Fréttir

1. október 2020

Ný Netflix heim­ild­ar­mynd „The Social Dilemma”

Það sem árið 2020 hefur kennt okkur er hversu nauð­syn­legir netheimar eru fyrir félagsleg tengsl og samskipti. Netþjón­ustur eins og Face­book og Google voru líflína okkar þegar heims­far­ald­urinn skall á og gerðu okkur kleift að eiga í samskiptum við fjöl­skyldu og vini, sinna vinnu og námi að heiman ásamt því að vera okkar helsti staður til að leita að upplýs­ingum um mál tengd heilsu okkar. Ný heim­ild­ar­mynd á Netflix „The Social Dilemma“ sýnir fram á að þessar netþjón­ustur hafa þó kostað okkur ákveðin mann­rétt­indi, þar á meðal geðheilsuna.

 

Reiknirit á Youtube ákvarða hvaða mynd­band er spilað næst en Face­book ákveður hvaða upplýs­ingar og auglýs­ingar birtast á frétta­veitu okkar. Reikni­ritin ýta oft undir falskar upplýs­ingar og efni sem kyndir undir sundrung og  kynþátta­for­dómum og móta jafnvel hugmyndir okkar og skoð­anir.

Netþjón­ustur líkt og Face­book og Google virðast vera „ókeypis“ en annað kemur í ljós í heim­ild­ar­mynd­inni þar sem fyrr­ver­andi hönn­uður hjá Google, Tristan Harris, segir: „ef þú ert ekki að borga fyrir vöruna, þá ert þú sjálf/ur/t varan.”

„The Social Dilemma“ opnar augu okkar fyrir því hvernig sífellt er fylgst með lífi okkar og hvernig okkur er í raun stjórnað af netþjón­ustum ogtæknifyr­ir­tækjum. Þetta er „The Truman Show“ á sterum þar sem fylgst er með þriðj­ungi heimsins.“

Rasha Abdul Rahim, yfir­maður tækni­deildar Amnesty Internati­onal.

 

Þessar netþjón­ustur hafa þrjú markmið

  • Að fá fólk til að staldra sem lengst við skjáinn
  • Að ná sem flestum notendum
  • Að hagnast sem mest í gegnum auglýs­ingar

 

Það er áríð­andi að ríkis­stjórnir taki sér tak og innleiði reglu­gerðir til að endur­skipu­leggja núver­andi viðskiptalíkön tæknifyr­ir­tækja og verndi rétt­indi borgara sinna. Um er að ræða kerf­is­bundið vandamál sem ekki er auðvelt að leysa og krefst þess að fundin sé lagaleg, póli­tísk og kerf­isleg lausn.

Amnesty Internati­onal varaði við viðskiptalíkani tækn­iris­anna Face­book og Google í skýrslu sem kom út í nóvember 2019. Þar kom fram að þessi starf­semi brýtur ekki einungis  á frið­helgi einka­lífsins heldur ógnar einnig tján­ing­ar­frelsinu og jafn­rétti og ýti undir mismunun.

Lestu einnig