Mótmælandi sætti pyndingum

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Nasser Zefzafi hefur ánægju af fótbolta. Hann lifði frið­sælu lífi með fjöl­skyldu sinni á Rif-svæðinu í norð­ur­hluta Marokkós. Skert heil­brigð­is­þjón­usta og menntun og fá atvinnu­tæki­færi hrjá þetta svæði. Íbúar þar hafa verið jaðar­settir af hverri ríkis­stjórn­inni af annarri í Marokkó.

Í kjölfar andláts fisksala sem kramdist undir sorp­hirðubíl þegar hann reyndi að ná aftur fiski sem hafði verið gerður upptækur af yfir­völdum hófust frið­samleg mótmæli í október 2016 í bænum þar sem Nasser bjó. Millj­ónir einstak­linga fóru í frið­sam­lega kröfu­göngu til að tjá sorg sína og reiði. Fólkið hafði fengið nóg og krafðist breyt­inga. Þetta var upphafið að Hirak El-Rif-hreyf­ing­unni. Nasser trúir sterkt á rétt­læti og jafn­rétti og varð hann áber­andi í hreyf­ing­unni.

Næstu mánuði hand­tóku marokkóskar örygg­is­sveitir hundruð mótmæl­enda. Nasser var hand­tekinn 29. maí 2017 fyrir að trufla athöfn í mosku og ásaka múslímaklerk um að vera málsvari yfir­valda. Í varð­haldi sætti Nasser pynd­ingum og annarri illri meðferð af hálfu lögreglu. Nasser var dæmdur í tuttugu ára fang­elsi hinn 27. júní 2018 fyrir það eitt að tjá sig. Honum var haldið í einangrun til 31. ágúst 2018.

Heilsu Nassers hefur hrakað tölu­vert við hræði­legar aðstæður í fang­elsinu. Hann þjáist af ýmiss konar heilsu­vanda, m.a. í öndun­ar­færum, ásamt tauga­verk og sjón­vanda. Fang­els­is­mála­yf­ir­völd hafa neitað honum um þá lækn­is­hjálp sem hann þarfnast.

Krefstu þess að marokkósk stjórn­völd leysi Nasser úr haldi strax.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi