
Býður stjórnvöldum birginn
Chaima Issa er aðgerðasinni sem er í blóð borið að tala opinskátt um það sem hún telur vera rétt. Hún er dóttir fyrrverandi pólitísks fanga og býður stjórnvöldum í heimalandi sínu birginn, jafnvel þótt það kosti hana frelsið.
Þegar forseti landsins, Kais Saied, leysti upp þingið, rak forsætisráðherra úr embætti og tók sér öll völd í júlí 2021 með vísan í neyðartilskipun var Chaima meðal þeirra fyrstu til að gagnrýna hann opinberlega. Allt frá því að forsetinn tók völdin í Túnis hafa mannréttindi staðið höllum fæti. Ráðist er gegn tjáningarfrelsinu, herdómstóll herjar á gagnrýnendur stjórnvalda og dómskerfið skortir sjálfstæði.
Chaima var handtekin hinn 22. febrúar 2023 í tengslum við rannsókn á meintu „samsæri“ í kjölfar þess að hafa fundað með erlendum stjórnarerindrekum og innlendum stjórnarandstæðingum um stjórnmálaástandið í Túnis. Hún var leyst úr haldi 13. júlí síðastliðinn eftir fjóra mánuði í varðhaldi að geðþótta. Málshöfðun gegn henni er þó enn í gangi og yfirvöld hafa meinað henni að ferðast til annarra landa og „sjást á opinberum vettvangi“.
Hlutdrægur herdómstóll heldur einnig uppi rannsókn á Chaimu fyrir að gagnrýna stjórnvöld í útvarpsþætti. Hún á yfir höfði sér áratugalangt fangelsi.
En Chaima gefst ekki upp. Hún lét í sér heyra á skrifstofu dómara: „Er þetta Túnis? Er þetta Túnis þar sem við stunduðum nám, ég og þú? Er þetta Túnis sem okkur dreymdi um?“ Þegar Chaima var færð í fangelsi, umkringd lögreglumönnum, brosti hún, lyfti upp krepptum hnefa og söng þjóðsönginn.
Krefstu þess að Chaima Issa fái fullt frelsi
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu