Rannsókn Amnesty International í Danmörku og Þýskalandi

Amnesty Internati­onal mótaði sér stefnu um málefni intersex fólks árið 2013 en byrjaði ekki að vinna að þessum mála­flokki af alvöru fyrr en árið 2015 og í maí mánuði 2017 gáfu samtökin út skýrsluna, First Do No Harm, sem byggir á rann­sókn samtak­anna á málefnum intersex fólks í heil­brigðis­kerfum Þýska­lands og Danmerkur.

Þar var rætt við fjölda einstak­linga, bæði intersex einstak­linga sem hafa reynt heil­brigðis­kerfið í fyrr­nefndum löndum og lækna sem tjáðu sig um þau inngrip sem börn með ódæmi­gerð kynein­kenni sæta í þeim tilgangi að laga þau að stöðl­uðum hugmyndum um kyngervi. Skýrslan greinir frá því hvernig ónauð­syn­legar lækn­is­að­gerðir, sem að jafnaði eru gerðar á unga­börnum og börnum undir tíu ára, eru fram­kvæmdar í Danmörku og Þýskalandi, þrátt fyrir skort á lækn­is­fræði­legum rann­sóknum sem styðja þörfina á slíkum skurð­að­gerðum.

Ábyrgðin á því hvort þessi börn eigi að gangast undir skurð­að­gerð eður ei fellur því í skaut foreldr­anna sem fá oft ekki nægi­legar upplýs­ingar til að geta tekið upplýsta ákvörðun. Foreldrum finnst þau oft verða fyrir þeim þrýst­ingi að barnið þeirra verði að falla að viður­kenndum hugmyndum samfé­lagsins um kynein­kenni og kyngervi ella muni þau upplifa sálrænan vanda eða áreitni í fram­tíð­inni. Veita á foreldrum góða upplýs­inga­gjöf og stuðning til að þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um hvað barni þeirra er fyrir bestu en ekki út frá því hvaða kröfur samfé­lagið gerir um útlit þeirra.

„Við erum að tala um að skorið er í viðkvæma vefi sem hefur afleið­ingar til lífs­tíðar, allt vegna stað­alí­mynda um hvernig stúlkur eða strákar eiga að líta út. „Spurn­ingin er, í hverra þágu er inngripið, því rann­sókn okkar sýnir að þetta er skelfileg lífs­reynsla fyrir þá sem fyrir því verða,“ segir Laura Carter sem starfar sem rann­sak­andi hjá Amnesty Internati­onal innan sérfræðiteymis í hinsegin- og kynja­málum.

Rann­sókn Amnesty í Danmörku og Þýskalandi:

Reynslusögur

Sandaro

Það eru aðeins tvö ár liðin frá því að ég uppgötvaði hvað kom fyrir mig og ég á enn í innri baráttu með að sættast við það. Ég hef með öllu gleymt fyrstu ellefu árunum í lífi mínu og ég er að reyna að finna út hvað kom fyrir mig. Ég veit að ég gekkst undir skurð­að­gerð fimm ára þar sem eistun voru fjar­lægð, auk annarra aðgerða á kynfærum. Ég vissi að ég var öðru­vísi, ég hélt að ég væri einhvers konar skrímsli.

Það var sárs­auka­fullt að stunda kynlíf með karl­mönnum og ég hélt að það væri eðli­legt. Mér var þröngvað í kven­legt hlut­verk, ég varð að ganga í pilsum, ég varð að vera með sítt hár. Mér hefur liðið ömur­lega síðustu 34 ár.

Aðgerðir eins og þær sem gerðar voru á mér eru enn fram­kvæmdar og læknir veita foreldrum ekki nægi­legar upplýs­ingar. Í stað þess að segja foreldrum að barnið þeirra sé eðli­legt er þeim tjáð að eitt­hvað sé að því sem hægt sé að laga með skurð­að­gerð. Það er mögu­leiki á þriðja kyni og mér er sama hvaða nafni þeir nefna það svo framar­lega sem börn upplifa ekki að þau séu horn­reka í samfé­laginu. Ég veit að ég get ekki breytt lífi mínu en ég vil berjast gegn því að þessar aðgerðir verði fram­kvæmdar á öðrum.

Ditte

Ég fæddist árið 1962. Í einni af mínum fyrstu minn­ingum þá vissi ég að ég var ekki eins og aðrir drengir. Þegar ég varð 25 ára vissi ég að ég yrði að gera eitt­hvað í þessu. Ég hafði farið í fjölda blóð­prufa í gegnum árin en læknar tjáði mér alltaf í kjöl­farið að ekkert amaði að. Þegar varð 39 ára hitti ég fyrir lækni sem sagði mér að örin mín væru afleiðing skurð­að­gerðar sem ég hafi gengist undir sem barn.

Þegar báðir foreldrar mínir voru látnir uppgötvaði ég að ég ætti hálf­systkini sem sagði mér að þegar ég var barn hafi faðir okkar útskýrt fyrir sér að „nátt­úran hafi gert mistök með mig“ og að „ég hafi fæðst með kynein­kenni beggja kynja“.

Allir ættu að eiga rétt á að hafa aðgang að lækna­skýrsl­unum sínum. Ég hef beðið yfir­völd um upplýs­ingar um hvað hafi komið fyrir mig en lækna­skýrslur yfir fyrstu tíu árin í lífi mínu hurfu skyndi­lega. Mér var sagt að sættast við sjálfa mig og það kyn sem ég var skráð samkvæmt og sem trans einstak­lingur sem hefur sótt um kynleið­rétt­ingu. Ég sættist ekki á þetta og var í fram­haldinu útskúfuð og stimpluð geðveik, missti vinnuna mína og varð af miklum tekjum. Yfir­völd stimpla mig enn sem trans einstak­ling.

Ég er auðvitað bálreið yfir því hvað kom fyrir mig. Það hefði auðvitað átt að bíða þar til ég náði aldri til að geta tekið mína eigin upplýstu ákvörðun.

Steffi

Ég er fertug og fæddist með „órætt“ kyn. Ég uppgötvaði þetta út af tilviljun þegar ég var ellefu ára. Þegar ég fór í mína árlegu lækna­skoðun var sagt að „allt hafi gróið vel eftir að eggja­stokk­arnir mínir voru fjar­lægðir“. Samtalið sem ég átti við móður mína í fram­haldinu var mjög erfitt og olli þátta­skilum í mínu lífi. Frá einni sekúndu til þeirra næstu var ég ekki lengur barn.

Legið var einnig fjar­lægt – það hefði ekki átt að gerast. Mér vara bara sagt: „þessar pillur munu hjálpa þér að þroskast í kven­lega átt…“

Lækn­irinn sagði að ástand mitt væri svo sjald­gæft að ég ætti ekki að reyna að leita að öðrum sem gætu verið eins og ég. Ég trúði honum. Allt þar til ég varð 28 ára þá bældi ég allt. Ég lék hamingju­sömu stúlkuna og síðar konuna. Engin vissi hvernig innri kynein­kenni mín litu út. Ég fékk loks fræðslu í gegnum sjálfs­hjálp­arhóp. Það var gríð­arleg hjálp fyrir mig sálrænt séð að vita hvernig aðrir glímdu við þetta. Þarna hitti ég fólk sem studdi mig og var til staðar fyrir mig. Ég er með vottorð um að vera alvar­lega fötluð. Ég hef þurft að vera í innkirtla­með­ferð síðustu tólf árin. Árið 2011 fór ég með mál mitt fyrir dómstóla vegna þess að kröfu minni um skaða­bætur var hafnað. Mál mitt var einnig fellt niður því samkvæmt dóms­úrskurði hafði sérfræð­ing­urinn [sem fram­kvæmdi aðgerðina] veitt áreið­an­lega grein­ingu á mér. Dómurinn var reið­arslag. Dóms­kerfið brást mér en ég vil ekki að greining sérfræð­ingsins verði tekin gild, ég verð að áfrýja. Ég veit ekki hvernig þetta mun fara.

Tengt efni