Góðar fréttir

11. nóvember 2022

Þitt nafn bjargar lífi: Samtaka­máttur til sigurs 2022

Þegar allt virðist á niður­leið í heim­inum getur verið niður­drep­andi að lesa frétt­irnar. Þá er erfitt ímynda sér að hægt sé breyta heim­inum til hins betra. Þitt nafn bjargar lífi, hin árlega alþjóð­lega herferð Amnesty Internati­onal, sýnir að þú getur haft mikil áhrif með lítilli fyrir­höfn. Það eina sem þarf að gera er að skrifa nafn sitt undir tíu mál til stuðn­ings þolendum mann­rétt­inda­brota og krefja þannig stjórn­völd um umbætur. Það er meira að segja hægt að skrifa undir öll málin í einu!

Það er kannski erfitt að trúa því að svona einföld aðgerð skili árangri en það gerir hún svo sann­ar­lega. Millj­ónir einstak­linga eins og þú hafa breytt lífi fjölda þolenda mann­rétt­inda­brota frá upphafi herferð­ar­innar árið 2001. Undir­skriftir fólks um heim allan hafa skipt sköpum í lífi allra þessara einstak­linga sem barist hefur verið fyrir í herferð­inni. Á liðnu ári höfum við séð jákvæðar breyt­ingar í nokkrum málum einstak­linga sem voru nýlega hluti af herferð­inni.

Okkur langar því að deila nokkrum sögum um árangur þar sem þitt nafn hafði áhrif.

Umhverfisverndarsinni laus úr haldi

Bern­ardo Caal Xol, kennari og umhverf­is­vernd­arsinni, var fang­els­aður í janúar 2018 vegna baráttu sinnar fyrir rétt­indum Maya-frum­byggja­sam­fé­lagsins Q’eqchi’ sem hann tilheyrir. Samfé­lagið stóð frammi fyrir því að missa lífs­við­ur­væri sitt vegna vatns­afls­virkjana á Cahabón-ánni í norð­ur­hluta Gvatemala. Í nóvember 2018 var hann dæmdur í sjö ára og fjög­urra mánaða fang­elsi á grund­velli falskra ákæra. Um hálf milljón einstak­linga um heim allan kallaði eftir lausn hans í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi 2021. Á Íslandi sýndu 6.597 einstak­lingar stuðning sinn í verki fyrir máli hans með því að skrifa undir nafn sitt. Í mars 2022 var Bern­ardo loks leystur úr haldi.

Þakkar­mynd­band sem Bern­ardo Caal Xol sendi stuðn­ings­fólki Amnesty Internati­onal hefst á þessum orðum:

Ég, Bern­ardo Caal Xol, frá Maya-samfé­laginu Q’eqchi’ í Gvatemala er mjög þakk­látur fyrir hvert og eitt ykkar. Þið hafið gefið mér von um rétt­læti, frelsi og jafn­rétti sem verður að ná yfir­hönd­inni í öllum samfé­lögum og löndum heims.“

Bern­ardo Caal Xol með fjöl­skyldu sinni eftir að hann var leystur úr haldi

Þriggja barna faðir sameinast fjölskyldu sinni á ný

Germain Rukuki, mann­rétt­inda­fröm­uður frá Búrúndí, var leystur úr haldi þann 30. júní 2022 eftir að hafa afplánað fjögur ár af 32 ára fang­els­is­dómi. Hann var fundinn sekur á grund­velli fjölda upplog­inna sakargifta sem tengdust mann­rétt­inda­störfum hans. Hann var fang­els­aður áður en hann fékk tæki­færi til að kynnast yngsta syni sínum sem fæddist nokkrum vikum eftir að hann var hand­tekinn í júlí 2017. Fjöl­skylda hans neyddist til að flýja Búrúndí af ótta við hefndarað­gerðir.

Í fyrstu gat Germain ekki yfir­gefið landið eftir að hann var laus úr haldi en í febrúar 2022 samein­aðist hann loks fjöl­skyldu sinni á ný í Belgíu. Rúmlega 436.000 einstak­lingar um allan heim kröfðust lausnar Germain.

„Þitt nafn bjargar lífi hefur virki­lega jákvæð áhrif. Stuðn­ing­urinn hefur fengið mig, Germain Rukuki, til þess að vera enn ákveðnari í að verja mann­rétt­indi eftir fang­elsis­vistina.“

Germain Rukuki sameinast fjöl­skyldu sinni á ný í febrúar 2022. Hann hitti þá loksins yngsta son sinn í fyrsta sinn.

Frelsaður af dauðadeild

Magai Matiop Ngong var 15 ára skólastrákur í Suður-Súdan þegar hann var skyndi­lega dæmdur til dauða fyrir morð í nóvember 2017. Magai sagði frá því að hann hefði látið dómarann vita að þetta hefði verið slys og að hann væri aðeins barn að aldri. Þrátt fyrir það þurfti Magai að fara fyrir rétt vegna morðs án þess að hafa aðgang að lögfræð­ingi. Rúmlega 700.000 einstak­lingar gripu til aðgerða til stuðn­ings máli Magai í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi árið 2019. Innan árs var dauða­dómur yfir honum felldur úr gildi og í mars 2022 var niður­staða hæsta­réttar að leysa hann úr haldi vegna aldurs hans við sakfell­ingu. Magai er nú kominn í öruggt skjól erlendis og er enn stað­ráðnari að hjálpa fólki í sömu stöðu. Hann þakkaði öllu stuðn­ings­fólki hans með þessum orðum:

Þetta eru einstak­lingar sem bjarga lífi. Þetta fólk gerði mér kleift að vera hér í dag. Ég er nokkuð viss um að það hefur ekki aðeins bjargað mínu lífi heldur bjargað lífi fólks um allan heim.

Magai fagnar frelsinu hjá Amnesty Internati­onal í Kenýa í apríl 2022.

Herferðin Þitt nafn bjargar lífi

Nú er Þitt nafn bjargar lífi 2022 að hefjast. Leið­ar­stef í öllum málunum í ár er baráttan fyrir rétt­inum til að mótmæla. Sagan sýnir að mótmæli eru mikil­vægt afl í átt að umbótum. Sífellt færist í aukanna að stjórn­völd víða um heim reyni að takmarka rétt fólks til að mótmæla.

Þitt nafn bjargar lífi í ár tekur fyrir tíu mál þar sem 13 einstak­lingar hafa sætt mann­rétt­inda­brotum fyrir það eitt að tjá skoðun sína.

Ef þú efast enn um að nafn þitt hafi áhrif þá getur Jani Silva, umhverf­is­vernd­arsinni í Kólumbíu stað­fest það. Jani barðist óhrædd gegn mengun og mann­rétt­inda­brotum en fékk að finna fyrir því. Það var fylgst með henni, henni ógnað og hún fékk lífláts­hót­anir. Í kjölfar herferð­ar­innar árið 2020 sagði Jani:

Ég er þakklát fyrir öll bréfin. Frá mínum dýpstu hjartarótum, þökk sé herferð­inni þá er ég á lífi og var ekki drepin vegna þess að þeir vissu af ykkur.“

Lestu einnig