
Mannréttindafrömuður í einangrun
Ahmed Mansoor er ástríkur faðir og eiginmaður. Hann er ljóðskáld, bloggari og mannréttindafrömuður. Núna situr hann á bak við lás og slá í al-Sadr-fangelsinu í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Hann er í einangrunarklefa án aðgangs að bókum, pennum eða pappír. Hann er ekki einu sinni með rúm.
Hver er glæpur hans? Að segja sannleikann. Áður en Ahmed var handtekinn var hann einn fárra sem veittu áreiðanlegar, óháðar upplýsingar um stöðu mannréttindamála í landinu. Hann vakti reglulega máls á óréttlátum réttarhöldum, varðhaldi og pyndingum á einstaklingum sem gagnrýna stjórnvöld. Hann talaði um brotalamir innan dómskerfisins og landslög sem stríða gegn alþjóðalögum.
Ahmed hefur mátt gjalda það dýru verði að vekja athygli á þessu. Öryggissveitir Sameinuðu arabísku furstadæmanna gerðu húsleit heima hjá Ahmed og handtóku hann í mars 2017. Í rúmt ár vissi enginn, ekki einu sinni fjölskylda hans, hvar honum var haldið föngnum. Í maí 2018 var Ahmed dæmdur í tíu ára fangelsi, meðal annars á grundvelli ákæru um að „móðga Sameinuðu arabísku furstadæmin og táknmyndir þeirra“.
Í mótmælaskyni við aðstæður í fangelsinu hefur Ahmed tvisvar gripið til hungurverkfalls sem leiddi til mikils þyngdartaps og stofnaði lífi hans í hættu. Samt sem áður er honum aðeins hleypt út úr klefa sínum þrisvar í viku þegar fangaverðir hafa fjarlægt alla aðra fanga af útisvæðinu. Ahmed er því án félagsskapar þann litla tíma sem hann fær úthlutaðan í útiveru.
Krefstu þess að stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum leysi Ahmed Mansoor tafarlaust og án skilyrða úr haldi.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu