Ungliðahreyfing

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal er félags­skapur fyrir ungt fólk á aldr­inum 14-25 ára. Hlut­verk ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar er að vekja athygli á mann­rétt­indum og mann­rétt­inda­brotum um heim allan.

Ungl­iða­hreyf­ingin er opin öllum áhuga­sömum ungmennum sem vilja taka þátt í að skipu­leggja viðburði og aðgerðir til að bera út boðskap mann­rétt­inda. Ungl­iða­hreyf­ingin fundar reglu­lega og öllum nýliðum er tekið fagn­andi.

Með þátt­töku í ungl­iða­hreyf­ing­unni gefst ungu fólki tæki­færi til að láta gott af sér leiða, vald­eflast, taka þátt í alþjóð­legu mann­rétt­ind­a­starfi bæði innan­lands og erlendis og fá þjálfun í viðburða­stjórnun.

Þú getur tekið þátt og fylgst með starf­semi ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar á Insta­gram.

Næstu viðburðir

Ungir aðgerðarsinnar

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal var stofnuð í mars 2012. Hreyf­ingin hefur vakið athygli á fjölda mann­rétt­inda­mála með því að skipu­leggja og taka þátt í ýmsum aðgerðum og viðburðum, meðal annars mótmælum, málþingi, gleði­göngu, mara­þoni og alþjóða­ráð­stefnum.

Ungmenni eru oft virk­ustu félag­arnir okkar. Þau taka þátt í mann­rétt­ind­a­starfi okkar af miklum eldmóð og sýna mikla sköp­un­ar­gáfu.

 

Markmið ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar er:

  • Að vekja athygli á mann­rétt­indum
  • Að skipu­leggja viðburði og aðgerðir
  • Að halda jafn­ingja­fræðslu
  • Að taka þátt í alþjóð­a­starfi Amnesty Internati­onal
  • Að vera vett­vangur fyrir ungmenni til að afla sér reynslu og þekk­ingu

 

Ungl­iða­hreyf­ingin er góður félags­skapur með það að mark­miði að gera heiminn að betri stað.