Í hættu á fangelsi fyrir baráttu sína

Ákærð fyrir að fagna réttindum hinsegin fólks

Allt frá því að Melike Balkan og Özgür Gür hófu nám í líffræði við háskóla í Tyrklandi hafa þau helgað sig barátt­unni fyrir rétt­indum hinsegin fólks.

Þau voru áber­andi í starfi hinsegin samtaka í tækni­há­skól­anum METU í Ankara, og skipu­lögðu fjölda kröfu­gangna, funda og annarra viðburða í mörg ár. Melike og Özgür hafa sett sig í samband við fjölda háskóla­nema þrátt fyrir aukna andúð í garð hinsegin fólks og takmark­anir á tján­ing­ar­frelsinu í Tyrklandi.

Allt frá stofnun hinsegin samtak­anna hefur verið skipu­lögð gleði­ganga á háskóla­lóð­inni til stuðn­ings hinsegin fólki. Í gegnum árin hefur gleði­gangan vaxið bæði að stærð og sýni­leika. Árið 2019 tóku háskóla­yf­ir­völd þá ákvörðun að gleði­gangan, sem átti að fara fram í maí það ár, mætti ekki fara fram á háskóla­lóð­inni.

Meðlimir í hinsegin samtök­unum voru hvergi bangnir og skipu­lögðu mótmæla­að­gerð. Háskóla­yf­ir­völd brugðust við með því að kalla á lögreglu sem beitti óhóf­legu valdi, m.a. tára­gasi, gegn frið­sömum mótmæl­end­unum. Lögreglan handtók a.m.k. 23 nema, þeirra á meðal Melike og Özgür, ásamt einum kennara. Nokkrir nemar sem hand­teknir voru höfðu ekki einu sinni tekið þátt í mótmæla­að­gerð­inni. Nú er réttað yfir 18 nemum og einum kennara þrátt fyrir að hópurinn hafi aðeins nýtt rétt sinn til frið­sam­legra mótmæla. Ef öll verða fundin sek eiga þau yfir höfði sér allt að þriggja ára fang­elsi.

Krefstu þess að stjórn­völd í Tyrklandi sýkni hópinn af öllum ákærum.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi