Rétturinn til að mótmæla

Frelsi til að kalla eftir breyt­ingum og magna slíkt ákall í fjölda­hreyf­ingu er mikil­vægt í opnu, lýðræð­is­legu og rétt­inda­miðuðu samfé­lagi. Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoð­anir sínar, krefjast samfé­lags­um­bóta, benda á misrétti, krefjast rétt­lætis vegna mann­rétt­inda­brota og kalla eftir ábyrgð­ar­skyldu stjórn­valda.

Fyrir tilstilli mótmæla getur fólk sem sætt hefur þöggun eða valdníðslu endur­heimt rödd sína, styrk og póli­tískt vald. Mótmæli skapa einnig tæki­færi til að verja og styðja við rétt­indi annarra.

Þannig hefur rétt­urinn til að mótmæla um langa hríð verið mikil­vægt vopn í mann­rétt­inda­bar­átt­unni og leitt af sér stór­kost­legar umbætur, ýmist í þágu tiltek­inna hópa samfé­lagsins eða þjóð­fé­lagsins í heild sinni.

Árangur mótmæla

Átta stunda vinnu­dagur eru rétt­indi sem áunnist hafa víða um heim vegna mótmæla­að­gerða til margra ára þar sem talað var gegn erfiðum vinnu­að­stæðum. Í byrjun 20. aldar voru konur ekki komnar með kosn­inga­rétt en í kjölfar ótalmargra kröfu­gangna eru konur nú með kosn­inga­rétt í nánast öllum ríkjum heims þar sem kosn­ingar fara fram.

Á Íslandi lögðu 90% kvenna niður störf sín í október 1975 og fóru í verk­fall til að sýna fram á mikil­vægi kvenna á vinnu­markaði og til að krefjast sömu rétt­inda og launa­kjara og karl­menn. Talið er að 25.000 konur hafi safnast saman á útifundi á Lækj­ar­torgi og atvinnu­lífið á Íslandi stöðv­aðist. Konur sinntu ekki heim­il­is­störfum, barna­upp­eldi eða laun­uðum störfum á meðan á verk­falli þeirra stóð. Ári síðar samþykkti Alþingi jafn­rétt­islög í þeim tilgangi að tryggja jafna stöðu kvenna og karla á vinnu­markaði.

Má takmarka réttinn til að mótmæla?

Mótmæli tengjast sterk­lega rétt­inum til tján­ingar þar sem þeim er ætlað koma tilteknum skila­boðum á fram­færi. Tján­ing­ar­frelsið tryggir að fólk geti haft sann­fær­ingu og skoðun og tjáð hana án þvingana eða ólög­mætra afskipta ríkis­valdsins eða þriðja aðila. Án mögu­leikans á koma saman kunna skoð­anir fólks að missa það vogarafl sem býr í samtaka­mætt­inum og ná síður til eyrna vald­hafa.

Rétt­urinn til að mótmæla er ekki skil­greindur með beinum hætti í alþjóða­lögum en hann nýtur samt sem áður verndar og er tryggður á grund­velli annarra mann­rétt­inda, einkum funda- og tján­ing­ar­frelsis.
Rétt­urinn til frið­samra funda­halda tryggir rétt einstak­linga til að koma saman, tíma­bundið og í ákveðnum tilgangi, hvort sem um ræðir á opin­berum eða einka­vett­vangi.

Slíkar samkomur fela m.a. í sér:

  • Póli­tískar kröfu­göngur
  • Verk­föll
  • Setu­verk­föll
  • Fjölda­fundi
  • Vegatálm­anir
  • Búsáhalda­bylt­ingar
  • Menn­ingar- eða trúar­há­tíðir

Stjórn­völd hafa lítið svigrúm til að rétt­læta takmark­anir á rétt­inum til að mótmæla. Samkvæmt alþjóða­samn­ingi um borg­arleg og stjórn­málaleg rétt­indi verða allar takmark­anir á rétt­inum til að mótmæla að uppfylla þrjú skil­yrði: þær verða á byggja á lögum, þjóna lögmætu mark­miði og vera nauð­syn­legar og hóflegar. Lögmæt markmið til að takmarka réttinn til mótmæla eru á grund­velli þjóðarör­yggis, í þágu almanna­heilla, alls­herj­ar­reglu, til verndar lýðheilsu fólks, siðgæðis eða til að verja rétt­indi og frelsi annarra.

Skýrt dæmi um takmark­anir á þessum rétti sem kunna að vera rétt­mætar tengjast kórónu­veirufar­aldr­inum. En jafnvel þegar faraldur geisar verða allar takmark­anir á rétt­inum til að mótmæla að uppfylla fyrr­greindu skil­yrðin þrjú. Sótt­varn­ar­að­gerðir og lokanir sem takmarka rétt okkar til frið­samra funda­halda kunna að vera nauð­syn­legar til að tryggja lýðheilsu og öryggi fólks, og réttinn til heilsu. Takmark­anir á samkomum verða ávallt að fylgja öðrum lögum. Ef funda­frelsið skerðist það mikið án þess að það verndi nægi­lega heilsu okkar og öruggi þá er ekki verið að gæta meðal­hófs. Takmark­anir mega aldrei ganga svo langt að þær taki í raun burt réttinn sem verið er að takmarka.

Einungis má setja funda- og tján­ing­ar­frelsi skorður samkvæmt alþjóða­lögum þegar hvatt eða kynt er undir hatri, ofbeldi eða mismunun. Í 2. mgr. 20. gr. samn­ingsins um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi (SBSR) stendur eftir­far­andi um hatursorð­ræðu: „[Allur] málflutn­ingur til stuðn­ings haturs af þjóð­ernis-, kynþáttar- eða trúar­bragða­legum toga spunnið sem felur í sér hvatn­ingu um mismunun, fjand­skap eða ofbeldi [skuli] bann­aður með lögum.“ Tjáning sem er móðg­andi, hneyksl­anleg, trufl­andi eða umdeil­anleg nýtur hins vegar verndar samkvæmt alþjóða­lögum.

