Ungliðahreyfing

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal er félags­skapur ungra mann­rétt­inda­sinna á aldr­inum 14-25 ára. Hlut­verk ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar er að vekja athygli á mann­rétt­indum og mann­rétt­inda­brotum um heim allan í gegnum aðgerð­astarf.

Með þátt­töku í ungl­iða­hreyf­ingu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal gefst ungu fólki tæki­færi til að láta gott af sér leiða, taka þátt í alþjóð­legu mann­rétt­ind­a­starfi og fá þjálfun í viðburða­stjórnun og vald­efl­ingu. Við viljum ná til ungs fólks um allt land og leggjum mikið kapp á það að styðja við bakið á þeim sem vilja standa fyrir mann­rétt­inda­tengdu aðgerð­a­starfi á Íslandi.

Ungl­iða­hreyf­ingin er opin öllu áhuga­sömu ungu fólki sem vill taka þátt í að móta aðgerð­astarf, skipu­leggja viðburði og hjálpa til við að bera út boðskap mann­rétt­inda. Fundir ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar eru 1-2 í mánuði og tökum við öllum nýliðum fagn­andi.

Þú getur tekið þátt og fylgst með starf­semi ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar á Insta­gram.

Næstu viðburðir

20. Júní 2023, kl. 17:00

Alþjóðadagur flóttafólks

Haldið verður söguboð (Story-sharing café) í Húsi máls og menningar þriðjudaginn 20. júní nk. Söguboð fer þannig fram að fólk úr ólíkum áttum sest við borð og deilir eigin sögum sem spretta frá fimm hversdagslegum umræðuefnum. Við hvert borð eru 6-8 átta sæti og túlkar hjálpa þeim sem þurfa svo öll fái tækifæri til að koma sinni sögu áleiðis.

12. Ágúst 2023, kl. 14:00

Gleðigangan 2023

Gleðigangan í þágu hinsegin réttinda

Ungir aðgerðarsinnar

Ungir aðgerða­sinnar gegna mikil­vægu hlut­verki í starfi Amnesty Internati­onal um víða veröld. Ungt fólk er oft virk­ustu félag­arnir okkar, sýna ótrú­lega sköp­un­ar­gáfu og eldmóð í öllu sem þau taka sér fyrir hendur í aðgerð­a­starfi, fræðslu og viðburðum.

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal var stofnuð í mars árið 2012. Hreyf­ingin hefur frá fyrstu dögum haft það að leið­ar­ljósi að vekja athygli á mann­rétt­inda­málum í víðu samhengi.

Markmið ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar

  • Vekja athygli á mann­rétt­indum í gegnum marg­vís­lega viðburði
  • Standa vörð um mann­rétt­indi þeirra sem hafa veika rödd – hérlendis og erlendis
  • Skipu­leggja viðburði og aðgerðir sem styðja við starf Íslands­deild­ar­innar
  • Standa fyrir jafn­ingja­fræðslu út frá herferðum samtak­anna
  • Halda úti virku og áhuga­verðu aðgerð­a­starfi fyrir ungmenni
  • Taka þátt í alþjóð­a­starfi Amnesty Internati­onal með ungu fólki frá öðrum löndum
  • Læra af öðrum og þekk­ingu þeirra