SMS

9. apríl 2021

Dómin­íska lýðveldið: Tæki­færi til að afglæpa­væða þung­un­arrof

Þingið í Dómin­íska lýðveldinu vinnur nú að umbótum á hegn­ing­ar­lögum í landinu. Þar á meðal er verið að ræða hvort eigi að afglæpa­væða þung­un­arrof við ákveðin skil­yrði. Hundruð aðgerða­sinna tjalda nú fyrir utan þing­húsið og krefjast þess að þing­menn styðji þessar breyt­ingar.

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Unnið hefur verið að umbótum á hegn­ing­ar­lögum í landinu í nokkur ár. Samkvæmt núver­andi lögum eiga konur sem leitast eftir þung­un­ar­rofi og þau sem bjóða slíka þjón­ustu í hættu á  hljóta refs­ingu óháð kring­um­stæðum. Árið 2010 tók í gildi ný stjórn­ar­skrá sem skil­greindi réttinn til lífs frá „getnaði til dauða”.  

 hegn­ing­arlög voru samþykkt árið 2014 þar sem þung­un­arrof var afglæpa­vætt undir þremur kring­um­stæðum: þungun ógnar lífi konu eða stúlku, fóstrið er ólíf­væn­legt og þungun er afleiðing nauðg­unar. Hins­vegar felldi þingið þessar breyt­ingar úr gildi stuttu síðar. Núver­andi forseti Dómin­íska lýðveld­isins, Luis Abinader, styður afglæpa­væð­inguna og þing­mönnum fer fjölg­andi sem eru á sama máli. 

 

Rann­sóknir sýna  algjört bann gegn þung­un­arrofi fækkar ekki aðgerðum heldursetur líf kvenna í hættu vegna ólög­mætra og óöruggra aðgerðaHægt er  koma í veg fyrir dauðs­föll kvenna og stúlkna vegna þessa með breyt­ingum á lögunum.

SMS-félagar krefjast þess að þingið samþykki umbætur á hegn­ing­ar­lögum til að sinna mann­rétt­inda­skyldum sínum og vernda rétt­indi kvenna.

Lestu einnig