Skipulagning og þátttaka í mótmælum

Ekki þarf fyrir­fram gefna leyf­is­veit­ingu frá stjórn­völdum því skipu­lagning og þátt­taka í mótmælum er réttur en ekki forrétt­indi. Mótmæli sem eru viðbrögð við atviki eða tíðindum og gerast án fyrir­vara og skipu­lagn­ingar, eru leyfileg.

Yfir­völd geta með réttu kallað eftir tilkynn­ingu um mótmæli ef tilgang­urinn er sá að löggæslan geti undir­búið sig við að greiða fyrir þeim og tryggja að þau geti farið fram, eins og þeim ber skylda til. Tilkynning er hins vegar ekki það sama og að leita leyfis. Tilkynning til yfir­valda felst aðeins í því að gefa þeim fyrir­vara og upplýsa þau um hvar og hvenær mótmælin fara fram.

Ef landslög fela í sér kröfu um að leita leyfis stjórn­valda fyrir mótmælum eru þau ósam­ræm­anleg alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum og viðmiðum.

Rétturinn til að mótmæla á stafrænum vettvangi

Netið gegnir mikil­vægu hlut­verki við að boða fólk á mótmæli og getur einnig verið vett­vangur fyrir fjölda­fundi. Færast er í vöxt að mótmæli, samstöðu­að­gerðir og kröf­u­að­gerðir fari rafrænt fram.

Árið 2013 samþykkti mann­rétt­indaráð Sameinuðu þjóð­anna ályktun sem leggur áherslu á skyldur ríkja „að virða og vernda að fullu rétt allra til að koma saman með frið­sam­legum hætti, hvort sem að er í raun­heimum eða netheimum“.

Staf­rænar lausnir og netheimar gegna mikil­vægu hlut­verki þegar kemur að skipu­lagn­ingu, utan­um­haldi og vald­efl­ingu í tengslum við mótmæli. Dulkóð­un­ar­tækni, dulnefni og annars konar stafræn öryggis­at­riði vald­efla einstak­linga og gerir þeim kleift að tengjast og koma saman án ótil­hlýði­legra afskipta stjórn­valda.

Þessar öflugu staf­rænu lausnir hafa ekki farið fram hjá ríkis­stjórnum heims sem kapp­kosta margar hverjar að takmarka málfrelsi og mótmæla­að­gerðir. Aðgerðum eins og eftir­liti, netlok­unum og ritskoðun er ætlað að ná stjórn á netheimum og safna upplýs­ingum um aðgerða­sinna.

Þegar mótmæli fóru fram í Hvíta-Rússlandi árið 2020 kom í ljós að síma­fyr­ir­tæki í landinu höfðu lokað á aðgang að netinu á farsímum að fyrir­skipun stjórn­valda. Mótmæl­endur greindu frá því að þeir hefðu engin tæki­færi á að skrá­setja og deila upplýs­ingum með heims­byggð­inni um það sem þeir sáu og upplifðu á staðnum. Þetta ástand leiddi til víðtæks lögreglu­of­beldis og geðþótta­hand­takna og gerði þeim aðilum sem fylgdust með mann­rétt­indum ómögu­legt að greina nákvæm­lega frá aðstæðum.

Egypsk stjórn­völd hafa óspart beitt lokunum á netinu til að hindra frjálst flæði upplýs­inga á umbrota­tímum. Á mótmælum árið 2011 sem miðuðu að stjórn­ar­um­bótum var lokað á aðgang að netinu og öðrum fjar­skipta­búnaði í Egyptalandi í fimm daga á meðan áróð­urs­efni til stuðn­ings stjórn­völdum var komið á fram­færi. Svip­uðum takmörk­unum var komið á í tengslum við mótmæli árið 2019 og 2020 þegar lokað var á What­sApp og Signal.

Eftirlit

Enda þótt inter­netið og önnur skyld tækni­væðing hafi skapað nýtt svigrúm fyrir einstak­linga til að eiga í samskiptum og virkja samstöðu­máttinn er netið einnig hluti af einni stærstu „njósnavél sem heim­urinn hefur kynnst.“

Ríki, fyrir­tæki og aðrir aðilar, hafa getu og burði til að fylgjast með og safna upplýs­ingum um samkomur félaga­sam­taka og einstak­linga á heimsvísu. Það grefur ekki aðeins undan rétti einstak­linga til frið­helgi einka­lífs, tján­ingar- og frið­samra funda­halda heldur jafn­framt undan trausti einstak­linga og félaga­sam­taka til að nýta sér staf­ræna tækni til að berjast fyrir mann­rétt­indum.

Með auknum tækni­fram­förum fjölgar þeim tilfellum ört þar sem fjölda­eft­ir­liti er beitt með notkun á drónum, eftir­lits- og líkams­mynda­vélum og öðrum tækni­búnaði. Gögnum sem safnað er saman fyrir tilstilli þessarra tækninýj­unga er hægt að beita til að auðkenna mótmæl­endur af hand­hófi en það brýtur gegn rétti þeirra til frið­helgi einka­lífs. Fjölda­eft­irlit fælir fólk oft frá þátt­töku í mótmælum og er oft notað í þeim tilgangi af yfir­völdum.

Þegar „Black Lives Matter“ mótmælin fóru fram árið 2020, vítt og breitt um Banda­ríkin, var sérstakri tækni beitt til að auðkenna andlit og safna saman upplýs­ingum um mótmæl­endur án þeirra samþykkis.

Tengt efni