Tjáningarfrelsið er undirstaða lýðræðis og nauðsynlegt aðhald fyrir stjórnvöld. Mikilvægt er að fólk geti tjáð sig óttalaust og án þvingana eða ólögmætra afskipta ríkisvaldsins og þannig notið mannréttinda sinna í opnu og sanngjörnu samfélagi.
Tjáningarfrelsið felur í sér rétt til að deila upplýsingum, tjá pólítískar, trúarlegar, heimspekilegar eða aðrar skoðanir með friðsamlegum hætti í ýmsu tjáningarformi. Hvort sem það er í máli, ræðu, riti, tónlist, leikriti, á netinu eða á öðrum opinberum vettvangi.
Tjáningarfrelsið felur einnig í sér réttinn til að tjá persónuleika sinn, meðal annars með klæðaburði, hegðan og látbragði.
Frelsi tengd tjáningarfrelsinu
Tjáningarfrelsið er verndað í 19. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og felur í sér réttinn til að leita, taka við og miðla upplýsingum og hugmyndum með hvaða hætti sem er.
Fjölmiðlafrelsi fellur undir tjáningarfrelsið. Fjölmiðlafrelsi er frelsi til að miðla upplýsingum og tjá skoðanir í hinum ýmsum miðlum (sjónvarpi, útvarpi, hlaðvarpi, prentmiðlum og netmiðlum). Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í að miðla upplýsingum til almennings. Frjáls fjölmiðlun er grundvöllur í samfélagi sem virðir mannréttindi.
Tjáningarfrelsið rennir einnig stoðum undir önnur mannréttindi eins og hugsana-, samvisku- og trúfrelsi og tryggir að hægt sé að njóta þessara réttinda.
Funda- og félagafrelsi er nátengt tjáningarfrelsinu. Í 20. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna kemur skýrt fram að við höfum öll rétt á að koma saman með friðsömum hætti og mynda félög.
Rétturinn til að mótmæla er ekki skilgreindur í alþjóðalögum en nýtur verndar meðal annars á grundvelli fundafrelsis. Fundafrelsið tryggir rétt einstaklinga til að koma saman með friðsamlegum hætti og tjáningarfrelsið tryggir rétt mótmælenda til að koma skilaboðum á framfæri.
Félagafrelsi felur í sér rétt til að stofna eða ganga í félög og samtök að eigin vali, t.d. verkalýðs- og stjórnmálafélög. Að sama skapi má ekki skylda okkur í félög.
Alþjóðleg lög
Samkvæmt alþjóðalögum eru takmarkanir á tjáningarfrelsinu mjög afmarkaðar.
Þessar takmarkanir verða að uppfylla þrenn skilyrði:
Ríkjum ber líka skylda til að banna hatursorðræðu sem felur í sér hvatningu.
Það á við um hatursfulla orðræðu sem felur í sér áróður og hvatningu til mismunar, fjandskapar eða ofbeldis gagnvart ákveðnum hópum. Hótanir gegn einstaklingum teljast ekki hatursorðræða. Það er þó ekki til almenn viðurkennd skilgreining á hatursorðræðu í alþjóðalögum.
Kjarni vandans
Tjáningarfrelsið gildir um hugmyndir, skoðanir og hugsanir af öllum toga, einnig þær sem eru mjög óþægilegar eða móðgandi.
Víða um heim brjóta stjórnvöld í síauknum mæli á tjáningarfrelsinu og túlka skilgreininguna á „hvatningu til haturs“ mjög vítt til að þagga niður í friðsömum mótmælendum eða þeim sem sýna andóf í ræðu, riti, myndum eða með öðru tjáningarformi. Oft er það í nafni þjóðaröryggis, almannaheilla, menningararfs og baráttunnar gegn hryðjuverkum. Í raun er ætlunin að þagga niður í þeim sem gagnrýna stjórnvöld.
Víða eru hörð viðurlög við að tjá hug sinn. Margra ára fangavist eða háar fjársektir fyrir að gagnrýna stjórnvöld og í sumum tilfellum er fólk jafnvel tekið af lífi.
Kröfur Amnesty International
Amnesty International kallar eftir því að tjáningarfrelsið sé eflt og verndað.
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu