
Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International er félagsskapur ungra mannréttindasinna á aldrinum 14-25 ára. Hlutverk ungliðahreyfingarinnar er að vekja athygli á mannréttindum og mannréttindabrotum um heim allan í gegnum aðgerðastarf.
Með þátttöku í ungliðahreyfingu Íslandsdeildar Amnesty International gefst ungmennum tækifæri til að láta gott af sér leiða, taka þátt í alþjóðlegu mannréttindastarfi og fá þjálfun í viðburðastjórnun og valdeflingu. Við viljum ná til ungs fólks um allt land og leggjum mikið kapp á það að styðja við bakið á þeim sem vilja standa fyrir mannréttindatengdu aðgerðastarfi á Íslandi.
Ungliðahreyfingin er opin öllum áhugasömum ungmennum sem vilja taka þátt í að móta aðgerðastarf, skipuleggja viðburði og hjálpa til við að bera út boðskap mannréttinda. Fundir ungliðahreyfingarinnar eru 1-2 í mánuði og tökum við öllum nýliðum fagnandi.
Þú getur tekið þátt og fylgst með starfsemi ungliðahreyfingarinnar á Facebook.
Við mælum einnig með skráningu í hreyfinguna hér
Næstu viðburðir
12. Ágúst 2023, kl. 14:00
Gleðigangan í þágu hinsegin réttinda
Ungir aðgerðarsinnar
Ungir aðgerðasinnar gegna mikilvægu hlutverki í starfi Amnesty International um víða veröld. Ungt fólk er oft virkustu félagarnir okkar, sýna ótrúlega sköpunargáfu og eldmóð í öllu sem þau taka sér fyrir hendur í aðgerðastarfi, fræðslu og viðburðum.
Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International var stofnuð í mars árið 2012. Hreyfingin hefur frá fyrstu dögum haft það að leiðarljósi að vekja athygli á mannréttindamálum í víðu samhengi.
Markmið ungliðahreyfingarinnar
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu