldur einnig fólki sem nýtti tjáningarfrelsi sitt á netinu. Fjölmiðlafólk, bloggarar og aðgerðasinnar sem skrifuðu færslur eða settu myndbönd á samfélagsmiðla sem voru álitin gagnrýnin á stjórnvöld voru handtekin, yfirheyrð og sættu málsóknum. Samkvæmt tölum Amnesty International voru 136 einstaklingar í 12 löndum handteknir fyrir friðsama tjáningu á netinu. Stjórnvöld misnotuðu einnig vald sitt til að hindra aðgang fólks l að upplýsingum eða deilingu þeirra.
Nokkur ríki beittu einnig háþróaðri tækni í eftirliti á netinu gegn baráttufólki fyrir mannréttindum. Rannsókn Amnesty International beindi athygli að tveimur mannréttindasinnum frá Marokkó sem voru skotmark njósnahugbúnaðar, þróaður af ísraelska fyrirtækinu NSO Group. Sama hugbúnaði hafði áður verið beitt gegn aðgerðasinnum í Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum auk starfsmanns Amnesty International.
Amnesty International skráði 367 mannréttindasinna sem voru settir í varðhald (þar af voru 240 handteknir að geðþótta eingöngu í Íran) og 118 voru sóttir til saka árið 2019. Talan er þó að öllum líkindum hærri.
„Það að stjórnvöld í Miðausturlöndum sýna ekkert umburðarlyndi gagnvart friðsamri tjáningu á netinu lætur í ljós ótta þeirra við mátt hugmynda sem stangast á við þeirra. Stjórnvöld verða að leysa alla samviskufanga úr haldi án tafar og skilyrðislaust og hætta að áreita friðsama gagnrýnendur og mannréttindasinna.“
Philip Luther, yfirmaður rannsóknar-og aðgerðadeildar Miðausturlanda og Norður-Afríku hjá Amnesty International.
Vonarglæta
Þrátt fyrir að refsileysi sé útbreitt í Miðausturlöndum náðist sögulegur árangur í að sækja ábyrgðaraðila til saka. .
Réttindi kvenna eiga enn á brattann að sækja á svæðinu og herjað hefur verið á baráttukonur, sérstaklega í Íran og Sádi-Arabíu. Þó áttu einhverjar umbætur sér stað:
Nokkur Persaflóaríki tilkynntu umbætur til verndar farandverkafólki:
Farandverkafólk verður þó enn fyrir misbeitingu á svæðinu.
„Stjórnvöld í Miðausturlöndum þurfa að læra að þau geta ekki bælt niður kröfur fólks um félagsleg-, efnahagsleg og stjórnmálaleg grunnréttindi með því að kúga mótmælendur og fangelsa friðsama gagnrýnendur og baráttufólk fyrir mannréttindum. Í stað þess að brjóta á mannréttindum til að halda völdum verða stjórnvöld að tryggja pólitísk réttindi fólks svo það geti tjáð kröfur sínar og veitt ríkisstjórnum aðhald,“
Heba Moayef, framkvæmdastjóri Amnesty International í Miðausturlöndum og Norður-Afríku.
ÁRSSKÝRSLUNA MÁ LESA HÉR Í HEILD SINNI
Frétt um árskýrslu Amnesty International um ástand mannréttindamála í Asíu árið 2019
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu