Nasser Zefzafi hefur ánægju af fótbolta. Hann lifði friðsælu lífi með fjölskyldu sinni á Rif-svæðinu í norðurhluta Marokkós. Skert heilbrigðisþjónusta og menntun og fá atvinnutækifæri hrjá þetta svæði. Íbúar þar hafa verið jaðarsettir af hverri ríkisstjórninni af annarri í Marokkó.
Í kjölfar andláts fisksala sem kramdist undir sorphirðubíl þegar hann reyndi að ná aftur fiski sem hafði verið gerður upptækur af yfirvöldum hófust friðsamleg mótmæli í október 2016 í bænum þar sem Nasser bjó. Milljónir einstaklinga fóru í friðsamlega kröfugöngu til að tjá sorg sína og reiði. Fólkið hafði fengið nóg og krafðist breytinga. Þetta var upphafið að Hirak El-Rif-hreyfingunni. Nasser trúir sterkt á réttlæti og jafnrétti og varð hann áberandi í hreyfingunni.
Næstu mánuði handtóku marokkóskar öryggissveitir hundruð mótmælenda. Nasser var handtekinn 29. maí 2017 fyrir að trufla athöfn í mosku og ásaka múslímaklerk um að vera málsvari yfirvalda. Í varðhaldi sætti Nasser pyndingum og annarri illri meðferð af hálfu lögreglu. Nasser var dæmdur í tuttugu ára fangelsi hinn 27. júní 2018 fyrir það eitt að tjá sig. Honum var haldið í einangrun til 31. ágúst 2018.
Heilsu Nassers hefur hrakað töluvert við hræðilegar aðstæður í fangelsinu. Hann þjáist af ýmiss konar heilsuvanda, m.a. í öndunarfærum, ásamt taugaverk og sjónvanda. Fangelsismálayfirvöld hafa neitað honum um þá læknishjálp sem hann þarfnast.
Krefstu þess að marokkósk stjórnvöld leysi Nasser úr haldi strax.