Fimm pyndingartól sem þarf að banna

Alþjóða­dagur til stuðn­ings þolendum pynd­inga er þann 26. júní. Því miður eru pynd­ingar algengar í mörgum löndum. Sextíu ár eru liðin frá því að pynd­ingar voru bann­aðar á alþjóða­vísu en samt eru pynd­ing­artól enn þá mark­aðs­sett og seld um heim allan.

Á alþjóð­legum vopna-og örygg­is­sýn­ingum geta stjórn­völd skoðað tól sem eru fram­leidd í þeim eina tilgangi að valda ótta og sárs­auka. Enn sem komið er hefur ekki verið gerður alþjóð­legur samn­ingur sem bannar pynd­ing­artól en útflutn­ings­bann Evrópu­sam­bandsins hefur gert þessi viðskipti torveldari á síðustu árum. Í enda júní 2019 munu ríkis­stjórnir heims kjósa á alls­herj­ar­þingi Sameinuðu þjóð­anna um ályktun sem miðar að því að banna pynd­ing­ar­vörur að fullu. Við köllum eftir því að ríkis­stjórnir samþykki þessa löngu tíma­bæru ályktun og herði á núver­andi reglum sem leyfa viðskiptum á pynd­ing­ar­tólum að viðgangast.

Eftir­far­andi fimm pynd­ing­artól þarf að banna án tafar.

Rafbelti

Rafkylfur

Gaddakylfur

Hálsólar

Stólar með fjötrum

Tengt efni