Skýrslur

17. desember 2025

Varan­legur friður krefst alþjóð­legs rétt­lætis fyrir alla þolendur í Ísrael og á hernumda svæðinu í Palestínu

Í kjölfar nýaf­staðins aðild­ar­ríkja­þings Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólsins (ICC) kallar Amnesty Internati­onal eftir því að ríki heims skuld­bindi sig að tryggja alþjóð­legt rétt­læti fyrir alla þolendur, bæði á hernumda svæðinu í Palestínu og í Ísrael, vegna stríðs­glæpa, glæpa gegn mannúð og hópmorðs.

„Alþjóð­lega rétt­ar­kerfið liggur undir árás og tilvist þess er ógnað. Mesta prófraun þess er í Ísrael og á hernumda svæðinu í Palestínu. Ríki verða að sýna skuld­bind­ingu sína við alþjóð­legt rétt­læti með því að styðja stofn­anir á borð við Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólinn og vernda getu þeirra til að tryggja að gerendur sæti ábyrgð.“

Agnès Callamard, fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

 

 

Hópmorð Ísraels

Tveimur mánuðum eftir að vopnahlé var tilkynnt og öllum ísra­elskum gíslum, sem enn voru á lífi, var sleppt hafa ísra­elsk yfir­völd haldið áfram að fremja hópmorð á Palestínu­búum á Gaza í algjöru refsi­leysi og þeim er enn þröngvað til að búa við lífs­skil­yrði sem miða að líkam­legri eyðingu hópsins. Ísra­elsk yfir­völd hafa ekki sýnt nein merki um að ásetn­ingur þeirra hafi breyst. Lesa má nánar frétt um laga­lega grein­ingu Amnesty Internati­onal hér.

„Aðgerða­leysi af ásettu ráði af hálfu alþjóða­sam­fé­lagsins við að draga Ísrael til ábyrgðar fyrir brot á alþjóða­lögum og skortur á þrýst­ingi á Ísrael að fylgja tilmælum stofnana Sameinuðu þjóð­anna og alþjóð­legra mann­rétt­inda­sam­taka hefur fest ólög­legt hernám Ísraels og aðskiln­að­ar­stefnu í sessi og bein­línis gert Ísrael kleift að fremja hópmorð á Palestínu­búum á Gaza.“

Agnès Callamard, fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Brot Hamas og annarra vopnaðra hópa

Það er einnig mikil­vægt að tryggja að palestínskir vopn­aðir hópar verði dregnir til ábyrgðar fyrir glæpi sína.

Amnesty Internati­onal birti nýverið skýrslu sem greinir frá því hvernig vopn­aður hópur Hamas, Al-Qassam-sveitin og aðrir palestínskir vopn­aðir hópar frömdu stríðs­glæpi og glæpi gegn mannúð í árás­inni þann 7. október 2023 og gegn gísl­unum sem var haldið föngnum á Gaza í kjölfar árás­ar­innar.

Út frá grein­ingu á árás­inni, sönn­un­ar­gögnum og ákveðnum samskipta­gögnum á milli víga­mann­anna á meðan á árás­inni stóð, auk yfir­lýs­inga Hamas og leið­toga annarra vopn­aðra hópa, komst Amnesty Internati­onal að þeirri niður­stöðu að þessir glæpir væru hluti af víðtækri og kerf­is­bund­inni árás á óbreytta borgara. Í skýrsl­unni kemur fram að víga­mönnum hafi verið fyrir­skipað að beina árásum sínum á óbreytta borgara.

Hamas hefur sagt að sveitir þeirra hafi ekki tekið þátt í morðum, mann­ráni og illri meðferð á óbreyttum borg­urum í árás­inni þann 7. október 2023 og að margir óbreyttir borg­arar hafi verið drepnir af hermönnum Ísraels.

 

 

Samkvæmt rann­sókn Amnesty Internati­onal byggt á mynd­böndum, vitn­is­burðum og öðrum umfangs­miklum sönn­un­ar­gögnum, var meiri­hluti óbreyttra borgara drepinn af ásettu ráði af Hamas og öðrum palestínskum víga­mönnum, langt frá hern­að­ar­legum skot­mörkum þrátt fyrir að sumir þeirra hafi verið drepnir af ísra­elskum hersveitum þegar þær reyndu að stöðva árásina. Víga­menn­irnir báru einnig ábyrgð á mann­ráni óbreyttra borgara sem voru beittir líkam­legu, kynferð­is­legu og sálrænu ofbeldi.

