Án mótmæla verða engar breytingar

Tjáningarfrelsið

Stöndum vörð um réttinn til að mótmæla

Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoð­anir sínar, krefjast samfé­lags­um­bóta, benda á misrétti, krefjast rétt­lætis vegna mann­rétt­inda­brota og kalla eftir ábyrgð­ar­skyldu stjórn­valda og stór­fyr­ir­tækja. Mótmæli eru þess megnug að leiða af sér stór­kost­legar umbætur, skapa rétt­látari og jafnari heim, eins og mann­kyns­sagan sannar. Heimur án mótmæla er heimur þar sem mann­rétt­indum okkar er ógnað.

Það verður að standa vörð um rétt okkar til að mótmæla á tímum þegar stjórn­völd líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta af því þau vilja viðhalda óbreyttu ástandi og skapa sundr­ungu innan samfé­laga.

Stöndum saman, stöndum vörð um réttinn til að mótmæla. Án mótmæla verða engar breyt­ingar!

Vissir þú að mótmæli eru í raun frið­sam­asta og áhrifa­rík­asta leiðin til að ná fram samfé­lags­um­bótum, sérstak­lega fyrir viðkvæm­ustu hópa samfé­lagsins.

Lærðu nánar um réttinn til að mótmæla, sögu þessa réttar, af hverju hann er mikil­vægur og hvernig þú getur varið þennan rétt. Taktu námskeiðið okkar um réttinn til að mótmæla endur­gjalds­laust!

Áköll

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi