Ungur mannréttindafrömuður myrtur

Barátta móður fyrir réttlæti

Ana Maria Santos Cruz er ástrík móðir. Hún nýtur þess að fara á tónleika og menn­ing­ar­við­burði með dóttur sinni í Salvador í Bras­ilíu. Frá því að hún missti son sinn Pedro Henrique hefur henni liðið eins og hún hafi glatað hluta af sjálfri sér.

Á stuttri ævi sinni náði Pedro Henrique að afreka margt. Hann var aðgerðasinni og tals­maður kynþátta­rétt­lætis og mann­rétt­inda. Pedro Henrique skipu­lagði frið­ar­göngur í Tucano í Bahía í Bras­ilíu. Í þessum árlegu göngum samein­aðist fólk til að vekja athygli á lögreglu­of­beldi sem beinist fyrst og fremst gegn samfé­lagi svarts fólks.

Þessum samtaka­mætti var mætt með ógnunum og andúð lögreglu. Lögreglu­menn fóru að hafa eftirlit með Pedro Henrique, hótuðu honum og beittu hann ofbeldi fyrir aðgerð­astarf sitt. Pedro Henrique var myrtur þann 27. desember 2018, 31 árs að aldri. Þrír hettu­klæddir menn réðust inn á heimili hans þar sem hann svaf við hlið kærustu sinnar. Hann var skotinn átta sinnum í höfuð og háls. Kærastan hans bar kennsl á mennina þrjá sem hún sagði vera lögreglu­menn.

Lögreglu­menn­irnir sem grun­aðir eru um morðið á Pedro Henrique voru ákærðir árið 2019 en tæplega fimm árum síðar starfa þeir enn innan lögregl­unnar. Rann­sókn á morðinu er ekki enn lokið og ekki er byrjað að rétta í málinu. Þrátt fyrir hótanir og sorg vegna sonar­miss­isins hefur Ana Maria sýnt hugrekki í leit sinni að sann­leik­anum um dauða sonar síns ásamt því að kalla eftir rétt­ar­höldum og ítar­legri rann­sókn á málinu.

Krefstu rétt­lætis fyrir Pedro Henrique.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Angóla

TikTok-stjarna fangelsuð fyrir að gagnrýna forsetann

Ana da Silva Miguel, þekkt undir nafninu Neth Nahara, er söngkona og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Í ágúst 2023 gagnrýndi hún forseta landsins, João Lourenço, á TikTok. Næsta dag var Neth handtekin. Í kjölfarið var réttað yfir henni, hún sakfelld og dæmd í sex mánaða fangelsi en dómurinn var síðar lengdur í tvö ár. Yfirvöld í Angóla beita umdeildum lögum sem gera það refsivert að gagnrýna forsetann í þeim tilgangi að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Víetnam

Í fangelsi fyrir að vernda umhverfið og mannréttindi

Umhverfismálalögfræðingurinn Dang Dinh Bach hefur helgað líf sitt verndun fólksins í Víetnam gegn áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga. Bach var handtekinn 24. júní 2021 og færður í fangelsi fyrir meint skattsvik, aðferð sem víetnömsk yfirvöld beita til að þagga niður í umhverfisaðgerðasinnum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki.