Góðar fréttir

11. febrúar 2021

Loujain al-Hathloul hefur verið leyst úr haldi!

Loujain al-Hathloul þekkt baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum var leyst úr haldi í gær en hún var í fang­elsi í næstum þrjú ár.  

„Ekkert getur komið í staðinn fyrir þá illu meðferð sem hún hefur sætt eða órétt­lætið sem hún upplifði. Í fang­elsinu sætti hún pyndingumkynferð­islegri áreitni, einangr­un­ar­vist og henni var neitað ð um að hitta fjöl­skyldu sína svo mánuðum skipti. Stjórn­völd í Sádi-Arabíu verða að tryggja að þeir aðilar sem stóðu á bak við þessari illu meðferð verði dregnir til ábyrgðar. Einnig verða stjórn­völd að tryggja að hún sæti ekki frekari refs­ingu eins og ferða­banni.“ 

Loujain al-Hathloul hefði aldrei átt að vera í fang­elsi. Henni var  refsað fyrir að berjast fyrir kven­rétt­indum í Sádi-Arabíu“ segir Lynn Maalouf, yfir­maður hjá Amnesty Internati­onal í Mið-Austur­löndum.   

Eitt af baráttu­málum Loujain var að konur fengju að keyra í Sádi-Arabíu og að konur þyrftu ekki að lúta forsjá karl­manna. Í desember 2020 var hún dæmd í tæplega sex ára fang­elsi, þar af tæp þrjú ár óskil­orðs­bundin, fyrir baráttu sína en hafði þá setið inni síðan 2018. Systir hennar Lina al Hathloul, hefur farið um allan heim og vakið athygli á máli hennar, meðal annars á Íslandi í desember 2019. Tján­ingar-, funda-, og félaga­frelsið er veru­lega skert í Sádi-Arabíu en hér er hægt að lesa nánar um stöðuna. 

Amnesty Internati­onal hefur lengi barist fyrir lausn hennar og annarra baráttu­kvenna. Lesa eldra ákall.

Þess má til gamans geta að Loujain al-Hathloul er ein af 16 mann­rétt­inda­sinnum í lita­bók­inni okkar Litabók fyrir mann­rétt­indi.

 

Lestu einnig