Mótmælandi sætti pyndingum
Nasser Zefzafi hefur ánægju af fótbolta. Hann lifði friðsælu lífi með fjölskyldu sinni á Rif-svæðinu í norðurhluta Marokkós. Skert heilbrigðisþjónusta og menntun og fá atvinnutækifæri hrjá þetta svæði. Íbúar þar hafa verið jaðarsettir af hverri ríkisstjórninni af annarri í Marokkó.
Í kjölfar andláts fisksala sem kramdist undir sorphirðubíl þegar hann reyndi að ná aftur fiski sem hafði verið gerður upptækur af yfirvöldum hófust friðsamleg mótmæli í október 2016 í bænum þar sem Nasser bjó. Milljónir einstaklinga fóru í friðsamlega kröfugöngu til að tjá sorg sína og reiði. Fólkið hafði fengið nóg og krafðist breytinga. Þetta var upphafið að Hirak El-Rif-hreyfingunni. Nasser trúir sterkt á réttlæti og jafnrétti og varð hann áberandi í hreyfingunni.
Næstu mánuði handtóku marokkóskar öryggissveitir hundruð mótmælenda. Nasser var handtekinn 29. maí 2017 fyrir að trufla athöfn í mosku og ásaka múslímaklerk um að vera málsvari yfirvalda. Í varðhaldi sætti Nasser pyndingum og annarri illri meðferð af hálfu lögreglu. Nasser var dæmdur í tuttugu ára fangelsi hinn 27. júní 2018 fyrir það eitt að tjá sig. Honum var haldið í einangrun til 31. ágúst 2018.
Heilsu Nassers hefur hrakað töluvert við hræðilegar aðstæður í fangelsinu. Hann þjáist af ýmiss konar heilsuvanda, m.a. í öndunarfærum, ásamt taugaverk og sjónvanda. Fangelsismálayfirvöld hafa neitað honum um þá læknishjálp sem hann þarfnast.
Krefstu þess að marokkósk stjórnvöld leysi Nasser úr haldi strax.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu