Fræðslur í boði

Íslands­deild Amnesty Internati­onal býður upp á fjöl­breyttar mann­rétt­inda­fræðslur fyrir skóla, fyrir­tæki og hópa. Mann­rétt­inda­fræðsla snýst um að skapa skilning á mann­rétt­indum og sjá til þess að allir einstak­lingar þekki rétt­indi sín og geti gert tilkall til þeirra.

Með fræðslu getum við barist gegn mismunun, stuðlað að jafn­rétti og virkri þáttt­töku einstak­linga í lýðræð­is­legum ákvörð­unum samfé­lagsins og þannig unnið að betri heimi.

Mann­rétt­inda­fræðsla Amnesty Internati­onal byggir á því að auka þekk­ingu, hæfni og breyta viðhorfum í þágu mann­rétt­inda. Þetta er í samræmi við 26. grein Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna um að mennta einstak­linga og efla skilning, umbyrð­ar­lyndi og vináttu milli hópa í þágu friðar.

Hér má skoða þær fræðslur sem við bjóðum upp á en einnig getum við skipu­lagt fræðslu eftir því hvað hentar hverjum hópi. Við heim­sækjum höfuð­borg­ar­svæðið jafnt sem lands­byggðina og fræðslu­heim­sóknir Íslands­deildar Amnesty Internati­onal eru öllum að kostn­að­ar­lausu.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal býður upp á fjöl­breytt fræðslu­er­indi, vinnu­smiðjur og málstofur fyrir bæði nemendur og kennara á leik-, grunn-, og fram­halds­skóla­stigi. Hér má sjá nokkrar af þeim smiðjum sem við bjóðum upp á en einnig getum við skipu­lagt fræðslu­er­indi, smiðjur, málstofur eða lengri námskeið eftir því sem hentar. Við heim­sækjum skóla á höfuð­borg­ar­svæðinu sem og á lands­byggð­inni.

Vilt þú bóka fræðslu­heim­sókn í skólann þinn? Hafðu samband við Völu, fræðslu­stjóra Íslands­deildar Amnesty Internati­onal, í gegnum tölvu­póst: vala@amnesty.is

Námsmiðj­urnar okkar eru án endur­gjalds.

 

ALMENN FRÆÐSLA FYRIR GRUNN- OG FRAM­HALDS­SKÓLA­NEMA

Fræðsla um Amnesty Internati­onal og mann­rétt­indi. Fjallað er um upphaf og starf­semi samtak­anna, mann­rétt­indi og mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna ásamt því hvernig nemendur geta gripið til aðgerða og tekið þátt í mann­rétt­inda­bar­átt­unni.

Lengd: 40-50 mínútur

fræðsla um stöðu og rétt­indi flótta­fólks

Fræðsla um stöðu og rétt­indi flótta­fólks. Farið er yfir helstu skil­grein­ingar, rétt­indi þessa viðkvæma hóps, stað­setn­ingu flótta­fólks í heim­inum og skort á póli­tískum vilja. Þá er þátt­tak­endum gefinn kostur á að grípa til aðgerða til stuðn­ings flótta­fólki. Fræðslan er í boði fyrir hvort heldur sem er fyrir nemendur eða kennara.

Lengd: 50 mínútur

Einnig er boðið upp á lengri vinnu­smiðjur fyrir kennara þar sem einnig verða kynnt ýmis verk­færi tengd málfefninu til að nýta í skóla­stof­unni.

Hálfs­dags námsmiðja

Smiðjan er ætluð kenn­urum sem hafa áhuga á að styrkja hlut mann­rétt­inda í kennslu og hentar kenn­urum flestra, ef ekki allra, faga. Mark­miðið er að skapa vett­vang til að deila reynslu og efla kennara í mann­rétt­inda­kennslu.

Á smiðj­unni verða helstu mann­rétt­inda­hug­tökin skoðuð og kennslu­fræðileg sýn Amnesty Internati­onal kynnt. Auk þess verður þátt­tak­endum veitt verk­færi til að nýta í skóla­stof­unni.

Lengd: 240 mínútur

fræðslu­er­indi um mann­rétt­inda­fræðslu

Erindið er ætlað kenn­urum sem hafa áhuga á að styrkja hlut mann­rétt­inda í kennslu. Hentar kenn­urum flestra, ef ekki allra, faga. Mark­miðið er að skapa vett­vang til að deila reynslu og efla kennara í mann­rétt­inda­kennslu.

Fjallað verður um tengsl mann­rétt­inda­fræðslu við aðal­nám­skrá grunn­skóla og áskor­anir og tæki­færi í mann­rétt­inda­kennslu rædd.

Lengd: 60-90 mínútur