Í hættu á fangelsi fyrir baráttu sína

Ákærð fyrir að fagna réttindum hinsegin fólks

Allt frá því að Melike Balkan og Özgür Gür hófu nám í líffræði við háskóla í Tyrklandi hafa þau helgað sig barátt­unni fyrir rétt­indum hinsegin fólks.

Þau voru áber­andi í starfi hinsegin samtaka í tækni­há­skól­anum METU í Ankara, og skipu­lögðu fjölda kröfu­gangna, funda og annarra viðburða í mörg ár. Melike og Özgür hafa sett sig í samband við fjölda háskóla­nema þrátt fyrir aukna andúð í garð hinsegin fólks og takmark­anir á tján­ing­ar­frelsinu í Tyrklandi.

Allt frá stofnun hinsegin samtak­anna hefur verið skipu­lögð gleði­ganga á háskóla­lóð­inni til stuðn­ings hinsegin fólki. Í gegnum árin hefur gleði­gangan vaxið bæði að stærð og sýni­leika. Árið 2019 tóku háskóla­yf­ir­völd þá ákvörðun að gleði­gangan, sem átti að fara fram í maí það ár, mætti ekki fara fram á háskóla­lóð­inni.

Meðlimir í hinsegin samtök­unum voru hvergi bangnir og skipu­lögðu mótmæla­að­gerð. Háskóla­yf­ir­völd brugðust við með því að kalla á lögreglu sem beitti óhóf­legu valdi, m.a. tára­gasi, gegn frið­sömum mótmæl­end­unum. Lögreglan handtók a.m.k. 23 nema, þeirra á meðal Melike og Özgür, ásamt einum kennara. Nokkrir nemar sem hand­teknir voru höfðu ekki einu sinni tekið þátt í mótmæla­að­gerð­inni. Nú er réttað yfir 18 nemum og einum kennara þrátt fyrir að hópurinn hafi aðeins nýtt rétt sinn til frið­sam­legra mótmæla. Ef öll verða fundin sek eiga þau yfir höfði sér allt að þriggja ára fang­elsi.

Krefstu þess að stjórn­völd í Tyrklandi sýkni hópinn af öllum ákærum.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tyrkland

Ákærð fyrir að fagna réttindum hinsegin fólks

Melike Balkan og Özgür Gür hafa helgað sig baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks. Réttað er yfir þeim ásamt öðrum fyrir að mótmæla banni við gleðigöngu á háskólalóð þeirra.

Mjanmar

Læstur inni fyrir ljóðaslamm

Paing Phyo Min er meðlimur í Peacock Generation-leikhópnum. Leikhópurinn gerði grín að hernum og voru meðlimir hans handteknir í maí 2019. Paing Phyo Min var dæmdur í sex ára fangelsi.

Búrúndí

Fangelsi í 32 ár fyrir mannréttindabaráttu

Germain Rukuku er mannréttindafrömuður og faðir þriggja drengja. Hann var dæmdur til að dúsa í fangelsi í 32 ár vegna upploginna sakargifta og meingallaðra réttarhalda.

Sádi-Arabía

Fangelsuð fyrir kvenréttindabaráttu

Nassima var handtekin í júlí 2018. Hún barðist fyrir frelsi kvenna í Sádi-Arabíu. Baráttan leiddi til þess að hún var sjálf svipt frelsi og sætti illri meðferð í varðhaldi.

Kólumbía

Hótað lífláti fyrir að vernda Amazonsvæðið

Jani Silva fæddist í hjarta Amazonsvæðisins í Kólumbíu og hefur helgað líf sitt verndun skóga og sjálfbærri þróun. Fyrir vikið hefur henni verið veitt eftirför, ógnað af óþekktum árásarmönnum og hótað lífláti.

Pakistan

Numinn á brott fyrir að fletta ofan af mannshvörfum

Idris Khattak er sérfræðingur um þvinguð mannshvörf í Pakistan. Í nóvember 2019 hvarf Idris sjálfur. Yfirvöld viðurkenndu að lokum að Idris væri í haldi þeirra og að hann yrði ákærður.

Suður-Afríka

Sækja verður morðingjana til saka

Popi Qwabe og Bongeka Phungula voru skotnar til bana. Fjölskyldur þeirra leita svara en hafa orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn lögreglunnar sem hefur ekkert miðað áfram á síðustu þremur árum.

Alsír

Tveggja ára fangelsisdómur fyrir fréttamennsku

Khaled Drareni er blaðamaður í Alsír. Hann fjallaði um Hirak-mótmælahreyfinguna og komst í ónáð hjá yfirvöldum. Khaled átti yfir höfði sér 10 ára fangelsisdóm en í september 2020 var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi.