Fréttir

9. október 2018

Ríkis­stjórnir heims verða að binda enda á hina grimmi­legu dauðarefs­ingu

Koma á fram við fanga sem hlotið hafa dauðadóm af virð­ingu og tryggja skal að aðbún­aður þeirra standist alþjóðleg mann­rétt­indalög og -viðmið, að sögn Amnesty Internati­onal í tilefni af alþjóð­legum degi gegn dauðarefs­ing­unni sem er í dag, 10. október.

Enginn á að þurfa að þola ómann­úð­lega meðferð eða aðbúnað í varð­haldi undir nokkrum kring­um­stæðum sama hver glæp­urinn er. Samt sem áður eru mörg dæmi þess að fangar sem hlotið hafa dauðadóm séu látnir sæta strangri einangrun, fái ekki aðgang að nauð­syn­legum lyfjum og búi við stöð­ugan ótta vegna mögu­legrar aftöku, segir Stephen Cockburn, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri alþjóða­mála hjá Amnesty Internati­onal.

Sú stað­reynd að yfir­völd upplýsa fanga og aðstand­endur þeirra um aftökuna aðeins með nokk­urra daga eða jafnvel klukku­stunda fyrir­vara er grimmileg.

Öll ríki sem enn leyfa dauðarefs­inguna skulu binda enda á hana og þær ómann­úð­legu varð­halds­að­stæður sem allt of margir fangar eru neyddir til að þola.

+ Lesa meira

Lestu einnig