Fréttir

28. maí 2020

Hvernig á ekki að bregðast við faraldri

Það er engin auðveld lausn við kórónu­veirufar­aldr­inum. Það er þó skýrt hvaða viðbrögð eru ekki viðeig­andi. Sum stjórn­völd hafa brugðist við faraldr­inum á ótrú­legan hátt sem einkennist af henti­stefnu, furðu­legum vísindum og algjörri vanvirð­ingu gagn­vart mann­rétt­indum.

Hér eru dæmi um hvað stjórn­völd eiga ekki að gera til að takast á við faraldur.

Tíu verstu viðbrögð stjórnvalda

1. Læsa fólk inni á heimili sínum

Íbúar í Ust-Kamenog­orsk í Kasakstan sem komu heim úr vinnu í apríl tóku eftir því að búið var að logsjóða hurðina við aðal­inn­gang á heimili þeirra í fjöl­býl­is­húsi svo ekki væri hægt að opna hana. Það kom síðar í ljós að kona sem bjó í bygg­ing­unni hafði farið á spítala með einkenni kórónu­veirunnar. Íbúar fengu engar upplýs­ingar og sumir þeirra áttuðu sig ekki á því að þeir væru fangar á sínu eigin heimili fyrr en daginn eftir. Í fjórtán daga sem bygg­ingin var lokuð gátu þau ekki fengið neitt sent til sín nema lögregla fengi að skoða það áður. Að lokum var hurðin opnuð á ný eftir mótmæli á samfé­lags­miðlum. Fregnir eru um að fólk hafi verið læst inni á heim­ilum sínum víðs vegar í Kasakstan og í nágranna­landinu Kirg­istan.

2. Skipu­leggja fjölda­sam­komu

Forseti Níkaragva, Daniel Ortega, hunsaði aðvar­anir og leið­bein­ingar alþjóða­stofnana um kórónu­veiruna og hvatti fólk jafnvel til að mæta í trúar­at­hafnir og á útivið­burði. Stjórn­völd skipu­lögðu göngu þann 14. mars sem var kölluð, kærleikur á tímum kórónu­veirunnar, til að sýna samstöðu með fólki sem hafði þurft að takast á við afleið­ingar kórónu­veirunnar. Þúsundir fóru út á götu án þess að huga að fjar­lægð á milli fólks. Stuðn­ingur forsetans við þessa samkomu kemur einnig á óvart í ljósi þess að stjórn­völd hafa reynt að koma í veg fyrir og bæla niður mótmæli síðustu tvö ár, jafnvel með banvænum afleið­ingum.

3. Gera fólk heim­il­is­laust

Yfir­völd í Addis Ababa í Eþíópíu gerðu samfé­lags­lega fjar­lægð erfiðari með því að rífa tugi heimila verka­fólks. Það varð til þess að um þúsund einstak­lingar urðu heim­il­is­lausir í miðjum faraldri. Flestir þeirra sem misstu heimili sín höfðu nýlega misst vinnu sína vegna lokana í faraldr­inum og heim­il­is­leysið gerði bága stöðu enn verri. Fólk hírist nú undir segldúkum og plast­dúkum og þarf að þjappa sér saman í mikilli rign­ingu

4. Refsa uppljóstr­urum

Í upphafi kórónu­veirufar­ald­ursins reyndi kínverskur læknir að vara við hætt­unni og var honum refsað harka­lega fyrir í Kína. Li Wenliang, læknir sem starfaði á spítala í Wuhan, varaði aðra lækna við veirunni í einka­skila­boðum í desember. Hann var hand­tekinn og ásak­aður um að „dreifa fölskum sögu­sögnum“ og var þving­aður til að skrifa undir að hann hefði skapað óróa meðal almenn­ings. Því miður lét Li Wenliang lífið af völdum kórónu­veirunnar í febrúar.

5. Kynna hættu­legar lækn­is­með­ferðir

Á blaða­manna­fundi í apríl stakk Trump forseti Banda­ríkj­anna upp á að læknar myndu rann­saka hvort hægt væri að drepa veiruna með því að sprauta sótt­hreins­un­ar­efni í líkama fólks.

