Þinn réttur

Mikil­vægur þáttur í barátt­unni gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð felst í fyrir­byggj­andi aðgerðum. Til þeirra teljast meðal annars þekking fólks á eigin rétt­indum í samskiptum við vald­stjórnina.

Í kjölfar herferð­ar­innar Stöðvum Pynd­ingar hefur Íslands­deild Amnesty Internati­onal tekið saman upplýs­ingar í níu liðum um rétt­indi fólks við meðferð saka­mála.

Í rúmlega 50 ár hefur Amnesty Internati­onal barist fyrir stjórn­mála­legum og borg­ara­legum rétt­indum þar á meðal rétt­inum til mann­úð­legrar meðferðar hand­tek­inna manna og til rétt­látrar máls­með­ferðar.

Þrátt fyrir að margt hafi áunnist er mikið verk enn að vinna. Sorg­legar stað­reyndir um pynd­ingar og aðra illa meðferð koma fram ár eftir ár í ársskýrslum samtak­anna. Frá janúar 2009 til mars 2014 skráði Amnesty Internati­onal pynd­ingar og aðra illa meðferð í 141 ríki. Pynd­ingar af hálfu ríkis­valdsins eru því hvergi nærri á undan­haldi þrátt fyrir að alþjóðleg lög gegn pynd­ingum hafi víða verið samþykkt.

Ríkis­stjórnir allra landa verða að sýna í verki að þær líði ekki pynd­ingar eða illa meðferð undir nokkrum kring­um­stæðum.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal þrýstir ennfremur á íslensk stjórn­völd að full­gilda valfrjálsa bókun við samning gegn pynd­ingum og annarri grimmi­legri, ómann­legri og niður­lægj­andi meðferð eða refs­ingu.

Tengt efni