
Jólagjöfin í ár
Sokkar fyrir Amnesty 2024Íslandsdeild Amnesty International selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mannréttindastarfinu.
Í ár var leitað til Listaháskólans og hönnunarsamkeppni var hrint af stað innan skólans. Hönnun Megan Auðar nemanda við LHÍ varð fyrir valinu.
„Þegar ég var lítil, kannski 10 ára, heyrði ég ljóð á ríkisútvarpinu sem talaði um hvernig við öndum öll sama lofti og allt mannfólkið sem komið hefur á undan okkur. Þessi hugmynd sat alltaf hjá mér. Seinna á lífsleiðinni lærði ég um Ubuntu heimspekina, sem í mínum skilning, tengir allt mannfólk og lífverur jarðar í tengslanet sem reiðir hvort á annað. Og berum við þá sameiginlega ábyrgð á því að passa hvor upp á annað. Myndin á sokkunum er myndlýsing á þessu tengslaneti, og vonandi smá áminning um tenginguna.“
Megan Auður
Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Bómullin er formlega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum. Sokkarnir eru teygjanlegir.
Allur ágóði af sokkasölunni rennur óskiptur til mannréttindastarfs Íslandsdeildar Amnesty International.
Allar vörur

Jólagjöfin í ár
Sokkar fyrir Amnesty 2024
Megan Auður
Sokkar fyrir Amnesty 2023
Tautaska - Jafnrétti
Tautaska
Gjöfin í pakkann
Litabók
Má bjóða þér mannréttindi?
Myndasaga
Verndaðu friðhelgi þína
Myndavélahula fyrir snjalltæki
John Lennon + Jean Jullien
Imagine
Barnabók
Við erum öll fædd frjáls
Fallegar barmnælur
Vonarljós
Gjöfin sem heldur loganum lifandi
Gjafabréf
Merkispjöld
Merkispjöld á pakka
Jólakort 2021
Saman eftir Rakel Tómas
Þitt nafn bjargar lífi
Styrktu starfið með kaupum á andvirði frímerkis
Jólakort
Borða snjó eftir Lóu HjálmtýsdótturÞú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu