Amnesty International mótaði sér stefnu um málefni intersex fólks árið 2013 en byrjaði ekki að vinna að þessum málaflokki af alvöru fyrr en árið 2015 og í maí mánuði 2017 gáfu samtökin út skýrsluna, First Do No Harm, sem byggir á rannsókn samtakanna á málefnum intersex fólks í heilbrigðiskerfum Þýskalands og Danmerkur.
Þar var rætt við fjölda einstaklinga, bæði intersex einstaklinga sem hafa reynt heilbrigðiskerfið í fyrrnefndum löndum og lækna sem tjáðu sig um þau inngrip sem börn með ódæmigerð kyneinkenni sæta í þeim tilgangi að laga þau að stöðluðum hugmyndum um kyngervi. Skýrslan greinir frá því hvernig ónauðsynlegar læknisaðgerðir, sem að jafnaði eru gerðar á ungabörnum og börnum undir tíu ára, eru framkvæmdar í Danmörku og Þýskalandi, þrátt fyrir skort á læknisfræðilegum rannsóknum sem styðja þörfina á slíkum skurðaðgerðum.
Ábyrgðin á því hvort þessi börn eigi að gangast undir skurðaðgerð eður ei fellur því í skaut foreldranna sem fá oft ekki nægilegar upplýsingar til að geta tekið upplýsta ákvörðun. Foreldrum finnst þau oft verða fyrir þeim þrýstingi að barnið þeirra verði að falla að viðurkenndum hugmyndum samfélagsins um kyneinkenni og kyngervi ella muni þau upplifa sálrænan vanda eða áreitni í framtíðinni. Veita á foreldrum góða upplýsingagjöf og stuðning til að þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um hvað barni þeirra er fyrir bestu en ekki út frá því hvaða kröfur samfélagið gerir um útlit þeirra.
„Við erum að tala um að skorið er í viðkvæma vefi sem hefur afleiðingar til lífstíðar, allt vegna staðalímynda um hvernig stúlkur eða strákar eiga að líta út. „Spurningin er, í hverra þágu er inngripið, því rannsókn okkar sýnir að þetta er skelfileg lífsreynsla fyrir þá sem fyrir því verða,“ segir Laura Carter sem starfar sem rannsakandi hjá Amnesty International innan sérfræðiteymis í hinsegin- og kynjamálum.
Rannsókn Amnesty í Danmörku og Þýskalandi:
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu