baráttufólk handtekið

Berjast fyrir landi forfeðra sinna

„Nátt­úru­lyfin okkar, berin, maturinn, dýrin, vatnið og menning okkar hafa verið hér um ómunatíð. Okkur ber skylda til þess að vernda þessa lífs­hætti fyrir ófæddu börnin okkar.“ Þetta eru orð Sleydo sem tilheyrir frum­byggja­þjóð­inni Wet’s­uwet’en og býr á landi sem forfeður hennar hafa búið á í þúsundir ára.

Árið 2019 hóf fyrir­tækið Coastal GasLink Pipeline ltd (CGL) lagn­ingu gasleiðslu á landi Wet’s­uwet’en án samþykkis höfð­ingj­anna og ættflokka þeirra. Wet’s­uwet’en-þjóðin á rétt á því að ákveða hvaða fram­kvæmdir eiga sér stað á hennar land­svæði.

Sleydo og annað baráttu­fólk vilja vernda land forfeðra sinna og rétt annarra einstak­linga til hreins, heil­næms og sjálf­bærs umhverfis og hófu aðgerðir til að stöðva lagn­ingu gasleiðsl­unnar. En frið­sam­legum aðgerðum þeirra hefur verið mætt með hótunum, áreitni og refs­ingum.

Árið 2018 féllst hæstiréttur í Bresku-Kólumbíu á kröfur fyrir­tæk­isins CGL og setti lögbann til að fyrir­byggja hindr­anir á lagn­ingu leiðsl­unnar. Lögreglan hefur fram­fylgt lögbanninu með fjórum ofbeld­is­fullum aðgerðum á land­svæði Wet’s­uwet’en með beit­ingu vopna, þyrlna og hunda. Yfir 75 einstak­lingar sem berjast fyrir lands­rétt­indum hafa verið hand­teknir.

Í einni af árás­unum í nóvember 2021 var Sleydo hand­tekin ásamt 30 öðrum baráttu­mann­eskjum. Hún var síðar dæmd sek um „glæp­sam­lega vanvirð­ingu“ fyrir að óhlýðnast lögbanninu um að halda sig í fjar­lægð frá fram­kvæmda­svæði gasleiðsl­unnar þrátt fyrir að leiðslan sé á landi forfeðra hennar. Baráttu­fólkið fyrir lands­rétt­indum hefur lagt inn kröfu hjá hæsta­rétti Bresku-Kólumbíu þar sem það telur að brotið hafi verið á rétt­indum sínum í árásum lögreglu. Framtíð baráttu­fólksins veltur á niður­stöðu þess­arar kröfu. Að öðrum kosti á það yfir höfði sér fang­elsis­vist.

Krefstu þess að stjórn­völd í Kanada hætti að gera baráttu Wet’suwet’en fyrir lands­rétt­indum glæp­sam­lega.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Angóla

TikTok-stjarna fangelsuð fyrir að gagnrýna forsetann

Ana da Silva Miguel, þekkt undir nafninu Neth Nahara, er söngkona og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Í ágúst 2023 gagnrýndi hún forseta landsins, João Lourenço, á TikTok. Næsta dag var Neth handtekin. Í kjölfarið var réttað yfir henni, hún sakfelld og dæmd í sex mánaða fangelsi en dómurinn var síðar lengdur í tvö ár. Yfirvöld í Angóla beita umdeildum lögum sem gera það refsivert að gagnrýna forsetann í þeim tilgangi að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Víetnam

Í fangelsi fyrir að vernda umhverfið og mannréttindi

Umhverfismálalögfræðingurinn Dang Dinh Bach hefur helgað líf sitt verndun fólksins í Víetnam gegn áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga. Bach var handtekinn 24. júní 2021 og færður í fangelsi fyrir meint skattsvik, aðferð sem víetnömsk yfirvöld beita til að þagga niður í umhverfisaðgerðasinnum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki.