Fréttir

1. mars 2019

Opið fyrir umsóknir á Nordic Youth Conf­erence 2019

Ert þú á aldr­inum 16-24 ára og hefur áhuga á að leggja mann­rétt­inda­bar­átt­unni lið?

Í júlí ár hvert koma saman full­trúar ungl­iða­hreyf­inga Amnesty Internati­onal á Norð­ur­lönd­unum sem brenna fyrir mann­rétt­indi og betri heimi. Um 50 ungmenni frá Svíþjóð, Noregi, Íslandi, Danmörku, Finn­landi og Færeyjum verja einni viku saman í að fræðast, deila reynslu og stofna til aðgerða með málefni ráðstefn­unnar hverju sinni að leið­ar­ljósi. Þetta er án efa hápunktur ungl­ið­a­starfsins ár hvert og frábært tæki­færi til að kynnast starfi Amnesty, nýju fólki og sækja innblástur fyrir mann­rétt­inda­bar­átt­unni.

Ráðstefnan í ár fer fram dagana 29. júlí – 2. ágúst og verður haldin í Tollare skammt fyrir utan Stokk­hólm í Svíþjóð. Stað­setn­ingin er frábær. Þar er vatn til að synda í, fallegt grænt svæði þar sem hægt er að njóta útiveru og slaka á.

Þema Nordic Youth Conf­erence 2019 tekur mið af vænt­an­legri skýrslu Amnesty Internati­onal og herferð samtak­anna varð­andi lög um upplýst samþykki við skil­grein­ingu kynferð­is­brota í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finn­landi. Á ráðstefn­unni verður fjallað um hvernig löggjöfin er í hverju landi fyrir sig, hvernig við getum þrýst á stjórn­völd að gera laga­breyt­ingar og hvernig þátt­taka ungra aðgerða­sinna getur haft áhrif.

Umsóknir skal senda á netfangið hera@amnesty.is

Umsókn­ar­frest­urinn er runninn út

Gagn­legar upplýs­ingar:

  • Þátt­tak­endur eru á aldr­inum 16 – 24 ára.
  • Þátt­tak­endur sem eru yngri en 18 ára þurfa samþykki foreldra.
  • Þátt­töku­gjald er 15.000 kr.
  • Innifalið er flug, gisting og matur.
  • Þátt­tak­endur þurfa að hafa sínar eigin ferða­trygg­ingar.
  • Á ráðstefn­unni er töluð enska.
  • Umsóknir skal senda á netfangið hera@amnesty.is.
  • Tíu ungmenni frá Íslandi taka þátt.
  • Ráðstefnan verður haldin 29. júlí – 2. ágúst. Ath! ferða­dagar gætu bæst við.
  • Umsókn­ar­frestur er til 1. maí 2019.

„Ótrúleg og gefandi upplifun sem styrkir mann í baráttu fyrir mann­rétt­indum og í daglegu lífi.“

– Þórkatla Haralds­dóttir, ungl­ið­hreyf­ingin á Norð­ur­landi og þátt­tak­andi á NYC 2018

„Ferð sem fyllir mann af innblæstri og hugmyndum ásamt því að vera full­kominn vett­vangur til að eignast góða vini“

– Sigrún Alúa, ungl­iða­hreyf­ingin á höfuð­borg­ar­svæðinu og þátt­tak­andi á NYC 2018

„NYC er einstakt tæki­færi fyrir þá sem vilja rækta aktív­istann innra með sér og víkka sjón­deild­ar­hringinn. Ég sneri til baka reynsl­unni ríkari og full af baráttugleði!“

– Arndís Ósk, ungl­iða­hreyf­ing­unni á Aust­ur­landi og þátt­tak­andi á NYC 2018

Lestu einnig