Mikilvægur þáttur í baráttunni gegn pyndingum og annarri illri meðferð felst í fyrirbyggjandi aðgerðum. Til þeirra teljast meðal annars þekking fólks á eigin réttindum í samskiptum við valdstjórnina.
Í kjölfar herferðarinnar Stöðvum Pyndingar hefur Íslandsdeild Amnesty International tekið saman upplýsingar í níu liðum um réttindi fólks við meðferð sakamála.
Í rúmlega 50 ár hefur Amnesty International barist fyrir stjórnmálalegum og borgaralegum réttindum þar á meðal réttinum til mannúðlegrar meðferðar handtekinna manna og til réttlátrar málsmeðferðar.
Þrátt fyrir að margt hafi áunnist er mikið verk enn að vinna. Sorglegar staðreyndir um pyndingar og aðra illa meðferð koma fram ár eftir ár í ársskýrslum samtakanna. Frá janúar 2009 til mars 2014 skráði Amnesty International pyndingar og aðra illa meðferð í 141 ríki. Pyndingar af hálfu ríkisvaldsins eru því hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir að alþjóðleg lög gegn pyndingum hafi víða verið samþykkt.
Ríkisstjórnir allra landa verða að sýna í verki að þær líði ekki pyndingar eða illa meðferð undir nokkrum kringumstæðum.
Íslandsdeild Amnesty International þrýstir ennfremur á íslensk stjórnvöld að fullgilda valfrjálsa bókun við samning gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri og niðurlægjandi meðferð eða refsingu.
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu