Fréttir

9. mars 2020

Íslensku auglýs­inga­verð­launin 2019

Íslands­deild Amnesty Internati­onal varð þess heiðurs aðnjót­andi að taka við Lúðr­inum, íslensku auglýs­inga­verð­laun­unum fyrir bestu sjón­varps­aug­lýs­inga­her­ferð í flokki almanna­heilla árið 2019, við hátíð­lega athöfn á Nordica þann 6. mars síðast­liðinn. Verð­launin voru veitt fyrir árlega herferð samtak­anna, Þitt nafn bjargar lífi sem fram fór á síðustu mánuðum ársins 2019.

Starfs­fólk Íslands­deildar Amnesty Internati­onal er í skýj­unum með þennan glæsta árangur og þakkar heils­hugar öllu hæfi­leika­ríka fólkinu sem lagði þessari þýðing­ar­miklu herferð lið og kom henni til skila til almenn­ings.

Árið 2019 slógu Íslend­ingar þátt­tökumet í herferð­inni en alls söfn­uðust rúmlega 82.000 undir­skriftir fyrir tíu mál ungmenna víðs vegar um heiminn sem öll sættu svívirði­legum mann­rétt­inda­brotum, allt frá lögreglu­of­beldi til dauðarefs­ingar.

Samstöðu­mátt­urinn skilar árangri í barátt­unni fyrir betri heimi.Við sem störfum fyrir hönd Íslands­deildar samtak­anna erum djúpt snortin yfir þeim samhug sem Íslend­ingar sýna ár hvert í barátt­unni fyrir betri heimi.

Við viljum þakka öllu því frábæra fólki sem kom að þessu þýðing­ar­mikla verk­efni

 

Kontor Reykjavík – Hugmynd og umsjón
Reynir Lyngdal – Leik­stjóri/Fram­leið­andi
Vigfús Þ. Gunn­arsson – Fram­leið­andi/AD/Casting
Kilian G. E. Briansson – Leikari
Ásgrímur Guðbjartsson – DOP
Eiríkur Júlí­usson – AC
Ólafur P. Georgsson – Ljós/Grip
Hákon Hjart­arson– Best Boy
Jói B. – Hljóð
Pétur Jónsson – Tónlist
Vera E. Thor­steinsson – Smink
TooCutty Guðni Hilmar Hall­dórsson – Klipping
Trickshot Eggert Bald­vinsson – Eftir­vinnsla og lita­leið­rétting
Petur Karlson – VFX

Lestu einnig