Mynd­bönd

Hér má sjá mynd­bönd sem Íslands­deildin hefur látið fram­leiða undan­farin ár.

Hvernig virkar Þitt nafn bjargar lífi?

Thelma Marín Jóns­dóttir og Aldís Amah Hamilton kynna grunn- og fram­halds­skóla­nemum landsins fyrir stærstu árlegu herferð­inni okkar, Þitt nafn bjargar lífi og keppn­inni Mann­rétt­inda­skóli ársins. Mynd­bandið var fram­leitt af staf­rænu auglýs­inga­stof­unni KIWI árið 2020.

Sagan hennar Nassimu

Nassima al-Sadah frá Sádi-Arabíu var hand­tekin fyrir frið­sam­lega mann­rétt­inda­bar­áttu sína í júlí 2018. Hún sætti illri meðferð í varð­haldi og var sett í algjöra einangrun frá öðrum föngum frá febrúar 2019 til febrúar 2020. Hún fær að hringja viku­lega í fjöl­skyldu sína en fær engar heim­sóknir, ekki einu sinni frá lögmanni sínum. Mál Nassimu var eitt af málunum í Þitt nafn bjargar lífi árið 2020 Mynd­bandið var unnið með leik­stjór­anum Reyni Lyngdal og auglýs­inga­stof­unni Kontor og hlaut Lúðurinn, íslensku auglýs­inga­verð­launin, árið 2020.

Sagan hans Idris

Idris Khattak var á leið heim til sín í höfuð­borg­inni Islamabad í Pakistan þann 13. nóvember 2019 þegar bíla­leigu­bíll hans var stöðv­aður. Ekkert hefur sést til hans síðan þá. Yfir­völd í Pakistan beita þving­uðum manns­hvörfum til að þagga niður í mann­rétt­inda­fröm­uðum eins og Idris og öðrum gagn­rýn­endum. Mál Idris var eitt af málunum í Þitt nafn bjargar lífi árið 2020 Mynd­bandið var unnið með leik­stjór­anum Reyni Lyngdal og auglýs­inga­stof­unni Kontor og hlaut Lúðurinn, íslensku auglýs­inga­verð­launin, árið 2020.

Rétt­indi Trans fólks

Árið 2019 vann Íslands­deild Amnesty Internati­onal í samstarfi við Samtökin ’78, Intersex Ísland og Trans Ísland að herferð þar sem þrýst var á stjórn­völd að standa vörð um rétt­indi trans og intersex fólks.  Frum­varp um rétt­indi þessara hópa var samþykkt árið 2019 en breyting á ákvæði laga um rétt­indi barna sem fæðast með ódæmi­gerð kynein­kenni var síðan samþykkt í lok árs 2020 við mikinn fögnuð. Mynd­bandið var unnið í samvinnu við Reyni Lyngdal og fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Pegasus.

„Fólki ætti að vera treyst fyrir því hvaða kyn stendur á skil­ríkj­unum þeirra og hvaða nafn stendur þar.“ – Alex­ander

 

 

Rétt­indi Intersex fólks

Árið 2019 vann Íslands­deild Amnesty Internati­onal í samstarfi við Samtökin ’78, Intersex Ísland og Trans Ísland að herferð þar sem þrýst var á stjórn­völd að standa vörð um rétt­indi trans og intersex fólks.  Frum­varp um rétt­indi þessara hópa var samþykkt árið 2019 en breyting á ákvæði laga um rétt­indi barna sem fæðast með ódæmi­gerð kynein­kenni var síðan samþykkt í lok árs 2020 við mikinn fögnuð. Mynd­bandið var unnið í samvinnu við Reyni Lyngdal og fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Pegasus.

„Fyrir komandi kynslóðir þá myndi ég vilja sjá að allir hefðu val um hvað væri gert við líkamann á þeim. Ég myndi líka vilja sjá að skömmin og leyndin myndi hverfa.“ – Kitty

 

Rétt­indi Trans fólks

Árið 2019 vann Íslands­deild Amnesty Internati­onal í samstarfi við Samtökin ’78, Intersex Ísland og Trans Ísland að herferð þar sem þrýst var á stjórn­völd að standa vörð um rétt­indi trans og intersex fólks.  Frum­varp um rétt­indi þessara hópa var samþykkt árið 2019 en breyting á ákvæði laga um rétt­indi barna sem fæðast með ódæmi­gerð kynein­kenni var síðan samþykkt í lok árs 2020 við mikinn fögnuð. Mynd­bandið var unnið í samvinnu við Reyni Lyngdal og fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Pegasus.

„Það að ég skuli skil­greina mig fyrir utan kynjat­ví­hyggjuna, það á ekki að skipta svona miklu máli.“ – Vally

 

Sagan hans Magai

Magai Matiop Ngong var dæmdur til dauða aðeins 15 ára gamall. Mál hans var eitt af málunum í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi árið 2019. Þökk séu mörg hundruð þúsund einstak­lingum um allan heim sem þrýstu á stjórn­völd í Suður-Súdan er hann nú laus af dauða­deild eftir að áfrýj­un­ar­dóm­stóll felldi dauða­dóminn úr gildi. Við höldum barátt­unni áfram. Mynd­bandið var unnið með leik­stjór­anum Reyni Lyngdal og auglýs­inga­stof­unni Kontor og hlaut Lúðurinn, íslensku auglýs­inga­verð­launin, árið 2019.

