Taktu þátt

Þátttaka þín bjargar mannslífum!

Með undir­skrift þinni við mikil­vægar aðgerðir, og mánað­ar­legri félags­aðild að Amnesty Internati­onal leggur þú hönd við baráttuna um verndun mann­rétt­inda um heim allan.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

  • Þú færð send 3 áköll í mánuði.
  • Þú greiðir 199 kr. fyrir hvert ákall
  • Skrifaðu undir ákallið með því að svara skilaboðunum AKALL í 1900

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet

Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Virk áköll

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Simbabve

Hvar er Itai Dzamara?

Itai Dzamara er blaðamaður frá Simbabve og leiðtogi hóps mótmælenda sem hefur barist friðsamlega fyrir auknu lýðræði í heimalandi sínu. Itai hvarf árið 2015 í Harare. Ekkert er vitað um örlög hans.

Tyrkland

Berið virðingu fyrir ættingjum hinna horfnu

Þann 25. ágúst síðastliðinn beitti lögreglan í Istanbúl táragasi og háþrýstivatnsdælum til að leysa upp friðsamleg mótmæli. Umrædd mótmæli samanstóðu aðallega af konum sem margar hverjar eru á áttræðisaldri og þekktar sem Laugardagsmæðurnar (e. Saturday Mothers).

Japan

Stjórnvöld afnemi dauðarefsinguna

Matsumoto Kenji hefur setið á dauðadeild fyrir morð frá árinu 1993 og má vænta aftöku sinnar hvað úr hverju. Hann hefur lengi verið andlega veikur en veikindi hans má rekja til kvikasilfurseitrunar. Hann er haldinn ofsóknaræði vegna veru sinnar í dauðadeild

Mexíkó

14 ára piltur beittur grófu lögregluofbeldi

José Adrián er 16 ára gamall drengur af Maja ættum búsettur í bænum X-Can í Yucatan fylki í Mexíkó. Hann er með slæma heyrn sem veldur oft erfiðleikum í samskiptum. Þann 25. febrúar 2016, þá 14 ára gamall, var hann handtekinn af handahófi og honum misþyrmt af lögreglunni.

Erítrea

Fyrrum ráðherra horfinn eftir útgáfu bókar

Að morgni 17. september sat fyrrum fjármálaráðherra Erítreu að snæðingi með syni sínum í Asmara þegar öryggisverðir komu á staðinn og báðu hann að koma með sér. Fjölskylda hans hefur ekkert heyrt í honum síðan né verið upplýst um hvar hann er

Kongó

Leysið unga aðgerðasinna úr haldi

Fimm ungir menn eiga yfir höfði sér þriggja ára dóm fyrir að krefjast lýðræðislegra umbóta í Kongó. Fyrir hvað? Að hvetja fólk til að mótmæla og tala fyrir lýðræðislegum og áreiðanlegum kosningum sem eru aðgengilegar öllum.