Mótmælandi sætti pyndingum

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Nasser Zefzafi hefur ánægju af fótbolta. Hann lifði frið­sælu lífi með fjöl­skyldu sinni á Rif-svæðinu í norð­ur­hluta Marokkós. Skert heil­brigð­is­þjón­usta og menntun og fá atvinnu­tæki­færi hrjá þetta svæði. Íbúar þar hafa verið jaðar­settir af hverri ríkis­stjórn­inni af annarri í Marokkó.

Í kjölfar andláts fisksala sem kramdist undir sorp­hirðubíl þegar hann reyndi að ná aftur fiski sem hafði verið gerður upptækur af yfir­völdum hófust frið­samleg mótmæli í október 2016 í bænum þar sem Nasser bjó. Millj­ónir einstak­linga fóru í frið­sam­lega kröfu­göngu til að tjá sorg sína og reiði. Fólkið hafði fengið nóg og krafðist breyt­inga. Þetta var upphafið að Hirak El-Rif-hreyf­ing­unni. Nasser trúir sterkt á rétt­læti og jafn­rétti og varð hann áber­andi í hreyf­ing­unni.

Næstu mánuði hand­tóku marokkóskar örygg­is­sveitir hundruð mótmæl­enda. Nasser var hand­tekinn 29. maí 2017 fyrir að trufla athöfn í mosku og ásaka múslímaklerk um að vera málsvari yfir­valda. Í varð­haldi sætti Nasser pynd­ingum og annarri illri meðferð af hálfu lögreglu. Nasser var dæmdur í tuttugu ára fang­elsi hinn 27. júní 2018 fyrir það eitt að tjá sig. Honum var haldið í einangrun til 31. ágúst 2018.

Heilsu Nassers hefur hrakað tölu­vert við hræði­legar aðstæður í fang­elsinu. Hann þjáist af ýmiss konar heilsu­vanda, m.a. í öndun­ar­færum, ásamt tauga­verk og sjón­vanda. Fang­els­is­mála­yf­ir­völd hafa neitað honum um þá lækn­is­hjálp sem hann þarfnast.

Krefstu þess að marokkósk stjórn­völd leysi Nasser úr haldi strax.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttaíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beitingu táragassprengju á mótmælum. Hún ætlaði að loka glugga á heimili sínu þegar táragassprengja hæfði hana í andlitið. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar á verðmiða í stórmarkaði um innrás Rússlands í Úkraínu. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.