Sköpum samfélag þar sem skilningur ríkir á mannréttindum

Mann­rétt­inda­fræðsla (e. human rights education eða HRE) snýst um að skapa þjóð­félag þar sem ríkir skiln­ingur á mann­rétt­indum, þar sem allir þekkja rétt­indi sín og öllum er gert kleift að gera tilkall til þeirra.

Samkvæmt 26. grein Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna skal beina menntun „í þá átt að þroska persónu­leika einstak­ling­anna og auka virð­ingu fyrir mann­rétt­indum og grund­vallar­frelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburð­ar­lyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúar­hópa og styrkja starf Sameinuðu þjóð­anna í þágu friðar.“

Markmið fræðsl­unnar er ekki einungis að auka þekk­ingu þátt­tak­enda heldur líka að virkja til þess að taka þátt í barátt­unni fyrir mann­rétt­indum. Því má segja að tilgangur mann­rétt­inda­fræðsl­unnar sé að koma í veg fyrir mann­rétt­inda­brot, reyna að útrýma þeim og byggja upp samfélög sem virða mann­rétt­indi í hvívetna.

Með þessari fræðslu getum við barist gegn mismunun, stuðlað að jafn­rétti og virkri þátt­töku einstak­linga í lýðræð­is­legum ákvörð­unum samfé­lagsins og þannig unnið að betri heimi.

 

+ Lesa meira

Lengd: Annað Aldur: 13+

Bréf til bjargar lífi 2018 - Verkfærakista

Þessi verk­efnak­ista styður við þátt­töku kennara og nemenda í Bréf til bjargar lífi. Með því að læra um mann­rétt­indi og skrifa sann­fær­andi bréf til að binda enda á mann­rétt­inda­brot og ná fram rétt­læti leggja kenn­arar og nemendur lóð á voga­skál­arnar í mann­rétt­inda­bar­átt­unni.

 

Lengd: 40-60 mínútur Aldur: Allir aldurshópar

Rétt handan við hornið

Í verk­efninu skoða nemendur hvernig mann­rétt­indi birtast í daglegu lífi.

Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 7-12 ára

Allir eiga rétt á ...

Að nemendur velti fyrir sér rétt­inda­hug­takinu og hvað það þýðir að hafa rétt­indi.

Lengd: 40-60 mínútur Aldur: 13-16 ára

Fólk á flótta

Í verk­efninu setja nemendur sig í spor fólks á flótta og velta fyrir sér muninum á nauð­synjum og munaði.

Lengd: 30 mínútur Aldur: Allir aldurshópar

Gerandi, þolandi, áhorfandi, verjandi

Í æfing­unni setja nemendur sig í mismun­andi hlut­verk og deila reynslu sinni af mann­rétt­inda­brotum.

Lengd: 30-90 mínútur Aldur: 13+

Í fréttum er þetta helst ...

Í verk­efninu skoða nemendur fréttamiðla til að efla vitund um mann­rétt­indi í daglegu lífi þar sem mann­rétt­indi eru brotin, þeirra er notið og þau vernduð.

Lengd: 90-120 mínútur Aldur: 3-6 ára

Imagine - Að hugsa sér

Í verk­efninu nota nemendur bókina Imagine – Að hugsa sér til að fjalla um frið, gæsku, styrj­aldir, og þján­ingu. Bókin fjallar líka um samkennd og von og mikil­vægi þess að finna hjá sér hugrekki til að gera heiminn betri.

Lengd: 40-60 mínútur Aldur: 10+

Nýja plánetan okkar

Í verk­efninu útbúa nemendur sinn eigin mann­rétt­inda­sátt­mála sem þeir svo bera saman við Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna.

Lengd: 15 mínútur Aldur: 13+

Sótt um vernd í ókunnugu landi

Í æfing­unni setja þátt­tak­endur sig í spor flótta­fólks og sækja um vernd í ókunnugu landi.

Lengd: 60-90 mínútur Aldur: Allir aldurshópar

Bréf til bjargar lífi 2017

Í verk­efnum þessa kennslu­heftis nota nemendur efni tengt málum þeirra einstak­linga sem sjónum var beint að í Bréf til bjargar lífi 2017 til að skoða mann­rétt­indi og grípa til aðgerða.