Pyndingar

Stjórn­völd og útsend­arar þess beita pynd­ingum í skjóli leyndar og refsi­leysis. Pynd­ingar eru ómann­úðleg refsing sem er beitt af ríkis­valdinu víðs vegar um heiminn í trássi við alþjóð­legt bann.

Bann við pynd­ingum er algilt og nær til allra ríkja, óháð því hvort þau hafa samþykkt alþjóða­sátt­mála sem banna pynd­ingar. Pynd­ingar eru aldrei rétt­læt­an­legar. Stríðs­ástand og neyð­ar­ástand rétt­læta þær ekki.

 

 • 21 land
  Skoðanakönnunin endurspeglar ólík sjónarhorn frá mismunandi svæðum í heiminum.

 • 21.221
  tóku þátt í könnuninni.

 • 82%
  aðspurðra voru fylgjandi alþjóðlegum reglum gegn pyndingum.

 • 80%
  svarenda í Brasilíu voru sannfærðir um að þeir myndu sæta pyndingum ef handteknir. Aðeins 15% voru sannfærðir um það sama í Bretlandi.

Brýn þörf er á skýrum alþjóðlegum reglum gegn pyndingum

 • Ósammála
 • Sammála
 • Get ekki svarað

Ef ég væri færð/ur í varðhald í eigin landi er ég sannfærð/ur um að sæta ekki pyndingum

 • Ósammála
 • Sammála
 • Get ekki svarað

Beiting pyndinga

Barsmíðar

Sjóðheitu vatni hellt yfir fanga

Sígarettubruni

Svipting matar og drykkjar

Ómannúðlegar aðstæður í varðhaldi

Hundum eða rottum beitt

Borað í liðamót

Þvingun til að drekka óhreint vatn, hland og kemísk efni

Þvinguð lyfjagjöf

Rafstuð

Þvingað meðgöngurof og þvinguð ófrjósemisaðgerð

Kuflhetta sett yfir höfuð og bundið fyrir augun

Mikill hiti eða kuldi

Langvarandi einangrunarvist

Lagalegar líkamlegar regsingar

Sýndaraftökur

Nálum stungið undir fingurneglur

Föngum meinað um læknisaðstoð

Skegg múslimskra karla rakað af gegn vilja þeirra

Svefnsvipting

Stungusár

Kæfing

Föngum hótað ofbeldi eða fjölskyldum þeirra

Vatnspyndingar

Húðstrýking

Hendur þínar eru bundnar yfir höfði þér tímunum saman. Þér er gefið raflost sem skekur allan líkamann. Þér finnst þú vera drukkna þegar vatni er þvingað upp í þig. Þér er nauðgað. Svefnskerðing og sýnd­ar­rétt­ar­höld.

Allt til að brjóta þig niður og fá þig til að gefast upp. Fá þig til að skrifa undir játn­ingu eða veita upplýs­ingar. Refsa þér grimmi­lega. Þér er haldið í leyni. Veit einhver hvar þú ert? Man fólk eftir þér?

Kjarni vandans

Pyndingar eru aldrei réttlætanlegar

Baráttan gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð á á brattann að sækja. Víða um heim er fólk pyndað í fang­elsum, á lögreglu-, varð­halds- og herstöðvum og á öðrum stöðum á vegum yfir­valda. Pynd­ingar þrífast ekki aðeins þar sem harð­stjórar og einræð­is­herrar ráða ríkjum. Stjórn­völd sem gerast sek um pynd­ingar eru alls konar.

Amnesty Internati­onal hefur skráð pynd­ingar og aðra illa meðferð í 141 ríki, þriðj­ungur allra ríkja.

 

Hvernig rétt­læta stjórn­völd beit­ingu pynd­inga?

 • Til að þvinga fram játn­ingar
 • Til að fá fram upplýs­ingar
 • Til að bæla niður andstöðu
 • Til að refsa fólki á grimmi­legan hátt

 

+ Lesa meira

Baráttan gegn pyndingum

Amnesty Internati­onal hefur barist gegn pynd­ingum í rúmlega 50 ár og margt hefur áunnist í þeirri baráttu.

Samtökin börðust fyrir gerð samn­ings Sameinuðu þjóð­anna gegn pynd­ingum og annarri grimmi­legri, ómann­legri og vanvirð­andi meðferð eða refs­ingu sem tók gildi í júní árið 1987. Mikill meiri­hluti ríkja heims hefur full­gilt samn­inginn, eða 164 ríki, auk þess sem 7 önnur hafa skrifað undir hann en ekki full­gilt hann.

Árið 1985 undir­ritaði Ísland samning gegn pynd­ingum og annarri grimmi­legri, ómann­úð­legri og niður­lægj­andi meðferð og refs­ingu og full­gilti hann árið 1996.

Pynd­ingar þrífast enn þrátt fyrir rúmlega 30 ára alþjóð­legt bann við þessu grimmi­lega athæfi þar sem hyldýp­isgjá er á milli loforða og efnda hjá ríkis­stjórnum. Ríki þurfa að tryggja öfluga varnagla gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð og grípa til fyrir­byggj­andi aðgerða.

+ Lesa meira

Tengt efni