Tjáningarfrelsi á undir högg að sækja víðsvegar í Asíu og Kyrrahafssvæðinu. Stjórnvöld hafa einkum beitt sér gegn mótmælum og tjáningarfrelsi á netinu með beitingu laga. Bylgja mótmæla víðsvegar í Asíu árið 2019 var leidd af ungu fólki sem berst gegn aukinni kúgun og skerðingu á tjáningar- og fundafrelsi. Stjórnvöld beittu iðulega refsiaðgerðum gegn friðsömum mótmælendum.
Fjallað verður um Asíu í heild sinni en nánari umfjöllun um fjögur lönd í Asíu má einnig finna hér: Kína, Pakistan, Tæland og Víetnam.
Kórónuveirufaraldurinn
Stjórnvöld víðsvegar um Asíu og í Kyrrahafi hafa nýtt sér kórónuveirufaraldurinn til refsa einstaklingum fyrir skoðanir sínar á samfélagsmiðlum og handtaka mótmælendur fyrir friðsamleg mótmæli.
Í Víetnam var Dinh Vinh Son, 27 ára, ákærður fyrir það að dreifa „fölskum fréttum“ um kórónuveirufaraldurinn í apríl 2020. Hann var ákærður fyrir „ólöglega beitingu upplýsinga á netkerfi eða fjarskiptaneti“ og á yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi.
Tveir mótmælendur í Tælandi voru handteknir þann 15. júlí 2020 fyrir mótmæli án leyfis. Þeir voru að mótmæla því að flugáhöfn hefði ekki þurft að sæta sóttkví þrátt fyrir að einstaklingur úr áhöfninni hafi greinst með smit.
Þrýstingur stjórnvalda á tæknifyrirtæki á svæðinu til ritskoðunar og eftirlits hafa því miður borið árangur.
Facebook tilkynnti þann 25.ágúst 2020 að fyrirtækið hefði treglega látið undan kröfum tælenskra stjórnvalda um að ritskoða efni á netinu. Tveimur mánuðum áður lét fyrirtækið einnig undan stjórnvöldum í Víetnam.
Í byrjun júní 2020 greindi tæknifyrirtækið Zoom frá því að hafa eytt aðgangi nokkurra kínverskra mannréttindasinna að þjónustu sinni vegna beiðni frá stjórnvöldum í Kína.
Mótmæli
Mótmælendur voru handteknir og fangelsaðir í Víetnam, Laos, Kambódíu, Pakistan og Tælandi í harkalegum aðgerðum stjórnvalda. Þúsundir manns tóku þátt í loftlagsverkföllum í þó nokkrum löndum innan heimsálfunnar, meðal annars í Pakistan og Tælandi.
Í Afganistan var friðsamlegum mótmælendum ógnað fyrir að krefjast endaloka átaka sem hafa staðið yfir í áratugi.
Í Indónesíu varð töluvert mannfall af völdum lögreglu sem beitti óhóflegu valdi við að bæla niður mótmæli gegn lögum sem ógnuðu frelsi almennings.
Í Indlandi söfnuðust milljónir einstaklinga saman á götum landsins til að mótmæla lögum sem mismuna múslimum þegar kemur að ríkisborgararétti.
Árið 2019 mótmæltu íbúar Hong Kong reglulega á götum úti þrátt fyrir að standa frammi fyrir harkalegum aðgerðum lögreglu, þar á meðal tilefnislausri beitingu táragass, geðþóttahandtökum, barsmíðum og illri meðferð í varðhaldi.
Tjáningarfrelsi á netinu
Stafrænn heimur í dag gefur okkur færi á að nálgast nauðsynlegar upplýsingar, meðal annars til að véfengja upplýsingar frá ríkisstjórnum og stórfyrirtækjum. Máttur felst í upplýsingum og internetið spilar þar stórt hlutverk. Ríkisstjórnir Kína og Víetnam hafa þróað kerfi til að stjórna aðgengi að upplýsingum á netinu. Meðal annars þarf Amnesty International að vera stöðugt á varðbergi til að koma í veg fyrir að lokað sé á vefsíðu samtakanna í Kína.
Stjórnvöld á svæðinu keppast við að leita nýrra leiða til þess að viðhalda kúgun. Grimmúðleg lög um netöryggi sem sett hafa verið víðsvegar um álfuna ógna tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífsins, og refsivæða friðsamlegar skoðanir á netinu.
Í Víetnam voru lög sett um ritskoðun sem gefa stjórnvöldum vald til að ritskoða færslur notenda og neyða tæknifyrirtæki til að gefa upp gagnaupplýsingar, þar á meðal persónuupplýsingar.
Stjórnvöld í Tælandi takmörkuðu tjáningarfrelsi á netinu í auknum mæli árið 2019 með því að áreita, hóta og ákæra einstaklinga fyrir að tjá skoðanir sínar friðsamlega á netinu. Frá því að kosningar fóru fram í mars sama ár hafa stjórnvöld haldið áfram að ákæra einstaklinga sem gagnrýna yfirvöld.
Stjórnvöld í Singapúr beittu í auknum mæli kúgandi lögum um „falskar fréttir“, sem tóku gildi í október 2019, til þess að þagga niður í gagnrýnendum og stjórnarandstæðingum í kringum kosningar þar í landi. Í febrúar 2020 kröfðust stjórnvöld þess að Facebook lokaði á fréttasíðu sem gagnrýnt hefur stjórnvöld.
Árið 2019 voru lögð fram nokkur frumvörp á þinginu í Nepal sem ógna tjáningarfrelsi í landinu. Þar voru að finna ákvæði sem refsivæða tjáningu. Þessi ákvæði gefa stjórnvöldum vald til ritskoðunar á netinu að eigin geðþótta og refsivæða gagnrýni á stjórnvöldum. Refsingar eru grimmúðlegar, þá sérstaklega fyrir fjölmiðlafólk, sem gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ár í fangelsi.
Stjórnvöld á Filippseyjum hafa herjað á fjölmiðla sem gagnrýna ríkisstjórnina. Þau lokuðu í maí 2020 einum stærsta sjónvarpsmiðli landsins, ABS-CBN, sem hefur verið með greinargóðar umfjallanir um aftökur án dóms og laga í svokölluðu „stríði gegn fíkniefnum“ sem stjórnvöld hafa verið í forsvari fyrir. Fjölmiðlafólk var sakfellt fyrir níð á netinu í fyrsta sinn í júní 2020.
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu