Alþjóðadagur til stuðnings þolendum pyndinga er þann 26. júní ár hvert. Því miður eru pyndingar algengar í mörgum löndum. Þó að pyndingar séu bannaðar á alþjóðavísu eru pyndingartól enn þá markaðssett og seld um heim allan. Á alþjóðlegum vopna-og öryggissýningum geta stjórnvöld skoðað tól sem eru framleidd í þeim eina tilgangi að valda ótta og sársauka.
Sameinuðu þjóðirnar tóku mikilvægt skref í átt að banni við pyndingartólum í lok maí 2022 með útgáfu á skýrslu sérfræðinga. Þessi skýrsla getur rutt veginn fyrir lagalega bindandi alþjóðasamningi og er því þýðingarmikill áfangi. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna bað sérfræðingahóp stjórnvalda um að kanna nýjar leiðir til að koma á reglum um pyndingartól árið 2021 en það eru ekki til neinar mannréttindamiðaðar alþjóðlegar reglur um viðskipti með slík tól.
Amnesty International kallar eftir því að það verði afdráttarlaust bann við pyndingartólum og fagnar m.a. þeim tilmælum í skýrslunni um að alþjóðastaðlar í framtíðinni verði að banna framleiðslu og viðskipti á tólum sem eru í grunninn grimmileg löggæslutól. Sérfræðingahópurinn segir að slíkt bann geti verið „fyrirbyggjandi til að hindra mannréttindabrot“.
Amnesty International ásamt Omega Research Foundation hefur unnið náið með Evrópusambandinu og Evrópuráðinu til að þróa regluverk um pyndingartól ásamt því að senda tilmæli um slíkt til Sameinuðu þjóðanna.
Eftirfarandi fimm pyndingartól þarf að banna án tafar.
Rafbelti
Rafkylfur
Gaddakylfur
Hálsólar
Stólar með fjötrum
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu