Asía

Tján­ing­ar­frelsi á undir högg að sækja víðs­vegar í Asíu og Kyrra­hafs­svæðinu. Stjórn­völd hafa einkum beitt sér gegn mótmælum og tján­ing­ar­frelsi á netinu með beit­ingu laga. Bylgja mótmæla víðs­vegar í Asíu árið 2019 var leidd af ungu fólki sem berst gegn aukinni kúgun og skerð­ingu á tján­ingar- og funda­frelsi. Stjórn­völd beittu iðulega refsi­að­gerðum gegn frið­sömum mótmæl­endum.

Fjallað verður um Asíu í heild sinni en nánari umfjöllun um fjögur lönd í Asíu má einnig finna hér: Kína, Pakistan, Tæland og Víetnam.

Kórónuveirufaraldurinn

Stjórn­völd víðs­vegar um Asíu og í Kyrra­hafi hafa nýtt sér kórónu­veirufar­ald­urinn til refsa einstak­lingum fyrir skoð­anir sínar á samfé­lags­miðlum og hand­taka mótmæl­endur fyrir frið­samleg mótmæli.

Í Víetnam var Dinh Vinh Son, 27 ára, ákærður fyrir það að dreifa „fölskum fréttum“ um kórónu­veirufar­ald­urinn í apríl 2020. Hann var ákærður fyrir „ólög­lega beit­ingu upplýs­inga á netkerfi eða fjar­skipta­neti“ og á yfir höfði sér allt að sjö ára fang­elsi.

Tveir mótmæl­endur í Tælandi voru hand­teknir þann 15. júlí 2020 fyrir mótmæli án leyfis. Þeir voru að mótmæla því að flugáhöfn hefði ekki þurft að sæta sóttkví þrátt fyrir að einstak­lingur úr áhöfn­inni hafi greinst með smit.

Þrýst­ingur stjórn­valda á tæknifyr­ir­tæki á svæðinu til ritskoð­unar og eftir­lits hafa því miður borið árangur.

Face­book tilkynnti þann 25.ágúst 2020 að fyrir­tækið hefði treg­lega látið undan kröfum tælenskra stjórn­valda um að ritskoða efni á netinu. Tveimur mánuðum áður lét fyrir­tækið einnig undan stjórn­völdum í Víetnam.

Í byrjun júní 2020 greindi tæknifyr­ir­tækið Zoom frá því að hafa eytt aðgangi nokk­urra kínverskra mann­rétt­inda­sinna að þjón­ustu sinni vegna beiðni frá stjórn­völdum í Kína.

Mótmæli

Mótmæl­endur voru hand­teknir og fang­els­aðir í Víetnam, Laos, Kambódíu, Pakistan og Tælandi í harka­legum aðgerðum stjórn­valda. Þúsundir manns tóku þátt í loft­lags­verk­föllum í þó nokkrum löndum innan heims­álf­unnar, meðal annars í Pakistan og Tælandi.

Í Afgan­istan var frið­sam­legum mótmæl­endum ógnað fyrir að krefjast enda­loka átaka sem hafa staðið yfir í áratugi.

Í Indó­nesíu varð tölu­vert mann­fall af völdum lögreglu sem beitti óhóf­legu valdi við að bæla niður mótmæli gegn lögum sem ógnuðu frelsi almenn­ings.

Í Indlandi söfn­uðust millj­ónir einstak­linga saman á götum landsins til að mótmæla lögum sem mismuna múslimum þegar kemur að ríkis­borg­ara­rétti.

Árið 2019 mótmæltu íbúar Hong Kong reglu­lega á götum úti þrátt fyrir að standa frammi fyrir harka­legum aðgerðum lögreglu, þar á meðal tilefn­is­lausri beit­ingu tára­gass, geðþótta­hand­tökum, barsmíðum og illri meðferð í varð­haldi.

Tjáningarfrelsi á netinu

Staf­rænn heimur í dag gefur okkur færi á að nálgast nauð­syn­legar upplýs­ingar, meðal annars til að véfengja upplýs­ingar frá ríkis­stjórnum og stór­fyr­ir­tækjum. Máttur felst í upplýs­ingum og inter­netið spilar þar stórt hlut­verk. Ríkis­stjórnir Kína og Víetnam hafa þróað kerfi til að stjórna aðgengi að upplýs­ingum á netinu. Meðal annars þarf Amnesty Internati­onal að vera stöðugt á varð­bergi til að koma í veg fyrir að lokað sé á vefsíðu samtak­anna í Kína.

Stjórn­völd á svæðinu keppast við að leita nýrra leiða til þess að viðhalda kúgun. Grimm­úðleg lög um netör­yggi sem sett hafa verið víðs­vegar um álfuna ógna tján­ing­ar­frelsi og frið­helgi einka­lífsins, og refsi­væða frið­sam­legar skoð­anir á netinu.

Ritskoðun

Í Víetnam voru lög sett um ritskoðun sem gefa stjórn­völdum vald til að ritskoða færslur notenda og neyða tæknifyr­ir­tæki til að gefa upp gagna­upp­lýs­ingar, þar á meðal persónu­upp­lýs­ingar.

Stjórn­völd í Tælandi takmörkuðu tján­ing­ar­frelsi á netinu í auknum mæli árið 2019 með því að áreita, hóta og ákæra einstak­linga fyrir að tjá skoð­anir sínar frið­sam­lega á netinu. Frá því að kosn­ingar fóru fram í mars sama ár hafa stjórn­völd haldið áfram að ákæra einstak­linga sem gagn­rýna yfir­völd.

Stjórn­völd í Singapúr beittu í auknum mæli kúgandi lögum um „falskar fréttir“, sem tóku gildi í október 2019, til þess að þagga niður í gagn­rýn­endum og stjórn­ar­and­stæð­ingum í kringum kosn­ingar þar í landi. Í febrúar 2020 kröfðust stjórn­völd þess að Face­book lokaði á frétt­a­síðu sem gagn­rýnt hefur stjórn­völd.

Árið 2019 voru lögð fram nokkur frum­vörp á þinginu í Nepal sem ógna tján­ing­ar­frelsi í landinu. Þar voru að finna ákvæði sem refsi­væða tján­ingu. Þessi ákvæði gefa stjórn­völdum vald til ritskoð­unar á netinu að eigin geðþótta og refsi­væða gagn­rýni á stjórn­völdum. Refs­ingar eru grimm­úð­legar, þá sérstak­lega fyrir fjöl­miðla­fólk, sem gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ár í fang­elsi.

Stjórn­völd á Filipps­eyjum hafa herjað á fjöl­miðla sem gagn­rýna ríkis­stjórnina. Þau lokuðu í maí 2020 einum stærsta sjón­varps­miðli landsins, ABS-CBN, sem hefur verið með grein­ar­góðar umfjall­anir um aftökur án dóms og laga í svokölluðu „stríði gegn fíkni­efnum“ sem stjórn­völd hafa verið í forsvari fyrir. Fjöl­miðla­fólk var sakfellt fyrir níð á netinu í fyrsta sinn í júní 2020.

Tengt efni