Býður stjórnvöldum birginn

Á yfir höfði sér fangelsi fyrir að láta í sér heyra

Chaima Issa er aðgerðasinni sem er í blóð borið að tala opin­skátt um það sem hún telur vera rétt. Hún er dóttir fyrr­ver­andi póli­tísks fanga og býður stjórn­völdum í heimalandi sínu birginn, jafnvel þótt það kosti hana frelsið.

Þegar forseti landsins, Kais Saied, leysti upp þingið, rak forsæt­is­ráð­herra úr embætti og tók sér öll völd í júlí 2021 með vísan í neyð­ar­til­skipun var Chaima meðal þeirra fyrstu til að gagn­rýna hann opin­ber­lega. Allt frá því að forsetinn tók völdin í Túnis hafa mann­rétt­indi staðið höllum fæti. Ráðist er gegn tján­ing­ar­frelsinu, herdóm­stóll herjar á gagn­rýn­endur stjórn­valda og dóms­kerfið skortir sjálf­stæði.

Chaima var hand­tekin hinn 22. febrúar 2023 í tengslum við rann­sókn á meintu „samsæri“  í kjölfar þess að hafa fundað með erlendum stjórn­ar­er­ind­rekum og innlendum stjórn­ar­and­stæð­ingum um stjórn­mála­ástandið í Túnis. Hún var leyst úr haldi 13. júlí síðast­liðinn eftir fjóra mánuði í varð­haldi að geðþótta. Máls­höfðun gegn henni er þó enn í gangi og yfir­völd hafa meinað henni að ferðast til annarra landa og „sjást á opin­berum vett­vangi“.

Hlut­drægur herdóm­stóll heldur einnig uppi rann­sókn á Chaimu fyrir að gagn­rýna stjórn­völd í útvarps­þætti. Hún á yfir höfði sér áratuga­langt fang­elsi.

En Chaima gefst ekki upp. Hún lét í sér heyra á skrif­stofu dómara: „Er þetta Túnis? Er þetta Túnis þar sem við stund­uðum nám, ég og þú? Er þetta Túnis sem okkur dreymdi um?“ Þegar Chaima var færð í fang­elsi, umkringd lögreglu­mönnum, brosti hún, lyfti upp krepptum hnefa og söng þjóð­sönginn.

Krefstu þess að Chaima Issa fái fullt frelsi

 

 

 

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi