Fréttir

11. júní 2020

Nígería: Börn frá svæðum Boko Haram sæta illri meðferð

skýrsla Amnesty Internati­onal greinir frá hræði­legum afleið­ingum átaka stjórn­valda og Boko Haram fyrir börn í norð­aust­ur­hluta Nígeríu. Börn sem flýja svæði Boko Haram enda oftar en ekki í verri aðstæðum. Í besta falli eru þau á vergangi í harðri lífs­bar­áttu þar sem þau hafa lítinn eða engan aðgang að menntun. Í versta falli eru þau hand­tekin að geðþótta af hernum og þeim haldið árum saman við aðstæður sem teljast til pynd­inga og annarrar illrar meðferðar. Einnig kemur fram í skýrsl­unni að alþjóð­legir aðilar hafi styrkt gallaða endur­hæf­ingu fyrir meinta fyrrum hermenn Boko Haram sem í raun er ólög­mætt varð­hald barna og full­orð­inna.

Grimmdarverk Boko Haram

Í næstum áratug hafa börn í norð­aust­ur­hluta Nígeríu þurft að þola grimmd­ar­verk og stríðs­glæpi Boko Haram, eins og árásir á skóla, víðtæk mannrán, liðs­söfnun barna­her­manna og nauð­ung­ar­hjóna­bönd stúlkna og ungra kvenna. Eitt þekkt­asta dæmið er þegar hundruðum skóla­stúlkum var rænt í Chibok árið 2014.

Börn á svæðum Boko Haram hafa þurft að sæta pynd­ingum, þar á meðal svipu­höggum og barsmíðum, auk þess að vera neydd til að horfa á opin­berar aftökur eða grimmi­legar refs­ingar.

„Illa innrætti „eigin­maður“ minn barði mig ítrekað. Daglegar athafnir mínar voru bæna­stundir, elda­mennska ef það var til matur og kennsla í Kóran­inum. Það mátti ekki fara neitt eða að heim­sækja vini. Þetta var hræðileg lífs­reynsla. Ég varð vitni að mismun­andi refs­ingum, allt frá skotárárásum til grjót­kasts og hýðinga.“

Vitn­is­burður 17 ára stúlku sem flúði Boko Haram eftir að henni var rænt og haldið nauð­ugri í fjögur ár.

Varðhald á vegum hersins

Næstum allir sem flýja svæði Boko Haram, þar á meðal börn, eru „skimuð“ af hernum. Í mörgum tilfellum sæta einstak­lingar pynd­ingum þar til þeir játa að tilheyra Boko Haram og eru settir í varð­hald. Yfir­leitt eru um að ræða ólög­mætt varð­hald á börnum. Börnin eru aldrei ákærð eða sótt til saka fyrir glæp og þau fá ekki aðgang að lögfræð­ingi, að mæta fyrir dómara eða hafa samskipti við fjöl­skyldu.

Fyrrum fangar sem tekið var viðtal við gáfu sambæri­lega og nákvæma lýsinga á aðstæðum. Yfir­full svæði, skortur á loftræst­ingu í óbæri­legum hita, sníkjudýr út um allt, þvag og saur á gólfinu vegna skorts á aðgengi að salern­is­að­stöðu.

Tugir þúsunda fanga hafa verið í haldi við þessar aðstæður sem eru það hræði­legar að það telst til pynd­inga og stríðs­glæpa. Mörg börn eru enn þá í haldi við þessar aðstæður þrátt fyrir lausn margra þeirra í lok ársins 2019 og í byrjun árs 2020. Amnesty Internati­onal áætlar að 10 þúsund einstak­lingar hið minnsta, þar af mörg börn, hafi látið lífið í varð­haldi frá því að átökin í landinu hófust.

„Aðstæður í Giwa eru hræði­legar og gætu drepið þig. Þar er enginn staður þar sem hægt er að leggjast niður. Hitinn er mikill og öll fötin þín verða blaut eins og þú hefðir verið settur í ána. Enn þá hefur enginn sagt mér af hverju farið var með mig þangað, hvað ég á að hafa gert, hvers vegna ég var í varð­haldi. Ég velti því fyrir mér, af hverju var ég að flýja Boko Haram?“

Vitn­is­burður fjórtán ára stráks sem Boko Haram rændi þegar hann var yngri en náði að flýja en var þá settur í varð­hald af hernum.

Verkefnið Operation Safe Corridor

Amnesty Internati­onal hefur einnig skráð mann­rétt­inda­brot í tengslum við verk­efnið, Operation Safe Corridor, sem hefur fengið millj­ónir dollara í stuðning frá Evrópu­sam­bandinu, Bretlandi, Banda­ríkj­unum og öðrum aðilum. Varð­haldsmið­stöð sem rekin er af hernum fyrir utan Gombe var sett á lagg­irnar árið 2016 til endur­hæf­ingar og endur­mennt­unar fyrir meinta hermenn og stuðn­ings­aðila Boko Haram. Frá stofnun þess hafa 270 útskrifast úr endur­hæf­ing­unni.

Aðstæður þar eru betri en í öðrum varð­haldsmið­stöðvum á vegum hersins. Fyrrum fangar töluðu á jákvæðan hátt um sálrænan stuðning og menntun sem þeir fengu þar. Hins vegar hafa flestir karl­menn­irnir og strák­arnir sem eru þarna ekki fengið upplýs­ingar um laga­lega ástæðu fyrir varð­haldinu og hafa ekki aðgang að lögfræð­ingi eða rétt­ar­kerfinu. Þeim er lofað að þetta sé aðeins til sex mánaða en í sumum tilfellum hefur það verið fram­lengt í nítján mánuði. Frelsi þeirra er skert og þeir eru undir stöð­ugri gæslu vopn­aðra varða.

Ákall Amnesty International

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að Nígería bregðist við vand­anum þar sem stjórn­völd hafa brugðist skyldu sinni að vernda og mennta heila kynslóð barna frá norð­uraust­ur­hluta landsins, svæði sem hefur bæði þurft að þola grimmd­ar­verk Boko Haram og mann­rétt­inda­brot af hálfu hersins.

Níger­íski herinn verður að leysa öll börn úr haldi sem hafa verið sett í varð­hald að geðþótta og stöðva öll brot sem virðast hafa þann tilgang að refsa þúsundum barna sem mörg hafa einnig þurft að þola grimmd­ar­verk Boko Haram.

Lestu einnig