Ungliðahreyfing

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal er félags­skapur ungra mann­rétt­inda­sinna á aldr­inum 14-25 ára. Hlut­verk ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar er að vekja athygli á mann­rétt­indum og mann­rétt­inda­brotum um heim allan í gegnum aðgerð­astarf.

Með þátt­töku í ungl­iða­hreyf­ingu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal gefst ungmennum tæki­færi til að láta gott af sér leiða, taka þátt í alþjóð­legu mann­rétt­ind­a­starfi og fá þjálfun í viðburða­stjórnun og vald­efl­ingu. Við viljum ná til ungs fólks um allt land og leggjum mikið kapp á það að styðja við bakið á þeim sem vilja standa fyrir mann­rétt­inda­tengdu aðgerð­a­starfi á Íslandi.

Ungl­iða­hreyf­ingin er opin öllum áhuga­sömum ungmennum sem vilja taka þátt í að móta aðgerð­astarf, skipu­leggja viðburði og hjálpa til við að bera út boðskap mann­rétt­inda. Fundir ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar eru mánað­ar­legir og tökum við öllum nýliðum fagn­andi.

Þú getur tekið þátt og fylgst með starf­semi ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar í Face­book hóp hennar.

Næstu viðburðir

23. Apríl 2019, kl. 18:00-20:00

Opinn fundur Ungliðahreyfingarinnar

Mánaðarlegur fundur Ungliðahreyfingarinnar. Dagskrá auglýst síðar. Öll velkomin sem vilja taka þátt, hjálpa til eða bara vera með á kantinum.

1. Maí 2019, kl. 0:00

Nordic Youth Conference

Umsóknarfrestur á Nordic Youth Conference ráðstefnuna sem haldin verður í Svíþjóð dagana 29. júlí - 2. ágúst 2019 rennur út 1. maí

11. Maí 2019, kl. 10:00-17:00

Landsfundur Ungliðahreyfingarinnar

Landsfundur Ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International verður haldin laugardaginn 11. maí næst komandi. Við fáum erlendan gest, hristum hópinn saman, grípum til aðgerða og fáum okkur gott að borða. Öll velkomin með litla eða mikla reynslu innan hreyfingarinnar. Nánari dagskrá og skráning auglýst síðar.

Ungir aðgerðarsinnar

Ungir aðgerð­arsinnar gegna mikil­vægu hlut­verki í starfi Amnesty Internati­onal um víða veröld. Ungt fólk er oft virk­ustu félag­arnir okkar, sýna ótrú­lega sköp­un­ar­gáfu og eldmóð í öllu sem þau taka sér fyrir hendur í aðgerð­ar­starfi, fræðslu og viðburðum.

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal var stofnuð í mars árið 2012. Hreyf­ingin hefur frá fyrstu dögum haft það að leið­ar­ljósi að vekja athygli á mann­rétt­inda­málum í víðu samhengi.

Í stjórn ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar 2018-2019 eru: Þórhildur Elísabet Þórs­dóttir formaður, Bryn­hildur Kristín Ásgeirs­dóttir ritari, Sigrún Alua gjald­keri, Númi Sveinsson, Hertha Kristín Benja­míns­dóttir, Ragn­heiður Lóa Ólafs­dóttir og Snædís Lilja Kára­dóttir.

Markmið ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar

  • Vekja athygli á mann­rétt­indum í gegnum marg­vís­lega viðburði
  • Standa vörð um mann­rétt­indi þeirra sem hafa veika rödd – hérlendis og erlendis
  • Skipu­leggja viðburði og aðgerðir sem styðja við herferð­astarf Íslands­deild­ar­innar
  • Standa fyrir jafn­ingja­fræðslu út frá herferðum samtak­anna
  • Halda úti virku og áhuga­verðu aðgerð­a­starfi fyrir ungmenni
  • Taka þátt í alþjóð­a­starfi Amnesty Internati­onal með ungu fólki frá öðrum löndum
  • Læra af öðrum og þekk­ingu þeirra