Tjáningarfrelsið
Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda og stórfyrirtækja. Mótmæli eru þess megnug að leiða af sér stórkostlegar umbætur, skapa réttlátari og jafnari heim, eins og mannkynssagan sannar. Heimur án mótmæla er heimur þar sem mannréttindum okkar er ógnað.
Það verður að standa vörð um rétt okkar til að mótmæla á tímum þegar stjórnvöld líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta af því þau vilja viðhalda óbreyttu ástandi og skapa sundrungu innan samfélaga.
Stöndum saman, stöndum vörð um réttinn til að mótmæla. Án mótmæla verða engar breytingar!
Vissir þú að mótmæli eru í raun friðsamasta og áhrifaríkasta leiðin til að ná fram samfélagsumbótum, sérstaklega fyrir viðkvæmustu hópa samfélagsins.
Lærðu nánar um réttinn til að mótmæla, sögu þessa réttar, af hverju hann er mikilvægur og hvernig þú getur varið þennan rétt. Taktu námskeiðið okkar um réttinn til að mótmæla endurgjaldslaust!
Áköll
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu