Mannréttindakrossgáta
Í þessu verkefni er athugað kunnáttu nemenda á grundvallaratriðum tengdum mannréttindum og starfi Amnesty International.
Íslandsdeild Amnesty International býður upp á fjölbreyttar mannréttindafræðslur fyrir skóla, fyrirtæki og hópa. Mannréttindafræðsla snýst um að skapa skilning á mannréttindum og sjá til þess að allir einstaklingar þekki réttindi sín og geti gert tilkall til þeirra.
Með fræðslu getum við barist gegn mismunun, stuðlað að jafnrétti og virkri þáttttöku einstaklinga í lýðræðislegum ákvörðunum samfélagsins og þannig unnið að betri heimi.
Mannréttindafræðsla Amnesty International byggir á því að auka þekkingu, hæfni og breyta viðhorfum í þágu mannréttinda. Þetta er í samræmi við 26. grein Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um að mennta einstaklinga og efla skilning, umbyrðarlyndi og vináttu milli hópa í þágu friðar.
Hér má skoða þær fræðslur sem við bjóðum upp á en einnig getum við skipulagt fræðslu eftir því hvað hentar hverjum hópi. Við heimsækjum höfuðborgarsvæðið jafnt sem landsbyggðina og fræðsluheimsóknir Íslandsdeildar Amnesty International eru öllum að kostnaðarlausu.
Í þessu verkefni er athugað kunnáttu nemenda á grundvallaratriðum tengdum mannréttindum og starfi Amnesty International.
Lengd: 30 - 90 mínútur Aldur: 12-18
Í verkefnum þessa kennsluheftis nota nemendur efni tengt málum þeirra einstaklinga sem sjónum er beint að í herferðinni ÞITT NAFN BJARGAR LÍFI í ár, skoða mannréttindi og fá tækifæri til að grípa til aðgerða.
Lengd: 40-60 mínútur Aldur: 12+
Í verkefnum þessa kennsluheftis nota nemendur efni tengt málum þeirra einstaklinga sem sjónum er beint að í herferðinni ÞITT NAFN BJARGAR LÍFI í ár, skoða mannréttindi og fá tækifæri til að grípa til aðgerða.
Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 13+
Í verkefninu kynna þátttakendur sér Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, greina mannréttindabrot í fimm raunverulegum sögum þolenda og velta fyrir sér sínu hlutverki sem þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi.
Lengd: Annað Aldur: Allir aldurshópar
LITUM FYRIR MANNRÉTTINDI er litabók með lærdómsívafi fyrir alla sem vilja fræðast um frægt baráttufólk fyrir mannréttindum. Bókinni fylgir fræðsluefni fyrir átta ára og eldri sem hentar þeim sem vilja læra um mannréttindi með ungu kynslóðinni.
Lengd: 10-40 mínútur Aldur: Allir aldurshópar
Veist þú hvernig COVID-19 hefur áhrif á mannréttindi? Taktu 15 mínútna örnámskeiðið COVID-19 & mannréttindi sem er tilvalið fyrir alla þá sem vilja læra meira um stöðu mannréttinda á þessum sérstöku tímum.
Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 14+
Í verkefnum þessa kennsluheftis nota nemendur efni tengt málum þeirra einstaklinga sem sjónum er beint að í herferðinni Þitt nafn bjargar lífi í ár, skoða mannréttindi og fá tækifæri til að grípa til aðgerða.
Lengd: 40-60 mínútur Aldur: Allir aldurshópar
Í verkefninu læra nemendur að greina réttindi sín og hvernig þau eru hluti daglegs lífs.
Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 10+
Í verkefninu deila nemendur sögum af því þegar þeir stóðu með sjálfum sér. Þessar sögur eru síðan settar í samhengi við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.
Lengd: 40-60 mínútur Aldur: 16+
Í verkefninu skoða nemendur mismunun og óréttlæti þegar kemur að ólíkum aðstæðum og tækifærum einstaklinga.
Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 12+
Í verkefnum þessa kennsluheftis nota nemendur efni tengt málum þeirra einstaklinga sem sjónum er beint að í herferðinni Þitt nafn bjargar lífi í ár, skoða mannréttindi og fá tækifæri til að grípa til aðgerða.
Lengd: 90-120 mínútur Aldur: 13+
Í verkefninu kynna nemendur sér mannréttindi trans og intersex fólks.
Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 13+
Í verkefninu tengja nemendur dæmi um mannréttindi og mannréttindabrot við greinar Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.
Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 12+
Í verkefninu greina nemendur þarfir barna og tengja þær við mannréttindi.
Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 16+
Í verkefninu skoða nemendur Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og meta hversu virk réttindin eru í raun í nærsamfélagi þeirra.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu