Fréttir

10. október 2021

Alþjóða­dagur gegn dauðarefs­ing­unni: Gróf mismunun gegn konum á dauða­deild

Konum á dauða­deild hefur í mörgum tilfellum verið neitað um rétt­læti fyrir líkam­legt og kynferð­is­legt ofbeldi sem þær hafa þurft að þola og var undan­fari og ástæða glæpsins sem þær voru sakfelldar fyrir. Amnesty Internati­onal vekur athygli á þessu á alþjóða­degi gegn dauðarefs­ing­unni þann 10. október.

Noura Hussein Hamad Daoud, frá Súdan, var dæmd til dauða í apríl 2017 fyrir morð á manni sem hún var neydd til að giftast 16 ára gömul.  Þegar hún flutti inn á heimili hans þremur árum síðar var henni nauðgað og hún beitt ofbeldi af hálfu eigin­manns síns. Við ódæðið naut hann hjálpar tveggja bræðra sinna og frænda. Amnesty Internati­onal í samstarfi með öðrum samtökum þrýsti á mál hennar sem leiddi til þess að dauða­dómur yfir henni var mild­aður. Aðrar konur hafa ekki verið jafn heppnar.

„Margar konur hafa verið sakfelldar og dæmdar til dauða í kjölfar órétt­látra og óvand­aðra rétt­ar­halda þar sem oft var litið fram hjá máls­bótum eins og langvar­andi ofbeldi og kynferð­isof­beldi.“

Rajat Khosla, yfir­maður rann­sókna og stefnu­mála hjá Amnesty Internati­onal.

Grimm refsing

 

Í mörgum tilfellum hafa stjórn­völd brugðist skyldu sinni í viðbrögðum sínum við kvört­unum og þeirri skyldu að koma í veg fyrir mismunun. Það ýtir undir menn­ingu þar sem ofbeldi gegn konum fær að líðast. Konur sem verða fyrir ofbeldi halda áfram að vera jaðar­settar í dóms­kerfinu.

Árið 2018 var Zeinab Seka­an­vand tekin af lífi í Íran. Hún var einungis barn að aldri þegar hún gekk í hjóna­band. Árum saman þurfti hún að þola kynferð­isof­beldi af hálfu eigin­manns síns og mágs. Hún var hand­tekin 17 ára gömul fyrir morðið á eigin­manni sínum og síðar sakfelld í kjölfar gífur­lega ósann­gjarnra rétt­ar­halda.

 

„Að dæma þessar konur til dauða er ekki aðeins grimm og viður­styggileg refsing sem er viðhaldið í dóms­kerfinu víða um heim heldur þurfa þær að þjást fyrir að stjórn­völd hafa brugðist skyldu sinni til að takast á við mismunun. Að auki er skortur á gagnsæi þegar kemur að beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar sem þýðir að við vitum að þessi mál eru aðeins topp­urinn á ísjak­anum.“

Rajat Khosla, yfir­maður rann­sókna og stefnu­mála hjá Amnesty Internati­onal.

Afnemum dauðarefsinguna

 

Í sumum löndum, þar á meðal Gana, er dauðarefsing lögboðin fyrir ákveðna glæpi eins og morð. Það leiðir til þess að konur geta ekki greint frá kynbundnu ofbeldi og mismunun sér til refsi­lækk­unar við sakfell­ingu. Í Malasíu er meiri­hluti kvenna á dauða­deild fyrir vímu­efna­smygl, sérstak­lega konur með erlent ríkis­fang, þar sem dauðarefsing er lögboðin fyrir slík brot.

Á alþjóða­degi gegn dauðarefs­ing­unni kallar Amnesty Internati­onal eftir því að stjórn­völd í Gana styðji við frum­varp um að afnema dauðarefs­ingu í landinu fyrir flesta glæpi sem fyrsta skref í að afnema dauðarefs­inguna með öllu. Hægt er að styðja málstaðinn með myllu­merkinu #Ghana­votefora­bolition á samfé­lags­miðlum.

 

 

„Í lok ársins 2020 höfðu 108 lönd afnumið dauðarefs­inguna með öllu. Sem betur fer er heim­urinn að færa sig frá þeirri hugmynd að ríki hafi vald til að neita fólki um réttinn til lífs. Þar til öll lönd hafa afnumið dauðarefs­inguna höldum við áfram barátt­unni. Saman getum við átt þátt í að þessi grimma refsing heyri sögunni til.“

Rajat Khosla, yfir­maður rann­sókna og stefnu­mála hjá Amnesty Internati­onal.

 

Lestu einnig