Fréttir

7. maí 2021

Viðburða­ríkur maímán­uður hjá ungl­iða­hreyf­ingu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty er aftur komin á skrið eftir að hafa legið í dvala yfir veturinn. Ungl­ið­a­starfið felst í því að vekja athygli á og kalla eftir aðgerðum í málum sem tengjast mann­rétt­inda­bar­áttu víðs­vegar um heim, en einnig að fræðast og fræða aðra um stöðu mann­rétt­inda á Íslandi. Það verður viðburða­ríkur maímán­uður hjá ungl­iða­hreyf­ingu Íslands­deil­ar­innar og er mark­miðið að fá inn fleiri nýja ungliða til að spreyta sig á mann­rétt­ind­a­starfi í sumar.

Staðið með starfsfólki Amazon á baráttudegi verkalýðsins

Háskóla­félag Íslands­deildar Amnesty er sjálf­stæður angi af ungl­iða­hreyf­ing­unni sem einskorðast við fólk sem er á háskóla­aldri. Í tilefni af baráttu­degi verka­lýðsins 1. maí, birti Háskóla­fé­lagið mynd­band til að styðja við starfs­fólk Amazon. Mynd­band Háskóla­fé­lagsins er byggt á netákalli sem Íslands­deild Amnesty Internati­onal birti í apríl um netversl­unina Amazon. Það sýnir fólk með svart límband fyrir munni og umhverfis þau eru flöskur og ílát með gulleitum vökva.

Í kórónu­veirufar­aldr­inum hefur hagn­aður netsöl­urisans Amazon aukist gríð­ar­lega og forstjórinn Jeff Bezos telst nú með ríkustu mönnum heims. Á sama tíma er heilsu starfs­fólks fyrir­tækisins ógnað. Þau vinna í afmörk­uðum rýmum sem teljast til óöruggra vinnu­skil­yrða á tímum farald­ursins.

Einnig hefur verið greint frá því í fréttum að álag á starfs­fólki sé það mikið að það hefur ekki tíma til að taka lögbundin hlé frá vinnu og þarf að grípa til þess að létta af sér í flöskur.

Allir einstak­lingar eiga rétt á að ganga í stétt­ar­félag. Stétt­ar­félög eru nauð­synleg til að hjálpa starfs­fólki
að semja við vinnu­veit­endur um laun, vinnu­stundir og starfs­skil­yrði. Það er því áhyggju­efni að ásök­unum fari fjölg­andi um að Amazon komi í veg fyrir að starfs­fólkið gangi í stétt­ar­félag. Þar á meðal hefur Amazon ekki neitað þeirri ásökun að fyrir­tækið vakti einka­að­gang starfs­fólks að Face­book-hópum. Sann­anir eru fyrir því að Amazon hafi varið miklu fjár­magni í nýja tækni sem gerir þeim kleift að njósna um starfs­fólk sitt. Að auki hefur starfs­fólk verið rekið eða ávítt í kjölfar kvartana þess út af skertum vinnu­skil­yrðum vegna kórónu­veirufar­ald­ursins. Skrifa má undir ákallið hér.

Páll Óskar í einstakri heimsókn

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty hélt tæplega tveggja tíma netfund með Páli Óskari Hjálm­týs­syni síðast­liðinn mánudag. Páll Óskar sagði hinum ungu aðgerða­sinnum frá ævi sinni og hvernig mann­rétt­inda­bar­átta hefur ómeð­vitað alltaf verið hluti af lífi hans. Hann lýsti því hvernig var að koma út úr skápnum á tímum þegar HIV-veiran kom fyrst upp.

Einnig lýsti hann því hvernig það var að vera ung popp­stjarna sem mætti mótlæti fyrir það að vera hommi og hversu mikil­vægt það hefur verið honum að takast á við lífið af gleði frekar en að leita uppi átök eða vorkunn þegar á móti blæs. Viðtalið átti upphaf­lega að vera um fjörutíu mínútur en teygðist nær tveimur klukku­stundum og spurn­ingar ungl­ið­anna voru einlægar og persónu­legar.

Nýliða- og kosningakvöld framundan

Ungu fólki á aldr­inum 14-25 býðst  kynna sér störf ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar og jafnvel bjóða sig fram í stjórn ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar fyrir ár 2021-2022 

Nýliða­kvöld verður haldið 12. maí kl. 19-21 á skrif­stofu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal í Þing­holts­stræti 27.  

Nýliða­kvöldið er öllum gjald­frjálst og það verður matur í boði. Stutt kynning verður um starf ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar í sumar og hvernig hægt er að taka þátt í því starfi. Eftir það fá nýliðar og núver­andi ungl­iðar tæki­færi til að kynnast hvert öðru. Kvöldið endar með spilum og leikjum fyrir þá sem vilja. 

 

Kosningar Ungl­iða­hreyf­ingar Íslands­deildar Amnesty fara fram 26. maí nk. á skrif­stofu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal í Þing­holts­stræti 27 frá klukkan 19-21. Það eru fjögur sæti laus í stjórn Ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar fyrir árið 2021-2022, þar á meðal sæti formanns og vara­for­manns. Stjórnin vinnur með aðgerðaog ungl­iða­stjóra Amnesty  skipu­leggja og halda viðburði yfir árið. Það er skap­andi og gefandi  vera í stjórn ungl­iða­hreyf­ing­ar­innarNánar  kynna sér málið hér. 

Lestu einnig