SMS

30. júlí 2020

Pólland: Fellið niður ákærur á hendur baráttu­konu

Elżbieta Podleśna er baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum í Póllandi sem berst fyrir rétt­látu og jöfnu samfé­lagi í Póllandi. Hún hefur barist gegn mismunun og hatri í mörg ár.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Snemma morguns þann 6. maí 2019, rétt eftir að Elżbieta kom heim úr ferð frá Belgíu og Hollandi með Amnesty Internati­onal, réðst lögreglan inn á heimili hennar. Yfir­völd héldu því fram að fundist hefðu vegg­spjöld með mynd af Maríu mey með geislabaug í regn­boga­litum, líkt og fáni hinsegin fólks.

Elżbieta var hand­tekin og þurfti að sæta nokk­urra klukku­stunda varð­haldsvist ásamt því að tölvu­bún­aður hennar var gerður upptækur. Tæpu ári síðar var hún ákærð fyrir að „misbjóða trúar­skoð­unum“.

Það er ekki glæpur að búa til, eiga eða dreifa slíkum vegg­spjöldum. Það hafa allir einstak­lingar rétt á að tjá sig. Við njótum öll verndar tján­ing­ar­frels­isins.

Elżbieta lætur ekki buga sig eða þagga niður í sér.

SMS-félagar krefjast þess að ríkis­sak­sóknari Póllands felli niður ákærur á hendur Elżbieta Podleśna um að „misbjóða trúar­skoð­unum“ án tafar og henni verið gert kleift að halda áfram frið­sam­legri baráttu sinni án refsi­að­gerða yfir­valda.

Lestu einnig