Fimm pyndingartól sem þarf að banna

Alþjóða­dagur til stuðn­ings þolendum pynd­inga er þann 26. júní ár hvert. Því miður eru pynd­ingar algengar í mörgum löndum. Þó að pynd­ingar séu bann­aðar á alþjóða­vísu eru pynd­ing­artól enn þá mark­aðs­sett og seld um heim allan. Á alþjóð­legum vopna-og örygg­is­sýn­ingum geta stjórn­völd skoðað tól sem eru fram­leidd í þeim eina tilgangi að valda ótta og sárs­auka.

Sameinuðu þjóð­irnar tóku mikil­vægt skref í átt að banni við pynd­ing­ar­tólum í lok maí 2022 með útgáfu á skýrslu sérfræð­inga. Þessi skýrsla getur rutt veginn fyrir laga­lega bind­andi alþjóða­samn­ingi og er því þýðing­ar­mikill áfangi. Alls­herj­ar­þing Sameinuðu þjóð­anna bað sérfræð­ingahóp stjórn­valda um að kanna nýjar leiðir til að koma á reglum um pynd­ing­artól árið 2021 en það eru ekki til neinar mann­rétt­inda­mið­aðar alþjóð­legar reglur um viðskipti með slík tól.  

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að það verði afdrátt­ar­laust bann við pynd­ing­ar­tólum og fagnar m.a. þeim tilmælum í skýrsl­unni um að alþjóðastaðlar í fram­tíð­inni verði að banna fram­leiðslu og viðskipti á tólum sem eru í grunninn grimmileg löggæslutól. Sérfræð­inga­hóp­urinn segir að slíkt bann geti verið „fyrir­byggj­andi til að hindra mann­rétt­inda­brot“.  

Amnesty Internati­onal ásamt Omega Rese­arch Foundation hefur unnið náið með Evrópu­sam­bandinu og Evrópu­ráðinu til að þróa reglu­verk um pynd­ing­artól ásamt því að senda tilmæli um slíkt til Sameinuðu þjóð­anna. 

Eftir­far­andi fimm pynd­ing­artól þarf að banna án tafar.

Rafbelti

Rafkylfur

Gaddakylfur

Hálsólar

Stólar með fjötrum

Tengt efni