Sokkar fyrir Amnesty 2024

Vinsam­legast athugið að panta þarf fyrir 20. desember ef að sending á að berast fyrir jól. Einnig er hægt að velja að sækja vörur á skrif­stofu okkar í Þing­holts­stræti 27, 101 Reykjavík, 3.hæð. Opnun­ar­tími 10-16 alla virka daga til og með 20. desember.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mann­rétt­ind­a­starfinu.

Hönn­un­art­eymið Flétta, þær Birta Rós Brynj­ólfs­dóttir og Hrefna Sigurð­ar­dóttir hönnuðu sokkana í ár. 

„Í merki Amnesty umlykur gaddagirðing kerti. Kertið táknar vonina og gaddagirð­ingin alla þá sem hafa orðið fyrir mann­rétt­inda­brotum. Við sem njótum þeirra forrétt­inda að geta áhyggju­laus barist fyrir bættum heimi erum með þessu minnt á alla þá sem ekki hefur tekist að bjarga. Amnesty Internati­onal beitir sér fyrir mann­rétt­indum vegna loft­lags­breyt­inga, tján­ing­ar­frelsis, dauðarefs­inga, einangr­un­ar­vistar fanga í gæslu­varð­haldi á Íslandi og málefnum flótta­fólks en það hefur aldrei verið eins mikil­vægt að berjast fyrir einmitt þessum málefnum. Við vildum að sokk­arnir væru áber­andi og minntu á þessi áherslumál Amnesty þannig stendur hver eigandi fyrir vonina en ber jafn­framt með sér áminn­ingu um alla þá sem þurfa á hjálp okkar að halda.

-Flétta

Sokk­arnir eru fram­leiddir í verk­smiðju í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálf­bærni í fram­leiðslu­ferlinu. Bómullin er form­lega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífs­kjör smábænda og stuðla að umhverf­i­s­vænni bómullar­fram­leiðslu samkvæmt ströngum skil­yrðum. Sokk­arnir eru teygj­an­legir og komu í tveimur stærðum: 36-39 og 40-44.

Allur ágóði af sokka­söl­unni rennur óskiptur til mann­rétt­ind­a­starfs Íslands­deildar Amnesty Internati­onal.

Sokk­arnir eru einnig til sölu í eftir­far­andi búðum frá og með 28. nóvember:

  • Andrá Reykjavík
  • Ungfrúin góða
  • Hagkaup: Garðabær, Smáralind, Kringlan og Skeifan
  • Krónan: Akur­eyri, Flata­hraun, Skeifan, Lindir, Mosfellsbær og Selfoss
  • Bónus: Mosfellsbær og Holta­garðar

1 STK.
3.200 kr.

Allar vörur