Stjórnvöld og útsendarar þess beita pyndingum í skjóli leyndar og refsileysis. Pyndingar eru ómannúðleg refsing sem er beitt af ríkisvaldinu víðs vegar um heiminn í trássi við alþjóðlegt bann.
Bann við pyndingum er algilt og nær til allra ríkja, óháð því hvort þau hafa samþykkt alþjóðasáttmála sem banna pyndingar. Pyndingar eru aldrei réttlætanlegar. Stríðsástand og neyðarástand réttlæta þær ekki.
21 land
Skoðanakönnunin endurspeglar ólík sjónarhorn frá mismunandi svæðum í heiminum.
21.221
tóku þátt í könnuninni.
82%
aðspurðra voru fylgjandi alþjóðlegum reglum gegn pyndingum.
80%
svarenda í Brasilíu voru sannfærðir um að þeir myndu sæta pyndingum ef handteknir. Aðeins 15% voru sannfærðir um það sama í Bretlandi.
Brýn þörf er á skýrum alþjóðlegum reglum gegn pyndingum
Ef ég væri færð/ur/t í varðhald í eigin landi er ég sannfærð/ur/t um að ég myndi ekki sæta pyndingum
Beiting pyndinga
Hendur þínar eru bundnar yfir höfði þér tímunum saman. Þér er gefið raflost sem skekur allan líkamann. Þér finnst þú vera drukkna þegar vatni er þvingað upp í þig. Þér er nauðgað. Svefnskerðing og sýndarréttarhöld.
Allt til að brjóta þig niður og fá þig til að gefast upp. Fá þig til að skrifa undir játningu eða veita upplýsingar. Refsa þér grimmilega. Þér er haldið í leyni. Veit einhver hvar þú ert? Man fólk eftir þér?
Kjarni vandans
Baráttan gegn pyndingum og annarri illri meðferð á á brattann að sækja. Víða um heim er fólk pyndað í fangelsum, á lögreglu-, varðhalds- og herstöðvum og á öðrum stöðum á vegum yfirvalda. Pyndingar þrífast ekki aðeins þar sem harðstjórar og einræðisherrar ráða ríkjum. Stjórnvöld sem gerast sek um pyndingar eru alls konar. Amnesty International hefur skráð pyndingar og aðra illa meðferð í 141 ríki, þriðjungur allra ríkja.
Í kjölfar 11. september 2001 endurskilgreindu mörg ríki pyndingar og illa meðferð undir því yfirskyni að fórna þyrfti réttindum sumra til að vernda almannaheill. Það væri hernaðarnauðsyn og/eða í sjálfsvörn. Skilgreiningin á pyndingum var þrengd. Notaðar voru „léttvægari“ aðferðir eins og kynferðislega niðurlægingu, svefnskerðingu, truflun á skynfærum, hita-, kulda og vatnspyndingar. Þessar aðferðir geta valdið miklum sálrænum skaða, jafnvel til frambúðar, þó ekki sjáist ummerki um líkamlega áverka.
Þegar örfá ríki réttlættu pyndingaraðferðir í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ gaf það öðrum ríkjum grænt ljós, ríkjum sem vildu nota pyndingar í nafni þjóðaröryggis – sem varð til þess að pyndingum var beitt gegn pólitískum andstæðingum, gagnrýnendum og aðgerðasinnum.
Pyndingar og ill meðferð verða ekki leyfilegar þó hugtökunum séu gefin önnur nöfn.
Baráttan gegn pyndingum
Amnesty International hefur barist gegn pyndingum í rúmlega 50 ár og margt hefur áunnist í þeirri baráttu.
Samtökin börðust fyrir gerð samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu sem var samþykktur árið 1984 og tók í gildi í árið 1987. Mikill meirihluti ríkja heims hefur fullgilt samninginn, eða 169 ríki, auk þess sem 5 önnur hafa skrifað undir hann en ekki fullgilt hann.
Árið 1985 undirritaði Ísland samning gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð og refsingu og fullgilti hann árið 1996.
Pyndingar þrífast enn þrátt fyrir rúmlega 30 ára alþjóðlegt bann við þessu grimmilega athæfi þar sem hyldýpisgjá er á milli loforða og efnda hjá ríkisstjórnum. Ríki þurfa að tryggja öfluga varnagla gegn pyndingum og annarri illri meðferð og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða.
Árangur
Moses Akatugba frá Nígeríu var náðaður árið 2015. Þúsundir Íslendinga tóku þátt í alþjóðlegri aðgerð árið 2014 þar sem þrýst var á fylkisstjóra í Nígeríu að náða hann. Hann var handtekinn og pyndaður 16 ára gamall og dæmdur var til dauða með hengingu eftir átta ár í fangelsi. Hann var ásakaður um stela nokkrum farsímum. Moses lét eftirfarandi orð falla þegar hann var náðaður:
„Ég er djúpt snortinn. Ég þakka Amnesty International og aðgerðasinnum samtakanna fyrir stórkostlegan stuðning sem gerðu mig að sigurvegara í þessum aðstæðum. Félagar Amnesty International og aðgerðasinnar eru hetjurnar mínar. Ég fullvissa þá um að þessi ótrúlegi stuðningur sem þeir hafa sýnt mér er ekki fyrir borð borinn. Með náð guðs mun ég uppfylla væntingar þeirra. Ég heiti því að gerast aðgerðasinni sjálfur og berjast fyrir aðra. Ég þakka einnig fylkisstjóranum fyrir góðverk sitt og að standa við orð sín.“
Samtakamáttur einstaklinga í þágu þeirra sem sæta grófum mannréttindabrotum skilar sér sannarlega.
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.