Forseti Hvíta-Rúss­lands, Lukashenko, hefur ekki kallað eftir samfé­lags­legri fjar­lægð í landinu og sagði að gufubað, akur­störf og vodka­drykkja myndi lækna fólk af veirunni

6. Láta sem ekkert sé

Forseti Bras­ilíu, Bols­anaro, hefur sagt veiruna aðeins vera „smá kvef“ og hefur tekið þátt í mótmælum gegn útgöngu­banni.

7. Drepa fólk fyrir brot á útgöngu­banni

Stjórn­völd í Kenía settu útgöngu­bann eftir myrkur þann 27. mars 2020. Samkvæmt Human Rights Watch létust að minnsta kosti sex einstak­lingar vegna aðgerða lögreglu fyrir það að brjóta útgöngu­bann á fyrstu tíu dögunum.

Á Filipps­eyjum hefur Rodrigo Duterte forseti skipað lögreglu að skjóta fólk til bana sem mótmæla eða véfengja sóttkví.

Bágar aðstæður og yfir­full fang­elsi í Íran leiddi til mótmæla fanga í apríl. Í stað þess að bæta aðstæður brugðust yfir­völd við af hörku. Í mörgum fang­elsum var skot­færum og tára­gasi beitt til að bæla niður mótmæli og féllu 35 fangar í átök­unum og hundruð særðust samkvæmt áreið­an­legum heim­ildum.

8. Kalla fólk sem smitar aðra verra en hryðju­verka­menn

Leið­togi Téténíu, Ramzan Kadyrov, kallaði fólk sem smitar aðra „verra en hryðju­verka­menn og ætti skilið að vera drepið“. Hann hótaði einnig rúss­neskri blaða­konu sem gagn­rýndi orð hans þar sem hann biðlaði til rúss­neskra yfir­valda í mynd­bandi á Insta­gram „að stöðva ómennskt fólk eins og hana sem ögraði fólki með skrifum sínum“.

9. Takmarka aðgang að mat, vatni og aðstoð

Aðgengi að mat og vatni hefur verið takmarkað í sumum flótta­manna­búðum og viðbrögð yfir­valda bæta ekki ástandið. Yfir­völd í Bosníu lokuðu fyrir vatni að Vucjak- flótta­manna­búð­unum til að þvinga íbúana til að færa sig á nýjan stað.

Aðstæður eru hræði­legar í Rukban-flótta­manna­búð­unum við landa­mæri Sýrlands og Jórdaníu en þar búa tíu þúsund einstak­lingar sem hafa flestir flúið átökin í Sýrlandi. Þar er aðeins ein læknamið­stöð en enginn læknir og aðeins nokkrir hjúkr­un­ar­fræð­ingar. Í mars tilkynnti Jórdanía að ekki yrði leyft að fara í gegnum landið til að veita mann­úð­ar­að­stoð í flótta­manna­búð­unum vegna kórónu­veirufar­ald­ursins.

10. Ritskoða upplýs­ingar og hand­taka fjöl­miðla­fólk

Stjórn­völd um heim allan hafa ritskoðað eða lokað fyrir mikil­vægar upplýs­ingar um veiruna.

Darvinson Rojas, blaða­maður, var hand­tekinn í Venesúela og var í haldi í tólf daga fyrir að skrifa um smit í landinu. Hann var ákærður fyrir „útbreiðslu haturs“.

Í Egyptalandi var blaða­maður hand­tekinn og yfir­heyrður fyrir að draga í efa opin­berar tölur um smit á Face­book-síðu sinni. Honum var haldið á leyni­legum stað í einangrun í næstum mánuð áður en hann var kærður fyrir að „dreifa fölskum fréttum“ og „ganga til liðs við hryðju­verka­samtök“.

Faraldur er ekki afsökun til að brjóta mann­rétt­indi!

Lestu einnig