Fréttir

2. apríl 2025

Ungverja­land: Hand­takið og fram­seljið forsæt­is­ráð­herra Ísraels til Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólsins 

Viktor Orbán forsæt­is­ráð­herra Ungverja­lands hefur boðið Benjamin Netanyahu forsæt­is­ráð­herra Ísrael í heim­sókn til Ungverja­lands og stendur heim­sóknin yfir næstu daga. Í nóvember 2024 gaf Alþjóð­legi saka­mála­dóm­stóllinn út hand­töku­skipun á hendur Benjamin Netanyahu forsæt­is­ráð­herra Ísrael á grund­velli ákæra um stríðs­glæpi og glæpi gegn mannúð.  

Ungverja­land er aðild­ar­ríki Alþjóð­lega saka­mál­dóm­stólsins og ber því skylda að hand­taka Benjamin Netanyahu forsæt­is­ráð­herra Ísraels og fram­selja hann til dómstólsins komi hann til landsins. Verði hand­töku­skip­un­inni ekki fram­fylgt af hálfu aðild­ar­ríkis Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólsins mun það stuðla að því að Ísrael brjóti alþjóðalög enn frekar á hernumda svæðinu í Palestínu.  

„Forsæt­is­ráð­herrann Netanyahu er meintur stríðs­glæpa­maður sem hefur verið sakaður um að beita hung­urs­neyð sem hern­að­ar­að­ferð, ráðast á óbreytta borgara af ásettu ráði, fyrir glæpi gegn mannúð, ofsóknir og aðrar ómann­úð­legar aðgerðir.“  

Erika Guevara-Rosas hjá Amnesty Internati­onal. 

Ein af megin­reglum Rómarsam­þykkt­ar­innar, sem er undir­staðan að stofnun Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólsins, kveður á um að aðild­ar­ríki dómstólsins skulu fram­fylgja hand­töku­skip­unum á hendur einstak­lingum innan lögsögu þeirra og fram­selja til dómstólsins án nokk­urrar frið­helgi. 

Ísland er á meðal þeirra landa sem hafa sagst ætla að virða hand­töku­skipun dómstólsins. Aðild­ar­ríkin Frakk­land, Þýska­land, Ítalía, Ungverja­land og Pólland hafa tilkynnt eða gefið til kynna að þau muni ekki hand­taka Benjamin Netanyahu ferðist hann til þessara ríkja. 

Leið­togar Evrópu og heimsins verða binda enda á þessa skamm­ar­legu þögn og aðgerða­leysi og kalla eftir því að Ungverja­land hand­taki Netanyahu í heim­sókn­inni. Að öðrum kosti mun heim­sóknin gera lítið úr þján­ingum Palestínubúa sem hafa mátt þola hópmorð Ísraels á Gaza, stríðs­glæpi á öðrum svæðum innan hernumda svæð­isins í Palestínu og rótgróna aðskiln­að­ar­stefnu sem beinist að öllum Palestínu­búum undir stjórn Ísraels. 

 

 

Lestu einnig