Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International er félagsskapur fyrir ungt fólk á aldrinum 14-25 ára. Hlutverk ungliðahreyfingarinnar er að vekja athygli á mannréttindum og mannréttindabrotum um heim allan.
Ungliðahreyfingin er opin öllum áhugasömum ungmennum sem vilja taka þátt í að skipuleggja viðburði og aðgerðir til að bera út boðskap mannréttinda. Ungliðahreyfingin fundar reglulega og öllum nýliðum er tekið fagnandi.
Með þátttöku í ungliðahreyfingunni gefst ungu fólki tækifæri til að láta gott af sér leiða, valdeflast, taka þátt í alþjóðlegu mannréttindastarfi bæði innanlands og erlendis og fá þjálfun í viðburðastjórnun.
Þú getur tekið þátt og fylgst með starfsemi ungliðahreyfingarinnar á Instagram.
Næstu viðburðir
Ungir aðgerðarsinnar
Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International var stofnuð í mars 2012. Hreyfingin hefur vakið athygli á fjölda mannréttindamála með því að skipuleggja og taka þátt í ýmsum aðgerðum og viðburðum, meðal annars mótmælum, málþingi, gleðigöngu, maraþoni og alþjóðaráðstefnum.
Ungmenni eru oft virkustu félagarnir okkar. Þau taka þátt í mannréttindastarfi okkar af miklum eldmóð og sýna mikla sköpunargáfu.
Markmið ungliðahreyfingarinnar er:
Ungliðahreyfingin er góður félagsskapur með það að markmiði að gera heiminn að betri stað.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu