Fréttir
2. apríl 2025Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands hefur boðið Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael í heimsókn til Ungverjalands og stendur heimsóknin yfir næstu daga. Í nóvember 2024 gaf Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael á grundvelli ákæra um stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.
Ungverjaland er aðildarríki Alþjóðlega sakamáldómstólsins og ber því skylda að handtaka Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og framselja hann til dómstólsins komi hann til landsins. Verði handtökuskipuninni ekki framfylgt af hálfu aðildarríkis Alþjóðlega sakamáladómstólsins mun það stuðla að því að Ísrael brjóti alþjóðalög enn frekar á hernumda svæðinu í Palestínu.
„Forsætisráðherrann Netanyahu er meintur stríðsglæpamaður sem hefur verið sakaður um að beita hungursneyð sem hernaðaraðferð, ráðast á óbreytta borgara af ásettu ráði, fyrir glæpi gegn mannúð, ofsóknir og aðrar ómannúðlegar aðgerðir.“
Erika Guevara-Rosas hjá Amnesty International.
Ein af meginreglum Rómarsamþykktarinnar, sem er undirstaðan að stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, kveður á um að aðildarríki dómstólsins skulu framfylgja handtökuskipunum á hendur einstaklingum innan lögsögu þeirra og framselja til dómstólsins án nokkurrar friðhelgi.
Ísland er á meðal þeirra landa sem hafa sagst ætla að virða handtökuskipun dómstólsins. Aðildarríkin Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Ungverjaland og Pólland hafa tilkynnt eða gefið til kynna að þau muni ekki handtaka Benjamin Netanyahu ferðist hann til þessara ríkja.
Leiðtogar Evrópu og heimsins verða binda enda á þessa skammarlegu þögn og aðgerðaleysi og kalla eftir því að Ungverjaland handtaki Netanyahu í heimsókninni. Að öðrum kosti mun heimsóknin gera lítið úr þjáningum Palestínubúa sem hafa mátt þola hópmorð Ísraels á Gaza, stríðsglæpi á öðrum svæðum innan hernumda svæðisins í Palestínu og rótgróna aðskilnaðarstefnu sem beinist að öllum Palestínubúum undir stjórn Ísraels.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu