Án mótmæla verða engar breytingar

Tjáningarfrelsið

Stöndum vörð um rétt okkar til að mótmæla

Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoð­anir sínar, krefjast samfé­lags­um­bóta, benda á misrétti, krefjast rétt­lætis vegna mann­rétt­inda­brota og kalla eftir ábyrgð­ar­skyldu stjórn­valda og stór­fyr­ir­tækja. Mótmæli eru þess megnug að leiða af sér stór­kost­legar umbætur eins og mann­kyns­sagan sannar.

Við verðum að standa vörð um rétt okkar til að mótmæla á tímum þegar stjórn­völd líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta.

Gríptu til aðgerða. Án mótmæla verða engar breyt­ingar!

Áköll

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.