Að auki voru 251 einstak­lingur fluttur nauð­ugur til Gaza og haldið í gísl­ingu. Þetta voru að mestu leyti óbreyttir borg­arar, þar á meðal eldra fólk og börn. Flestir þeirra voru á lífi þegar þeim var rænt og haldið í gísl­ingu en að sögn voru 36 þeirra þegar látnir. Þeim var haldið vikum og mánuðum saman og í einhverjum tilfellum í tvö ár.

Amnesty Internati­onal tók viðtöl við 70 einstak­linga, þar á meðal 17 sem lifðu af árásina 7. október 2023, fjöl­skyldur þolenda, rétt­ar­meina­fræð­inga, lækna, lögfræð­inga og aðra rann­sak­endur. Rann­sak­endur heim­sóttu suma árás­ar­staði og skoðuðu rúmlega 350 mynd­bönd og myndir frá árás­inni og af fólkinu sem var haldið föngnu á Gaza.

Glæpir gegn mannúð

Rann­sókn Amnesty Internati­onal leiddi í ljós að Hamas framdi eftir­far­andi glæpi gegn mannúð: morð, útrým­ingu, fang­elsun eða aðra alvar­lega frels­is­svipt­ingu sem stríðir gegn grund­vall­ar­reglum þjóða­réttar, manns­hvörf af manna völdum, pynd­ingar og nauðgun eða annað álíka alvar­legt kynferð­isof­beldi og aðra ómann­úð­lega verknaði af svip­uðum toga.

Hryllileg brot Ísraels gegn Palestínu­búum, þar á meðal áratuga­langt ólög­mætt hernám, aðskiln­að­ar­stefna gegn Palestínu­búum og yfir­stand­andi hópmorð á Palestínu­búum á Gaza, getur á engan hátt afsakað þessa glæpi. Það undan­skilur heldur ekki palestínska vopnaða hópa að fram­fylgja alþjóða­lögum.

Viður­kenna þarf að palestínskir vopn­aðir hópar brutu gegn alþjóða­lögum í tengslum við árásina þann 7. október 2023 og fordæma brotin sem grimmd­ar­verk. Hamas verður að afhenda líkams­leifar einstak­linga sem voru drepnir á Gaza í árás­inni um leið og þær finnast.

Palestínsk yfir­völd verða einnig að viður­kenna að vopn­aðir palestínskir hópar hafi framið alvarleg brot á alþjóða­lögum og fordæma þau. Þeim ber að fram­kvæma óháða, hlut­lausa og skil­virka rann­sókn til að bera kennsl á-gerendur þessara brota og sýna fullan samstarfs­vilja við alþjóð­lega rann­sókn­ar­aðila, meðal annars með því að deila þeim sönn­un­ar­gögnum sem þau hafa.

Alþjóðlegt réttlæti fyrir allar þolendur er nauðsynlegt

Til að tryggja ósvikið, skil­virkt og raun­veru­legt rétt­læti og hindra að endur­tekin brot eigi sér ekki stað leggur Amnesty Internati­onal til að vegvísir fyrir rétt­læti byggist á samvinnu stofnana og kerfis sem er ætlað að stuðla að rétt­læti. Má þar nefna rann­sókn Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólsins á glæpum Ísraela og Palestínubúa sem verður að fá að fara fram án hindrana og með aðkomu rann­sak­enda og annarra aðila innan rétt­ar­kerf­isins.

Vegvís­irinn fyrir rétt­læti verður að skuld­binda ríki til að styðja rann­sókn­ar­nefnd Sameinuðu þjóð­anna og Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólinn að fullu. Ríkin verða að fram­fylgja hand­töku­skip­unum dómstólsins, aflétta refsi­að­gerðum og tálm­unum gegn palestínskum mann­rétt­inda­sam­tökum og grípa til nauð­syn­legra aðgerða til að tryggja að þving­un­ar­að­gerðum og takmörk­unum sem palestínsk mann­rétt­inda­samtök sæta verði aflétt.

Mikil­vægt er að gripið sé til aðgerða til að hátt­settir ísra­elskir embætt­is­menn sæti ábyrgð fyrir brot sín á alþjóða­lögum. Það er nauð­syn­legt skref í átt að því að binda enda á hópmorð Ísraels á palestínu­búum á Gaza, endur­vekja traust á alþjóða­lögum og tryggja að allir þolendur stríðs­glæpa og glæpa gegn mannúð, fái aðgang að rétt­læti, sann­leika og skaða­bótum.

„Ábyrgð er ekki samn­ings­at­riði. Gerendur sem hafa brotið alþjóðalög verða að sæta ábyrgð og þær stofn­anir sem þeir eru í forsvari fyrir verða að breyta um stefnu í átt að mann­rétt­indum og alþjóða­lögum, þar á meðal með því að samþykkja lög sem koma í veg fyrir að slík brot verði endur­tekin.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Lestu einnig