Sagan hennar Yasaman

Yasaman Ayani storkaði lögum um höfuðslæðu í Íran með ögrandi gjörn­ingi. Yasaman og móðir hennar gengu hiklaust með hárið óhulið um lest­ar­vagn einungis ætlaðan konum og dreifðu hvítum blómum meðal farþega. Þessi viðburður náðist á mynd­band og fór á flug á inter­netinu í mars 2019. Yasaman var dæmd í 16 ára fang­elsi vegna þess eins að hún telur að konur eigi að hafa frelsi til að velja hverju þær klæðast. Mál hennar var eitt af málunum í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi 2019. Eftir þrýsting frá einstak­lingum um heim allan hefur dómur Yasaman verið styttur. Við höldum barátt­unni áfram. Mynd­bandið var unnið með leik­stjór­anum Reyni Lyngdal og auglýs­inga­stof­unni Kontor og hlaut Lúðurinn, íslensku auglýs­inga­verð­launin, árið 2019.

Sagan hans José Adrián

José Adrián var á heim­leið úr skól­anum þegar lögreglan réðst á hann og handtók. Hann var aðeins 14 ára gamall. Lögreglan lét José Adrián hanga í hand­járnum á lögreglu­stöð­inni og barði hann. Hann var aðeins leystur úr haldi eftir að foreldrar hans höfðu verið þving­aðir til að borga sekt. Mál hans var eitt af málunum í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi 2019 þar sem krafist var rétt­lætis í máli hans en þá höfðu litlar fram­farir orðið tæpum fjórum árum frá hand­töku hans. Í janúar 2021 urðu þau gleði­tíð­indi að José Adríán og fjöl­skylda fengu skaða­bætur frá yfir­völdum. Án þrýst­ings hefði þetta ekki gerst. Mynd­bandið var unnið með leik­stjór­anum Reyni Lyngdal og auglýs­inga­stof­unni Kontor og hlaut Lúðurinn, íslensku auglýs­inga­verð­launin, árið 2019.

Sagan hans Moses

Moses Akatugba frá Nígeríu var aðeins 16 ára þegar hann var hand­tekinn fyrir stuld á farsímum. Hann var pynd­aður til játn­ingar, sat í fang­elsi án dóms og laga í átta ár og var síðan dæmdur til dauða. Eftir 10 ár í fang­elsi var Moses loks náðaður þökk sé þrýst­ingi frá yfir 800.000 einstak­lingum um allan heim. Í nóvember árið 2016 heim­sótti Moses Íslands­deild Amnesty Internati­onal og hitti íslensku aðgerða­sinn­anna sem börðust fyrir lausn hans. Mynd­bandið var unnið í samvinnu við staf­rænu auglýs­inga­stofuna KIWI.

Íslenskur texti

Moses’ story

16-year-old Moses Akatugba was arrested by the Nigerian army and charged with stealing mobile phones. He was tort­ured and forced into signing two “confessions” – which formed the sole basis of his conviction. After 10 years in jail, and over 800,000 messages from acti­vists around the world, Moses’ life has been spared. Moses Akatugba visited Iceland in the end of November 2016 where he met the acti­vists that took action in his support. This video was made in colla­boration with the digital advert­ising agency, KIWI.

English subtitles

Velkomin – Horf­umst í augu

Hörm­ungar og stríð geysa víða um heiminn. Ein afleiðing þessa eru fólks­flutn­ingar og flótti, þar sem fólk neyðist til að yfir­gefa heimili sín. Ástæður þess að fólk flýr heima­land sitt geta verið marg­vís­legar. Sumir flýja vegna hungurs, efna­hags­legs ástands og vopn­aðra átaka en aðrir sæta ofsóknum af hendi yfir­valda eða annarra aðila.

Fyrir 20 árum síðan uppgötvaði sálfræð­ing­urinn Arthur Aron að ef fólk myndaði ótruflað augn­sam­band í fjórar mínútur færði það fólk nær hvort öðru. Íslands­deild Amnesty Internati­onal ákvað að standa að verk­efni sem byggir á þess­arri uppgötvun, þar sem flótta­fólk og Íslend­ingar komu saman, sátu gegnt hvort öðru og horfðust í augu í fjórar mínútur. Áhrifin voru einkar jákvæð eins og glögg­lega sést á mynd­bandinu. Mynd­bandið var unnið í samstarfi við fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Pegasus.

Íslenska

I Welcome – Looking refu­gees in the eyes

Disa­sters and wars rage around the world. One consequ­ence of this is migration and flight, where people are forced to leave their homes. There are many reasons why people flee their home country. Some are fleeing famine, economic hardship or armed conflict, while others are being persecuted by autho­rities or others.

Twenty years ago, the psychologist Arthur Aron disco­v­ered that if people formed an unin­terrupted eye contact for four minutes, it would bring people closer together. Amnesty Internati­onal Iceland decided to carry out an experi­ment based on this disco­very, where refu­gees and Icelanders came together, sat opposite each other and looked into each other’s eyes for four minutes. The effects were particul­arly positive as can be seen in the video. The video was made in colla­boration with the Icelandic production company Pegasus.

English subtitles